Óbólusett barn lést vegna mislinga Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2025 21:01 Frá Covenant barnasjúkrahúsinu í Lubbock Texas, þar sem umrætt barn dó. AP/Mary Conlon Ráðamenn í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að ungt og óbólusett barn hefði látið lífið vegna mislinga. Þetta er fyrsta dauðsfallið í mislingafaraldri í Texas sem hófst í lok síðasta mánaðar og fyrsta dauðsfallið vegna mislinga í Bandaríkjunum frá 2015. Í heildina er vitað til þess að 124 hafi smitast í níu sýslum Texas. Þar að auki eru níu smitaðir af mislingum í Nýju Mexíkó, samkvæmt AP fréttaveitunni. Heilbrigðismálayfirvöld í Texas gáfu út í dag að barnið hefði verið flutt á sjúkrahús í síðustu viku en frekari upplýsingar hafa ekki borist. Faraldurinn í Texas er sá stærsti í ríkinu í tæpa þrjá áratugi. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að ráðuneytið væri að fylgjast með ástandinu, sem hann lýsti sem „ekki óeðlilegu“. Kennedy, sem hefur lengi dreift samsæriskenningum um bóluefni, lýsti því yfir fyrr í þessum mánuði að nefnd myndi taka bólusetningar gegn mislingum og öðrum sjúkdómum til skoðunar. Hlutfall bólusettra barna hefur dregist saman í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Flest ríki eru komin undir 95 prósenta hlutafall barna á leikskólaaldri en það hlutfall er talið mikilvægt til að mynda hjarðofnæmi. AP segir þennan faraldur í Texas að mestu bundinn við samfélag strangtrúaðra mennoníta. Texas Tribune hefur eftir embættismönnum að margir hafi látið bólsetja sig á svæðinu þar sem faraldurinn geisar á undanförnum dögum. Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir RFK verður heilbrigðisráðherra Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. 13. febrúar 2025 16:30 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Í heildina er vitað til þess að 124 hafi smitast í níu sýslum Texas. Þar að auki eru níu smitaðir af mislingum í Nýju Mexíkó, samkvæmt AP fréttaveitunni. Heilbrigðismálayfirvöld í Texas gáfu út í dag að barnið hefði verið flutt á sjúkrahús í síðustu viku en frekari upplýsingar hafa ekki borist. Faraldurinn í Texas er sá stærsti í ríkinu í tæpa þrjá áratugi. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að ráðuneytið væri að fylgjast með ástandinu, sem hann lýsti sem „ekki óeðlilegu“. Kennedy, sem hefur lengi dreift samsæriskenningum um bóluefni, lýsti því yfir fyrr í þessum mánuði að nefnd myndi taka bólusetningar gegn mislingum og öðrum sjúkdómum til skoðunar. Hlutfall bólusettra barna hefur dregist saman í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Flest ríki eru komin undir 95 prósenta hlutafall barna á leikskólaaldri en það hlutfall er talið mikilvægt til að mynda hjarðofnæmi. AP segir þennan faraldur í Texas að mestu bundinn við samfélag strangtrúaðra mennoníta. Texas Tribune hefur eftir embættismönnum að margir hafi látið bólsetja sig á svæðinu þar sem faraldurinn geisar á undanförnum dögum.
Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir RFK verður heilbrigðisráðherra Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. 13. febrúar 2025 16:30 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
RFK verður heilbrigðisráðherra Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. 13. febrúar 2025 16:30