Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Aron Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2025 08:00 Martin Hermannsson í baráttunni í Laugardalshöll. Vísir/Anton Brink Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlin, gæti hafa fundið mjög svo óvænta lausn á meiðslum sem hafa verið að plaga hann að undanförnu. Með því að skipta um körfuboltaskó hefur hann ekki fundið til í margar vikur en málið er þar með ekki svo auðveldlega úr sögunni. Í viðtali í setti hjá RÚV eftir sigurinn frækna gegn Tyrkjum á sunnudaginn síðastliðinn, sem tryggði Íslandi sæti á EM í sumar, sagði Martin frá því hvernig hann hefði allt í einu ekki fundið fyrir meiðslum í hásin sem höfðu verið að plaga hann vikurnar fyrir landsliðsverkefnið og taldi hann að lausnin gæti falist í því að hafa skipt um þá skó sem hann spilar í. Þannig er mál með vexti að hjá félagsliði sínu Alba Berlin í Þýskalandi er Martin skyldugur til þess að spila í Adidas skóm sökum styrktar samnings fyrirtækisins við félagið. Staðan hins vegar gjörbreytist þegar að Martin spilar með landsliðinu þar sem að hann getur spilað í Nike skóm sökum persónulegs styrktar samnings síns við það fyrirtæki. Vinstra megin á umræddri samsettri mynd má sjá Martin í Nike skóm í leik með íslenska landsliðinu gegn Tyrklandi á dögunum. Hægra megin má sjá hann í leik með Alba Berlin í Euroleague í Adidas skómVísir/Samsett mynd „Það er ekkert leyndarmál. Ég hef verið í þvílíku veseni síðustu tvo til þrjá mánuði með hásinina,“ segir Martin í samtali við íþróttadeild. „Búinn að fara í endalaust af sprautum, myndatökur, hitta sérfræðinga og það gat enginn útskýrt af hverju þetta var að gerast. Þetta var bara einn punktur á hásininni, því hásinin sjálf var í frábærum málum. Bara einhver vökvi sem var að safnast saman þarna á einum stað og enginn skildi af hverju. Fyrir svona tveimur vikum síðan skipti ég um skó, hef verið í Nike skónum mínum í þessu landsliðsverkefni og ekki fundið fyrir neinu. Vonandi er þetta bara útskýringin en væri á sama tíma alveg galið. Að vera búinn að spila í þrjá mánuði að drepast en hefði bara þurft að skipta um skó. Reglan er þannig að ég þarf að spila í Adidas skóm með félagsliði mínu þar sem að liðið er með styrktar samning við Adidas. Samningurinn er þannig að ég hef ekkert val. En Nike-ið mitt, ég myndi ekki skipta því út fyrir neitt annað. Nike gerir kraftaverk.“ Það verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu hjá Martin úti í Þýskalandi með Alba Berlin í Adidas skónum og hvort að hann fari að finna til í hásininni aftur. Næsti leikur liðsins er í Euroleague á föstudaginn næstkomandi. Landslið karla í körfubolta Þýski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Líf atvinnumannsins er ekki alltaf dans á rósum. Landsliðsfyrirliðinn í körfubolta, Martin Hermannsson, spilar sem atvinnumaður með liði Alba Berlin í Þýskalandi og meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum. Þá býr hann fjarri fjölskyldu sinni úti í Þýskalandi. 25. febrúar 2025 12:03 Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Martin Hermannsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, segir leikinn gegn Tyrkjum þar sem að landsliðið tryggði sæti sitt á EM með skemmtilegustu leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Hins vegar fór umræðan um liðið fyrir leikinn fyrir brjóstið á honum. 25. febrúar 2025 07:31 Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að. 24. febrúar 2025 08:30 Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótið í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Strákarnir okkar þurftu sigur í kvöld til að tryggja sætið og kláruðu verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. Ísland byrjaði leikinn stórkostlega og sigurinn varð aldrei tvísýnn. 23. febrúar 2025 21:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Í viðtali í setti hjá RÚV eftir sigurinn frækna gegn Tyrkjum á sunnudaginn síðastliðinn, sem tryggði Íslandi sæti á EM í sumar, sagði Martin frá því hvernig hann hefði allt í einu ekki fundið fyrir meiðslum í hásin sem höfðu verið að plaga hann vikurnar fyrir landsliðsverkefnið og taldi hann að lausnin gæti falist í því að hafa skipt um þá skó sem hann spilar í. Þannig er mál með vexti að hjá félagsliði sínu Alba Berlin í Þýskalandi er Martin skyldugur til þess að spila í Adidas skóm sökum styrktar samnings fyrirtækisins við félagið. Staðan hins vegar gjörbreytist þegar að Martin spilar með landsliðinu þar sem að hann getur spilað í Nike skóm sökum persónulegs styrktar samnings síns við það fyrirtæki. Vinstra megin á umræddri samsettri mynd má sjá Martin í Nike skóm í leik með íslenska landsliðinu gegn Tyrklandi á dögunum. Hægra megin má sjá hann í leik með Alba Berlin í Euroleague í Adidas skómVísir/Samsett mynd „Það er ekkert leyndarmál. Ég hef verið í þvílíku veseni síðustu tvo til þrjá mánuði með hásinina,“ segir Martin í samtali við íþróttadeild. „Búinn að fara í endalaust af sprautum, myndatökur, hitta sérfræðinga og það gat enginn útskýrt af hverju þetta var að gerast. Þetta var bara einn punktur á hásininni, því hásinin sjálf var í frábærum málum. Bara einhver vökvi sem var að safnast saman þarna á einum stað og enginn skildi af hverju. Fyrir svona tveimur vikum síðan skipti ég um skó, hef verið í Nike skónum mínum í þessu landsliðsverkefni og ekki fundið fyrir neinu. Vonandi er þetta bara útskýringin en væri á sama tíma alveg galið. Að vera búinn að spila í þrjá mánuði að drepast en hefði bara þurft að skipta um skó. Reglan er þannig að ég þarf að spila í Adidas skóm með félagsliði mínu þar sem að liðið er með styrktar samning við Adidas. Samningurinn er þannig að ég hef ekkert val. En Nike-ið mitt, ég myndi ekki skipta því út fyrir neitt annað. Nike gerir kraftaverk.“ Það verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu hjá Martin úti í Þýskalandi með Alba Berlin í Adidas skónum og hvort að hann fari að finna til í hásininni aftur. Næsti leikur liðsins er í Euroleague á föstudaginn næstkomandi.
Landslið karla í körfubolta Þýski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Líf atvinnumannsins er ekki alltaf dans á rósum. Landsliðsfyrirliðinn í körfubolta, Martin Hermannsson, spilar sem atvinnumaður með liði Alba Berlin í Þýskalandi og meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum. Þá býr hann fjarri fjölskyldu sinni úti í Þýskalandi. 25. febrúar 2025 12:03 Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Martin Hermannsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, segir leikinn gegn Tyrkjum þar sem að landsliðið tryggði sæti sitt á EM með skemmtilegustu leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Hins vegar fór umræðan um liðið fyrir leikinn fyrir brjóstið á honum. 25. febrúar 2025 07:31 Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að. 24. febrúar 2025 08:30 Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótið í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Strákarnir okkar þurftu sigur í kvöld til að tryggja sætið og kláruðu verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. Ísland byrjaði leikinn stórkostlega og sigurinn varð aldrei tvísýnn. 23. febrúar 2025 21:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
„Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Líf atvinnumannsins er ekki alltaf dans á rósum. Landsliðsfyrirliðinn í körfubolta, Martin Hermannsson, spilar sem atvinnumaður með liði Alba Berlin í Þýskalandi og meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum. Þá býr hann fjarri fjölskyldu sinni úti í Þýskalandi. 25. febrúar 2025 12:03
Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Martin Hermannsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, segir leikinn gegn Tyrkjum þar sem að landsliðið tryggði sæti sitt á EM með skemmtilegustu leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Hins vegar fór umræðan um liðið fyrir leikinn fyrir brjóstið á honum. 25. febrúar 2025 07:31
Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að. 24. febrúar 2025 08:30
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótið í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Strákarnir okkar þurftu sigur í kvöld til að tryggja sætið og kláruðu verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. Ísland byrjaði leikinn stórkostlega og sigurinn varð aldrei tvísýnn. 23. febrúar 2025 21:00