Innlent

Bein út­sending: Lands­fundur Sjálf­stæðis­flokksins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarni Benediktsson formaður flokksins setur landsfund Sjálfstæðisflokksins á föstudegi og verður kvaddur á laugardegi. Á sunnudaginn kemur í ljós hver tekur við formennsku í flokknum.
Bjarni Benediktsson formaður flokksins setur landsfund Sjálfstæðisflokksins á föstudegi og verður kvaddur á laugardegi. Á sunnudaginn kemur í ljós hver tekur við formennsku í flokknum. Vísir/Vilhelm

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur klukkan 16:30 í dag og lýkur á sunnudag þegar í ljós kemur hver verður næsti formaður flokksins. Öllum ræðum á fundinum verður streymt í beinni útsendingu.

Að neðan má sjá spilara fyrir þá viðburði sem streymt verður frá hvern dag.

Föstudagur

Kl. 16:30 Setningarræða Bjarna Benediktssonar formanns

Laugardagur

Kl. 10:30-10:45 Skýrsla ritara

Kl. 10:45-11:00 Skýrsla framkvæmdastjóra

Kl. 11:45-12:00 Ræða varaformanns

Kl. 13:00-14:30 Formaður kvaddur

Kl. 14:30 Ræður frambjóðenda til formanns, varaformanns og ritara

Sunnudagur

Kl. 11:30 Kosning til formanns, varaformanns og ritara

Talið er líklegt að úrslitin um formann verði kynnt á milli kl. 12:30 og 13:00. Kosning í varaformann um klukkustund síðar og svo kosning í ritara flokksins.

Eftir hádegið eru ræður formanna landssambanda

Kl. 17:00 Ávarp formanns og áætluð fundarslit

Að neðan má sjá dagskrá fundarins.

Dagskrá landsfundar Sjálfstæðisflokksins.


Tengdar fréttir

Hvernig skiptast fylkingarnar?

Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×