Innlent

Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
4D5126AF30729659639C6E1B127B0E2FFB7182108FB5B60115B023CFA7A93E5F_713x0

Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Þingvallavegi síðastliðinn fimmtudag, var búsettur á Selfossi og hét Kristján Júlíusson. Hann lætur eftir sig konu og þrjú börn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi sem vottar aðstandendum samúð sína. Kristján var 43 ára gamall og ók steypubíl þegar slysið varð.

Rannsókn slyssins er sögð vel á veg komin.

Vinir og vandamenn Kristjáns hafa efnt til söfnunar fyrir fjölskyldu Kristjáns til að létta undir með henni á þessum erfiðu tímum. Eigandi reikningsins er Selma Hrönn Vilhjálmsdóttir eiginkona og barnsmóðir Kristjáns.

Reikningsnúmerið er 0325-26-012499 og kennitala: 130987-2499.


Tengdar fréttir

Banaslys á Þingvallavegi

Ökumaður steypubifreiðar lést í umferðaslysi á Þingvallavegi í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×