Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. febrúar 2025 14:30 Magnús Þór og oddvitar Pírata og Sósíalistaflokksins segja að til greina komi að Reykjavíkurborg geri sérsamninga við kennara. Vísir Til greina kemur að Reykjavíkurborg kljúfi sig frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðunum við kennara og geri sérsamninga við Kennarasamband íslands, ef marka má orðræðu nýs meirihluta í borgarstjórn. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í Reykjavík og Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að ræða nýjan borgarstjórnarmeirihluta, sem þær vilja reyndar frekar kalla samstarf en meirihluta. Talið barst að leikskólavanda Reykjavíkur og út frá því var vikið að stöðunni í kjaradeilu kennara. „Við vitum hvernig staðan er í samfélaginu, og mér finnst alveg eðlilegt að Reykjavíkurborg myndi skoða að það yrði rætt hvort að borgin geti jafnvel skoðað það að semja sjálf við kennara, mér fyndist það alveg eðlilegt,“ sagði Sanna Magdalena. Viðtalið er hér í fullri lengd en umræður um kjaramálin hófust í kringum mínútu fimmtán. Ertu þá þeirrar skoðunar að Reykjavíkurborg eigi að kljúfa sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga og semja beint við kennara? „Mér finnst alveg í ljósi þess sem að kom fram á borgarstjórnarfundinum á föstudaginn, þar sem að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri, hún lýsir því í rauninni hvað hafi átt sér stað. Þá finnst mér alveg eðlilegt næsta skref að ræða það hvort þetta sé skynsamlegt,“ svaraði Sanna. Fram hefur komið að Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri, hafi stutt innanhústillöguna sem stjórn SÍF hafnaði í vikunni. Samfélagið komið með nóg af deilunni Dóra Björt segir að samfélagið sé komið með nóg af þessari kjaradeilu. „Við þurfum bara að leysa þetta,“ segir hún. „Mér finnst bara eðlilegt að allt sé skoðað í ljósi aðstæðna vegna þess að þessi tillaga var ekki samþykkt, það logar allt í samfélaginu, kennarar eru að upplifa og eru að fara fram á réttmæta leiðréttingu í ljósi þess sem þeim hefur verið lofað, þannig það þarf bara að stíga djörf skref í þessu.“ Hún vonist þó til þess að SÍF muni leysa þetta mál eins og þeim hafi verið falið. Forgangsmál að vera með öll sveitarfélögin með Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, var einnig til viðtals á Sprengisandi í dag en hann segir að staðan sé þannig að allt hreyfist mjög hratt og getið tekið alls konar beygjur. Hann segir að það sé skýrt forgangsmál að vera með öll sveitarfélögin með í samningaviðræðunum. Hann myndi vilja setjast niður með launadeild SÍF og „bara klárað samninginn fyrir alla kennara á landinu.“ „Hins vegar er það bara þannig, og við höfum alveg bent á það, þá hefur ábyrgð hvers sveitarfélags fyrir sig aldrei verið á þeim stað, að menn geti bara bent á einhvern ákveðinn hóp og það sé alltaf lægsti samnefnari hvers og eins sem býr til samninginn.“ Vilji Reykjavík gera líta á Kennarasambandið eins og BSRB, BHM, og önnur stéttarfélög sem hún semji sér við, sé það skylda hvers stéttarfélags að setjast niður og fara yfir málið. „Þetta snýst um það að við viljum ná samningum við okkar fólk, sem að gerir kennarastarfið samkeppnishæft í launum og vinnuaðstöðu við sambærileg störf á almennum markaði, og þar liggur grunntónninn.“ Viðtalið við Magnús er hér í fullri lengd en umræðan um sérsamninginn hefst á mínútu sextán. Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Sprengisandur Reykjavík Tengdar fréttir Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina. 22. febrúar 2025 13:55 Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Formaður Kennarasambandsins segir höfnun samninganefndar sveitarfélaganna á innanhússtillögu ríkissáttasemja ekki hafa með pening að gera heldur pólitík. Sellur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan sambandsins hafi komið í veg fyrir að samningar næðust. 21. febrúar 2025 20:03 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í Reykjavík og Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að ræða nýjan borgarstjórnarmeirihluta, sem þær vilja reyndar frekar kalla samstarf en meirihluta. Talið barst að leikskólavanda Reykjavíkur og út frá því var vikið að stöðunni í kjaradeilu kennara. „Við vitum hvernig staðan er í samfélaginu, og mér finnst alveg eðlilegt að Reykjavíkurborg myndi skoða að það yrði rætt hvort að borgin geti jafnvel skoðað það að semja sjálf við kennara, mér fyndist það alveg eðlilegt,“ sagði Sanna Magdalena. Viðtalið er hér í fullri lengd en umræður um kjaramálin hófust í kringum mínútu fimmtán. Ertu þá þeirrar skoðunar að Reykjavíkurborg eigi að kljúfa sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga og semja beint við kennara? „Mér finnst alveg í ljósi þess sem að kom fram á borgarstjórnarfundinum á föstudaginn, þar sem að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri, hún lýsir því í rauninni hvað hafi átt sér stað. Þá finnst mér alveg eðlilegt næsta skref að ræða það hvort þetta sé skynsamlegt,“ svaraði Sanna. Fram hefur komið að Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri, hafi stutt innanhústillöguna sem stjórn SÍF hafnaði í vikunni. Samfélagið komið með nóg af deilunni Dóra Björt segir að samfélagið sé komið með nóg af þessari kjaradeilu. „Við þurfum bara að leysa þetta,“ segir hún. „Mér finnst bara eðlilegt að allt sé skoðað í ljósi aðstæðna vegna þess að þessi tillaga var ekki samþykkt, það logar allt í samfélaginu, kennarar eru að upplifa og eru að fara fram á réttmæta leiðréttingu í ljósi þess sem þeim hefur verið lofað, þannig það þarf bara að stíga djörf skref í þessu.“ Hún vonist þó til þess að SÍF muni leysa þetta mál eins og þeim hafi verið falið. Forgangsmál að vera með öll sveitarfélögin með Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, var einnig til viðtals á Sprengisandi í dag en hann segir að staðan sé þannig að allt hreyfist mjög hratt og getið tekið alls konar beygjur. Hann segir að það sé skýrt forgangsmál að vera með öll sveitarfélögin með í samningaviðræðunum. Hann myndi vilja setjast niður með launadeild SÍF og „bara klárað samninginn fyrir alla kennara á landinu.“ „Hins vegar er það bara þannig, og við höfum alveg bent á það, þá hefur ábyrgð hvers sveitarfélags fyrir sig aldrei verið á þeim stað, að menn geti bara bent á einhvern ákveðinn hóp og það sé alltaf lægsti samnefnari hvers og eins sem býr til samninginn.“ Vilji Reykjavík gera líta á Kennarasambandið eins og BSRB, BHM, og önnur stéttarfélög sem hún semji sér við, sé það skylda hvers stéttarfélags að setjast niður og fara yfir málið. „Þetta snýst um það að við viljum ná samningum við okkar fólk, sem að gerir kennarastarfið samkeppnishæft í launum og vinnuaðstöðu við sambærileg störf á almennum markaði, og þar liggur grunntónninn.“ Viðtalið við Magnús er hér í fullri lengd en umræðan um sérsamninginn hefst á mínútu sextán.
Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Sprengisandur Reykjavík Tengdar fréttir Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina. 22. febrúar 2025 13:55 Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Formaður Kennarasambandsins segir höfnun samninganefndar sveitarfélaganna á innanhússtillögu ríkissáttasemja ekki hafa með pening að gera heldur pólitík. Sellur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan sambandsins hafi komið í veg fyrir að samningar næðust. 21. febrúar 2025 20:03 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina. 22. febrúar 2025 13:55
Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Formaður Kennarasambandsins segir höfnun samninganefndar sveitarfélaganna á innanhússtillögu ríkissáttasemja ekki hafa með pening að gera heldur pólitík. Sellur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan sambandsins hafi komið í veg fyrir að samningar næðust. 21. febrúar 2025 20:03