Erlent

Páfinn sendir frá sér yfir­lýsingu

Jón Þór Stefánsson skrifar
Frans páfi hefur gengt embættinu frá 2013.
Frans páfi hefur gengt embættinu frá 2013. Getty

Frans páfi hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna veikinda sinna. Þar segist hann hafa trú á meðferðinni sem hann nú hlýtur á sjúkrahúsi í Róm.

„Ég held áfram sjúkrahúsvist minni á Gemelli-spítalanum fullur sjálfstrausts, og held áfram með þessa nauðsynlegu meðferð; en hvíld er hluti hennar! Ég þakka læknunum og heilbrigðisstarfsfólki spítalans fyrir umhyggjuna sem þau hafa veitt mér og tileinkun þeirra til að hjúkra þeim sem eru sjúkir,“ segir í tilkynningu Páfans.

„Á síðustu dögum hef ég fengið mörg hlý skilaboð, en mér hefur þótt sérstaklega vænt um bréf og teikningar frá börnum. Ég þakka ykkur fyrir bænirnar sem hafa borist víða úr heimi,“ sagði hann jafnframt og óskaði þess að fólk myndi biðja fyrir honum.

Frans páfi, sem er 88 ára gamall og hefur gengt embættinu síðan árið 2013, mun ekki taka þátt í Guðsþjónustu aðra vikuna í röð, en samkvæmt Sky News er hann enn í súrefnisvél.

Ástandi hans hefur bæði verið lýst sem flóknu og alvarlegu, en hann er með lungnabólgu í báðum lungum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×