„Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2025 10:13 Sigríður Dögg, formaður BÍ, segir orðræðu Ingu Sæland í garð Morgunblaðsins komna út yfir allan þjófabálk. vísir/vilhelm Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, gagnrýnir Ingu Sæland, formann Flokks fólksins og ráðherra harðlega og segir hana hvergi svara gagnrýni málefnalega. Formaður BÍ segir Ingu feta í vafasöm fótspor Trump Bandaríkjaforseta. „Það er dapurlegt að sjá stjórnmálamann í valdastöðu ráðast gegn blaðamönnum fjölmiðils sem fjallað hefur á gagnrýninn hátt um opinbera styrki til flokks hennar,“ segir Sigríður Dögg í samtali við Vísi. Blaðamaður Morgunblaðsins upplýsti nýlega um bresti í umsýslu flokksins, sem hefur þegið á þriðja hundruð milljóna króna úr sjóðum skattgreiðenda á undanförnum árum. Vísir spurði Ingu út í málið á Landsfundi Flokks fólksins um helgina og þá svaraði Inga fullum hálsi sem fyrr. Svo virðist sem hún sé búin að lýsa yfir heilögu stríði á hendur Morgunblaðinu. Að sögn Sigríðar Daggar gerði blaðamaður Morgunblaðsins það sem blaðamönnum beri að gera í störfum sínum: varpaði ljósi á upplýsingar sem almenningur hefur fullan rétt á að fá og veitti þannig valdhöfum nauðsynlegt aðhald. Upplýsingarnar urðu til þess að flokkurinn mun nú leiðrétta hina röngu skráningu - líkt og aðrir flokkar hafa þegar gert og fjallað hefur verið um. Hvort sem málinu er þá þar með lokið, líkt og talsmenn Flokks fólksins hafa gefið út, eða ekki. Enginn pólitíkus gengið eins langt í fúkyrðaflaumi og Inga „Enginn annar stjórnmálaflokkur hefur hins vegar brugðist við fréttaflutningnum af jafnmiklu offorsi og formaður Flokks fólksins. Hún hefur sakað blaðamenn Morgunblaðsins, sem hún kallar „málgagn auðmanna“, um „óhróður og illmælgi“, „dylgjur“, „útúrsnúninga og hálfsannleik“ í garð flokksins. Hún segir að blaðamenn hafi sakað flokkinn um „þjófnað og óheiðarleika og vísvitandi blekkingar,“ segir Sigríður Dögg forviða. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands segir að Inga Sæland verði að láta af illmælgi sinni í garð Morgunblaðsins, hún sé að feta nákvæmlega sömu braut og Trump.vísir/vilhelm Hún bendir á að sannarlega hafi valdafólk, rétt eins og allir aðrir, fullan rétt á að gagnrýna blaðamenn eða fjölmiðla. Reyndar sé gagnrýni nauðsynlegt aðhald fyrir blaðamenn og fjölmiðla sem tryggir að þeir ræki hlutverk sitt með fullnægjandi hætti. „Það má hins vegar gera eðlilega kröfu á að gagnrýnin sé að minnsta kosti málefnaleg, sem erfitt er að sjá að eigi við í þessu tilfelli. Hvergi hefur Inga Sæland bent á rangindi, rangfærslur eða staðreyndavillur í fréttaflutningi blaðsins um styrkjamálið heldur hefur hún gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi.“ Ráðist að fjölmiðlafólki með tilhæfulausum ásökunum Sigríður Dögg heldur áfram, en Blaðamannafélag Íslands hefur efnt til sérstaks átaks sem miðar að því að leiðrétta ýmsar ranghugmyndir um fjölmiðla. Hún segir þetta því miður ekkert einsdæmi, að stjórnmálamenn ráðist gegn fjölmiðlum sem þeim eru ekki þóknanlegir. „Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur um árabil markvisst grafið undan fjölmiðlum sem honum mislíkar. Afleiðingarnar eru grafalvarlegar fyrir fjölmiðlafrelsi og lýðræðið, ekki einungis í Bandaríkjunum, heldur heiminum öllum, því valdamenn í öðrum löndum hafa, bæði meðvitað og ómeðvitað, tekið upp orðræðu Trump heima fyrir með misalvarlegum afleiðingum.“ Með því að kalla ákveðna blaðamenn „óvini fólksins“ hefur Trump gefið valdamönnum skotleyfi sem vilja þagga niður í fjölmiðlum sem þóknast þeim ekki. Þrátlátt tal Trumps og um falsfréttamiðla hefur grafið undan trausti á fjölmiðlum.vísir/getty „Orðræðan, fyrirlitningin og árásirnar sem heimurinn hefur orðið vitni að af hálfu Trump í garð tiltekinna fjölmiðla hafa orðið til þess að stjórnmálamenn, og fleiri, leyfa sér í mun meira mæli en áður að ráðast að fjölmiðlafólki með tilhæfulausum ásökunum. Mörkin hafa færst til. Blaðamönnum eru gerðar upp sakir um hlutdrægni, að baki fréttum þeirra séu annarlegar hvatir, það sé handbendi eigenda fjölmiðlafyrirtækjanna, stjórnmálafla, hagsmuna og þar fram eftir götunum.“ Grafa markvisst undan fjölmiðlafrelsinu Og þessar árásir virka að sögn formanns BÍ: „Eftir því sem almenningur heyrir oftar í kjörnum fulltrúum sem úthúða blaðamönnum og fjölmiðlum, því líklegra er að fólk missi trú á fjölmiðlum og blaðamennsku. Sérstaklega í ljósi þess að árásirnar eru einhliða. Fjölmiðlar og blaðamenn geta alla jafna ekki með góðu móti varið sig gegn tilteknum stjórnmálamönnum, þótt verið sé jafnvel að ráðast á þá beint.“ Sigríður Dögg segir Ingu sjálfa hafa, í viðtali við Vísi, bent á að fjölmiðar eigi að spyrja gagnrýnna spurninga. „Þá er hún varla að meina að þeir eigi eingöngu að spyrja gagnrýnna spurninga sem henni eru þóknanlegar? Er hún þá ekki um leið að grafa undan fjölmiðlafrelsinu - sem er nú þegar mun lakara á Íslandi en hinum Norðurlöndunum?“ spyr Sigríður Dögg. Fjölmiðlar Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags og húsnæðismálaráðherra, brást ókvæða við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins um styrki til flokksins, en talsverður styr hefur staðið um þau mál. 20. febrúar 2025 11:08 Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið. 29. janúar 2025 09:30 Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Skrifstofa Alþingis hefur staðfest að Flokkur fólksins uppfylli ekki skilyrði fyrir úthlutun fjárstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur þegið 240 milljónir króna þrátt fyrir að vera enn skráður sem „félagasamtök“ í fyrirtækjaskrá. 21. janúar 2025 06:27 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Það er dapurlegt að sjá stjórnmálamann í valdastöðu ráðast gegn blaðamönnum fjölmiðils sem fjallað hefur á gagnrýninn hátt um opinbera styrki til flokks hennar,“ segir Sigríður Dögg í samtali við Vísi. Blaðamaður Morgunblaðsins upplýsti nýlega um bresti í umsýslu flokksins, sem hefur þegið á þriðja hundruð milljóna króna úr sjóðum skattgreiðenda á undanförnum árum. Vísir spurði Ingu út í málið á Landsfundi Flokks fólksins um helgina og þá svaraði Inga fullum hálsi sem fyrr. Svo virðist sem hún sé búin að lýsa yfir heilögu stríði á hendur Morgunblaðinu. Að sögn Sigríðar Daggar gerði blaðamaður Morgunblaðsins það sem blaðamönnum beri að gera í störfum sínum: varpaði ljósi á upplýsingar sem almenningur hefur fullan rétt á að fá og veitti þannig valdhöfum nauðsynlegt aðhald. Upplýsingarnar urðu til þess að flokkurinn mun nú leiðrétta hina röngu skráningu - líkt og aðrir flokkar hafa þegar gert og fjallað hefur verið um. Hvort sem málinu er þá þar með lokið, líkt og talsmenn Flokks fólksins hafa gefið út, eða ekki. Enginn pólitíkus gengið eins langt í fúkyrðaflaumi og Inga „Enginn annar stjórnmálaflokkur hefur hins vegar brugðist við fréttaflutningnum af jafnmiklu offorsi og formaður Flokks fólksins. Hún hefur sakað blaðamenn Morgunblaðsins, sem hún kallar „málgagn auðmanna“, um „óhróður og illmælgi“, „dylgjur“, „útúrsnúninga og hálfsannleik“ í garð flokksins. Hún segir að blaðamenn hafi sakað flokkinn um „þjófnað og óheiðarleika og vísvitandi blekkingar,“ segir Sigríður Dögg forviða. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands segir að Inga Sæland verði að láta af illmælgi sinni í garð Morgunblaðsins, hún sé að feta nákvæmlega sömu braut og Trump.vísir/vilhelm Hún bendir á að sannarlega hafi valdafólk, rétt eins og allir aðrir, fullan rétt á að gagnrýna blaðamenn eða fjölmiðla. Reyndar sé gagnrýni nauðsynlegt aðhald fyrir blaðamenn og fjölmiðla sem tryggir að þeir ræki hlutverk sitt með fullnægjandi hætti. „Það má hins vegar gera eðlilega kröfu á að gagnrýnin sé að minnsta kosti málefnaleg, sem erfitt er að sjá að eigi við í þessu tilfelli. Hvergi hefur Inga Sæland bent á rangindi, rangfærslur eða staðreyndavillur í fréttaflutningi blaðsins um styrkjamálið heldur hefur hún gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi.“ Ráðist að fjölmiðlafólki með tilhæfulausum ásökunum Sigríður Dögg heldur áfram, en Blaðamannafélag Íslands hefur efnt til sérstaks átaks sem miðar að því að leiðrétta ýmsar ranghugmyndir um fjölmiðla. Hún segir þetta því miður ekkert einsdæmi, að stjórnmálamenn ráðist gegn fjölmiðlum sem þeim eru ekki þóknanlegir. „Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur um árabil markvisst grafið undan fjölmiðlum sem honum mislíkar. Afleiðingarnar eru grafalvarlegar fyrir fjölmiðlafrelsi og lýðræðið, ekki einungis í Bandaríkjunum, heldur heiminum öllum, því valdamenn í öðrum löndum hafa, bæði meðvitað og ómeðvitað, tekið upp orðræðu Trump heima fyrir með misalvarlegum afleiðingum.“ Með því að kalla ákveðna blaðamenn „óvini fólksins“ hefur Trump gefið valdamönnum skotleyfi sem vilja þagga niður í fjölmiðlum sem þóknast þeim ekki. Þrátlátt tal Trumps og um falsfréttamiðla hefur grafið undan trausti á fjölmiðlum.vísir/getty „Orðræðan, fyrirlitningin og árásirnar sem heimurinn hefur orðið vitni að af hálfu Trump í garð tiltekinna fjölmiðla hafa orðið til þess að stjórnmálamenn, og fleiri, leyfa sér í mun meira mæli en áður að ráðast að fjölmiðlafólki með tilhæfulausum ásökunum. Mörkin hafa færst til. Blaðamönnum eru gerðar upp sakir um hlutdrægni, að baki fréttum þeirra séu annarlegar hvatir, það sé handbendi eigenda fjölmiðlafyrirtækjanna, stjórnmálafla, hagsmuna og þar fram eftir götunum.“ Grafa markvisst undan fjölmiðlafrelsinu Og þessar árásir virka að sögn formanns BÍ: „Eftir því sem almenningur heyrir oftar í kjörnum fulltrúum sem úthúða blaðamönnum og fjölmiðlum, því líklegra er að fólk missi trú á fjölmiðlum og blaðamennsku. Sérstaklega í ljósi þess að árásirnar eru einhliða. Fjölmiðlar og blaðamenn geta alla jafna ekki með góðu móti varið sig gegn tilteknum stjórnmálamönnum, þótt verið sé jafnvel að ráðast á þá beint.“ Sigríður Dögg segir Ingu sjálfa hafa, í viðtali við Vísi, bent á að fjölmiðar eigi að spyrja gagnrýnna spurninga. „Þá er hún varla að meina að þeir eigi eingöngu að spyrja gagnrýnna spurninga sem henni eru þóknanlegar? Er hún þá ekki um leið að grafa undan fjölmiðlafrelsinu - sem er nú þegar mun lakara á Íslandi en hinum Norðurlöndunum?“ spyr Sigríður Dögg.
Fjölmiðlar Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags og húsnæðismálaráðherra, brást ókvæða við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins um styrki til flokksins, en talsverður styr hefur staðið um þau mál. 20. febrúar 2025 11:08 Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið. 29. janúar 2025 09:30 Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Skrifstofa Alþingis hefur staðfest að Flokkur fólksins uppfylli ekki skilyrði fyrir úthlutun fjárstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur þegið 240 milljónir króna þrátt fyrir að vera enn skráður sem „félagasamtök“ í fyrirtækjaskrá. 21. janúar 2025 06:27 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags og húsnæðismálaráðherra, brást ókvæða við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins um styrki til flokksins, en talsverður styr hefur staðið um þau mál. 20. febrúar 2025 11:08
Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið. 29. janúar 2025 09:30
Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Skrifstofa Alþingis hefur staðfest að Flokkur fólksins uppfylli ekki skilyrði fyrir úthlutun fjárstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur þegið 240 milljónir króna þrátt fyrir að vera enn skráður sem „félagasamtök“ í fyrirtækjaskrá. 21. janúar 2025 06:27