Viðskipti innlent

At­vinnu­leysi eykst

Árni Sæberg skrifar
Hagstofan hefur birt tölur yfir atvinnuleysi, sem eykst verulega milli mánaða.
Hagstofan hefur birt tölur yfir atvinnuleysi, sem eykst verulega milli mánaða. Vísir/Hanna Andrésdóttir

Í janúar 2025 voru 11.300 atvinnulausir samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra var 4,8 prósent, sem er aukning um heila prósentu milli mánaða.

Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að hlutfall starfandi hafi verið 78,1 prósent og atvinnuþátttaka 82,0 prósent. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi hafi aukist um eitt prósentustig á milli mánaða. Hlutfall starfandi hafi  lækkað um 0,7 prósentustig en atvinnuþátttaka hafi aukist lítillega eða um 0,1 prósentustig. Mælt atvinnuleysi í janúar hafi verið 5,2 prósent, mæld atvinnuþátttaka 82 prósent og hlutfall starfandi hafi samkvæmt mælingu verið 77,8 prósent.

Í byrjun febrúar hafi Hagstofan birt greinargerð um endurskoðun á mannfjölda í vinnumarkaðsrannsókn aftur til ársins 2011 og nú hafi allar tölur rannsóknarinnar mánaðar-, ársfjórðungs- og árstölur verið uppfærðar til samræmis við endurskoðaðan mannfjölda. Greinargerðina má lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×