Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Aron Guðmundsson skrifar 27. febrúar 2025 09:04 Daníel Ingi Egilsson, Íslandsmethafi í langstökki, hefur sitt hvað að segja um hugmyndir sem hafa verið viðraðar um breytingar á langstökki. Vísir/Sigurjón „Mér finnst hún alveg út í hött,“ segir Íslandsmethafi í langstökki, Daníel Ingi Egilsson, um hugmynd sem hefur verið viðruð af Alþjóða frjálsíþróttasambandinu sem myndi valda töluverðum breytingum á greininni. Daníel segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu sjálfu. Hugmyndir Alþjóða frjálsíþróttasambandsins snúa að því að breyta útfærslunni á stökksvæðinu sjálfu í langstökki, nánar tiltekið plankanum sjálfum. Breytingar sem myndu valda því að langstökkvararnir hefðu stærra svæði til að stökkva á. Núverandi plankinn, sem hefur verið við lýði til fjölda ára samanstendur af þrjátíu sentímetra svæði þar sem að langstökkvarar fá tuttugu sentímetra af hvítu svæði til þess að stökkva af til að stökkið teljist gilt. Í framhaldi af sentímetrunum tuttugu tekur við tíu sentímetra svæði í öðrum lit sem er svæði sem myndi gera stökkið ógilt ef stokkið er þaðan. Núverandi útfærsla á plankanum í langstökki Næðu hugmyndir Alþjóða frjálsíþróttasambandsins fram að ganga yrði núverandi planka hent í burtu og við tæki fjörutíu sentímetra stökksvæði sem langstökkvarar mættu stökkva innan til þess að framkvæma gilt stökk. „Þá verða líklegast einhverjir nemar í plankanum eða laser-ar sem myndu mæla frá fremsta hluta táarinnar sem fer síðust af plankanum til aftasta hluta sem lendir í sandinum. Þá eru þau komin með nákvæmari mælingu á stökkinu,“ segir Íslandsmethafinn í langstökki, Daníel Ingi Egilsson, sem er ekki hrifinn af hugmyndum sambandsins. Svona myndi stökksvæðið líta út ef hugmyndir Alþjóða frjálsíþróttasambandsins næðu fram að ganga. Útfærslan var prófuð á móti í Dusseldorf á dögunumVísir/Getty „Ég persónulega er alls ekki hlynntur þessari breytingu. Mér finnst hún í raun alveg út í hött þar sem að þú ert í rauninni að breyta greininni töluvert. Alþjóða frjálsíþróttasambandið er ekki að taka mikið til greina söguna á bakvið íþróttina. Þeir eru meira að hugsa um hvað áhorfandinn vill sjá, hvað verið er að biðja um í gegnum samfélagsmiðla og annað. Sem maður getur svo sem skilið miðað við hvernig samfélagið okkar er í dag. Það er í raun engin virðing borin fyrir íþróttafólkinu sjálfu í þessu.“ Tekur eiginleikann frá stökkvaranum „Frjálsar íþróttir eru búnar að vera við lýði síðan að Ólympíuleikarnir voru stofnaðir um 1800 og eitthvað. Plankinn hefur verið sá sami síðan. Íþróttin okkar snýst um að hlaupa sem hraðast og taka á loft í stökkinu á þessum tuttugu sentímetrum sem við höfum til þess að stökkva. Fegurðin við íþróttina er að ef þú getir ógilt, stígur einhverja tíu sentímetra yfir og færir þig aftur um tíu sentímetra ertu kominn með gilt stökk. Þú ert í raun að taka eiginleikann okkar, sem við höfum æft og þjálfað upp til margra ára, í burtu frá okkur. Því með þessum breytingum myndum við bara geta neglt á þetta og stokkið. Þú ert í raun að taka aðlögunina í burtu því við þurfum að aðlaga okkur að plankanum til að gera gilt stökk.“ Breyting sem myndi breyta töluverðu varðandi það hvernig Daníel Ingi og aðrir nálgast sín stökk. „Í rauninni. þannig því þá ertu kominn með stærra svæði til þess að stökkva á heldur en núna. Því núna þarftu að vera nákvæmari á plankanum. Það eru ekkert margir sem hafa þann eiginleika að geta verið stöðugir og nákvæmir á plankanum. Ef við horfum á stökkseríur í keppnum keppni. Þá eru sumir að gera fjögur stökk ógild en bara tvö gild. Svo eru aðrir sem taka öll sex stökkin gild. Þá ertu strax kominn með og sérð að þessi sem er að taka sex stökk gild hefur þann eiginleika að gera allt gilt og stökkva akkúrat á þessu tuttugu sentímetra svæði heldur en hinn sem er búinn að gera fjögur ógild og nær bara tveimur gildum. Þetta snýst líka um það hvernig við æfum og þjálfum okkur í því að hitta á plankann.“ „Viljum ekki hafa þetta svona“ Mikið kurr hefur verið í heimi langstökkvara undanfarið vegna þessara hugmynda en nú þegar er búið að prufukeyra þær á tveimur innanhúss mótum. Annars vegar í Dusseldorf og síðan í París fyrir stuttu síðan. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá hef ég ekki hitt einn einasta mann vera hlynntur þessari breytingu af þeim sem að ég þekki. Það segir sig dálítið sjálft að við íþróttamennirnir viljum ekki hafa þetta svona því spennan í sportinu snýr meðal annars að því hvort við náum að gera gilt stökk. Auðvitað skilur maður hugmyndina út frá því sjónarmiði að þú viljir fækka ógildum stökkum en þetta hefur verið hluti af íþróttinni í þúsundir ára. Þetta er svona svipað eins og þú værir í fótbolta og ætlar að reyna fá fleiri mörk í leikinn. Þú ákveður því að stækka mörkin. Þá ertu búinn að gera leikinn auðveldari fyrir sóknarmennina en erfiðari fyrir markmennina.“ Hræddur um að af þessu verði En nái þessar hugmyndir fram að ganga, hvað ætlar Daníel að gera þá? „Það verður náttúrulega erfitt að aðlagast breytingunni og maður verður náttúrulega fúll til að byrja með. Á endanum sættir maður sig örugglega við þetta en þetta myndi að mínu mati drepa alla stemninguna í kringum íþróttina. Einhverjir hafa sagst ætla að hætta ef þetta verður gert svona. Það er aldrei að vita nema fleiri taki undir það.“ Telurðu að þessar hugmyndir verði að veruleika? „Ég eiginlega bara veit það ekki. Ég er afskaplega hræddur um að þeir geri það. Því þeir hafa alveg farið í algjörar steypu breytingar í íþróttinni. Það er erfitt að segja til um það hvað þeir eiga eftir að gera.“ Viðtalið við Daníel í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Kurr í Íslandsmethafanum sökum mögulegra breytinga Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Daníel stórbætti þrjátíu ára Íslandsmet Jóns Arnars Daníel Ingi Egilsson varð í dag Norðurlandameistari í langstökki á nýju Íslandsmeti. Hann stórbætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni. 19. maí 2024 14:01 Fór í gegnum djúpa dali áður en hann slátraði Íslandsmetinu Langstökkvarinn Daníel Ingi Egilsson gekk í gegnum djúpa dali meðan hann glímdi við meiðsli, en missti aldrei trúna. Hann kom sá og sigraði á Norðurlandamótinu síðustu helgi og stórbætti 20 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar. 25. maí 2024 09:01 Daníel og Irma taka spennandi stökk: „Maður vill ekki lifa í eftirsjá eftir ferilinn“ Tvö af okkar fremsta frjálsíþróttafólki. Stökkvararnir Daníel Ingi Egilsson og Irma Gunnarsdóttir. Hefja fljótlega þjálfun hjá hinum reynslumikla og sigursælaYannick Tregaro og taka skrefið í atvinnumennskuna. Daníel hvetur fólk til að elta drauma sína líkt og hann geri núna og aldrei gefast upp. 1. október 2024 09:31 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Hugmyndir Alþjóða frjálsíþróttasambandsins snúa að því að breyta útfærslunni á stökksvæðinu sjálfu í langstökki, nánar tiltekið plankanum sjálfum. Breytingar sem myndu valda því að langstökkvararnir hefðu stærra svæði til að stökkva á. Núverandi plankinn, sem hefur verið við lýði til fjölda ára samanstendur af þrjátíu sentímetra svæði þar sem að langstökkvarar fá tuttugu sentímetra af hvítu svæði til þess að stökkva af til að stökkið teljist gilt. Í framhaldi af sentímetrunum tuttugu tekur við tíu sentímetra svæði í öðrum lit sem er svæði sem myndi gera stökkið ógilt ef stokkið er þaðan. Núverandi útfærsla á plankanum í langstökki Næðu hugmyndir Alþjóða frjálsíþróttasambandsins fram að ganga yrði núverandi planka hent í burtu og við tæki fjörutíu sentímetra stökksvæði sem langstökkvarar mættu stökkva innan til þess að framkvæma gilt stökk. „Þá verða líklegast einhverjir nemar í plankanum eða laser-ar sem myndu mæla frá fremsta hluta táarinnar sem fer síðust af plankanum til aftasta hluta sem lendir í sandinum. Þá eru þau komin með nákvæmari mælingu á stökkinu,“ segir Íslandsmethafinn í langstökki, Daníel Ingi Egilsson, sem er ekki hrifinn af hugmyndum sambandsins. Svona myndi stökksvæðið líta út ef hugmyndir Alþjóða frjálsíþróttasambandsins næðu fram að ganga. Útfærslan var prófuð á móti í Dusseldorf á dögunumVísir/Getty „Ég persónulega er alls ekki hlynntur þessari breytingu. Mér finnst hún í raun alveg út í hött þar sem að þú ert í rauninni að breyta greininni töluvert. Alþjóða frjálsíþróttasambandið er ekki að taka mikið til greina söguna á bakvið íþróttina. Þeir eru meira að hugsa um hvað áhorfandinn vill sjá, hvað verið er að biðja um í gegnum samfélagsmiðla og annað. Sem maður getur svo sem skilið miðað við hvernig samfélagið okkar er í dag. Það er í raun engin virðing borin fyrir íþróttafólkinu sjálfu í þessu.“ Tekur eiginleikann frá stökkvaranum „Frjálsar íþróttir eru búnar að vera við lýði síðan að Ólympíuleikarnir voru stofnaðir um 1800 og eitthvað. Plankinn hefur verið sá sami síðan. Íþróttin okkar snýst um að hlaupa sem hraðast og taka á loft í stökkinu á þessum tuttugu sentímetrum sem við höfum til þess að stökkva. Fegurðin við íþróttina er að ef þú getir ógilt, stígur einhverja tíu sentímetra yfir og færir þig aftur um tíu sentímetra ertu kominn með gilt stökk. Þú ert í raun að taka eiginleikann okkar, sem við höfum æft og þjálfað upp til margra ára, í burtu frá okkur. Því með þessum breytingum myndum við bara geta neglt á þetta og stokkið. Þú ert í raun að taka aðlögunina í burtu því við þurfum að aðlaga okkur að plankanum til að gera gilt stökk.“ Breyting sem myndi breyta töluverðu varðandi það hvernig Daníel Ingi og aðrir nálgast sín stökk. „Í rauninni. þannig því þá ertu kominn með stærra svæði til þess að stökkva á heldur en núna. Því núna þarftu að vera nákvæmari á plankanum. Það eru ekkert margir sem hafa þann eiginleika að geta verið stöðugir og nákvæmir á plankanum. Ef við horfum á stökkseríur í keppnum keppni. Þá eru sumir að gera fjögur stökk ógild en bara tvö gild. Svo eru aðrir sem taka öll sex stökkin gild. Þá ertu strax kominn með og sérð að þessi sem er að taka sex stökk gild hefur þann eiginleika að gera allt gilt og stökkva akkúrat á þessu tuttugu sentímetra svæði heldur en hinn sem er búinn að gera fjögur ógild og nær bara tveimur gildum. Þetta snýst líka um það hvernig við æfum og þjálfum okkur í því að hitta á plankann.“ „Viljum ekki hafa þetta svona“ Mikið kurr hefur verið í heimi langstökkvara undanfarið vegna þessara hugmynda en nú þegar er búið að prufukeyra þær á tveimur innanhúss mótum. Annars vegar í Dusseldorf og síðan í París fyrir stuttu síðan. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá hef ég ekki hitt einn einasta mann vera hlynntur þessari breytingu af þeim sem að ég þekki. Það segir sig dálítið sjálft að við íþróttamennirnir viljum ekki hafa þetta svona því spennan í sportinu snýr meðal annars að því hvort við náum að gera gilt stökk. Auðvitað skilur maður hugmyndina út frá því sjónarmiði að þú viljir fækka ógildum stökkum en þetta hefur verið hluti af íþróttinni í þúsundir ára. Þetta er svona svipað eins og þú værir í fótbolta og ætlar að reyna fá fleiri mörk í leikinn. Þú ákveður því að stækka mörkin. Þá ertu búinn að gera leikinn auðveldari fyrir sóknarmennina en erfiðari fyrir markmennina.“ Hræddur um að af þessu verði En nái þessar hugmyndir fram að ganga, hvað ætlar Daníel að gera þá? „Það verður náttúrulega erfitt að aðlagast breytingunni og maður verður náttúrulega fúll til að byrja með. Á endanum sættir maður sig örugglega við þetta en þetta myndi að mínu mati drepa alla stemninguna í kringum íþróttina. Einhverjir hafa sagst ætla að hætta ef þetta verður gert svona. Það er aldrei að vita nema fleiri taki undir það.“ Telurðu að þessar hugmyndir verði að veruleika? „Ég eiginlega bara veit það ekki. Ég er afskaplega hræddur um að þeir geri það. Því þeir hafa alveg farið í algjörar steypu breytingar í íþróttinni. Það er erfitt að segja til um það hvað þeir eiga eftir að gera.“ Viðtalið við Daníel í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Kurr í Íslandsmethafanum sökum mögulegra breytinga
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Daníel stórbætti þrjátíu ára Íslandsmet Jóns Arnars Daníel Ingi Egilsson varð í dag Norðurlandameistari í langstökki á nýju Íslandsmeti. Hann stórbætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni. 19. maí 2024 14:01 Fór í gegnum djúpa dali áður en hann slátraði Íslandsmetinu Langstökkvarinn Daníel Ingi Egilsson gekk í gegnum djúpa dali meðan hann glímdi við meiðsli, en missti aldrei trúna. Hann kom sá og sigraði á Norðurlandamótinu síðustu helgi og stórbætti 20 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar. 25. maí 2024 09:01 Daníel og Irma taka spennandi stökk: „Maður vill ekki lifa í eftirsjá eftir ferilinn“ Tvö af okkar fremsta frjálsíþróttafólki. Stökkvararnir Daníel Ingi Egilsson og Irma Gunnarsdóttir. Hefja fljótlega þjálfun hjá hinum reynslumikla og sigursælaYannick Tregaro og taka skrefið í atvinnumennskuna. Daníel hvetur fólk til að elta drauma sína líkt og hann geri núna og aldrei gefast upp. 1. október 2024 09:31 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Daníel stórbætti þrjátíu ára Íslandsmet Jóns Arnars Daníel Ingi Egilsson varð í dag Norðurlandameistari í langstökki á nýju Íslandsmeti. Hann stórbætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni. 19. maí 2024 14:01
Fór í gegnum djúpa dali áður en hann slátraði Íslandsmetinu Langstökkvarinn Daníel Ingi Egilsson gekk í gegnum djúpa dali meðan hann glímdi við meiðsli, en missti aldrei trúna. Hann kom sá og sigraði á Norðurlandamótinu síðustu helgi og stórbætti 20 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar. 25. maí 2024 09:01
Daníel og Irma taka spennandi stökk: „Maður vill ekki lifa í eftirsjá eftir ferilinn“ Tvö af okkar fremsta frjálsíþróttafólki. Stökkvararnir Daníel Ingi Egilsson og Irma Gunnarsdóttir. Hefja fljótlega þjálfun hjá hinum reynslumikla og sigursælaYannick Tregaro og taka skrefið í atvinnumennskuna. Daníel hvetur fólk til að elta drauma sína líkt og hann geri núna og aldrei gefast upp. 1. október 2024 09:31
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti