Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Jón Þór Stefánsson skrifar 1. mars 2025 07:02 Efnin voru í bala. Myndin er úr safni. Getty Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa í vörslum sínum tæplega 6,6 kíló af amfetamíni og tæp 900 grömm af kókaíni. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að mennirnir hafi haft efnin í vörslum sínum um nokkurra daga skeið í nóvember. Lögreglan lagði hald á efnin við húsleit á dvalarstað mannanna, sem eru báðir erlendir, í Reykjavík. Efnin eru sögð hafa verið til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Í gæsluvarðhaldsúrskurðum í málinu segir frá því að lögreglan hafi haft eftirlit með öðrum mannanna frá 9. nóvember síðastliðnum, eftir að hann kom hingað til lands. Nokkrum dögum seinna, þann 13. nóvember, hafi lögreglan séð manninn koma úr lyftu íbúðarhúsnæðisins þar sem hann hafði dvalið ásamt öðrum manni, þeim sem er líka ákærður. Tvímenningarnir hafi þá farið í verslunarferð og keypt bæði matvörur og nitril-plasthanska, en í úrskurðinum segir að þeir séu oft notaðir við meðhöndlun fíkniefna. Fullt af hvítum efnum blöstu við lögreglu Á meðan mennirnir voru að versla fór lögreglan inn í íbúð þeirra, en markmiðið var að koma fyrir eftirlitsbúnaði en hún var komin með heimild frá héraðsdómi til þess. Aðkoma lögreglunnar í íbúðinni er lýst þannig í úrskurðinum að þegar þeir hafi talsvert magn hvítra efna í duftformi blasað við þeim. Það eru efnin sem þeir eru ákærðir fyrir að hafa verið með í vörslum sínum. Samkvæmt matsgerð rannsóknarstofu í lyfja og eiturefnafræði við Háskóla Íslands reyndist styrkur amfetamínbasans vera á bilinu 11 til 14 prósent, sem samsvarar 15 til 19 prósent af amfetamínsúlfati. Styrkur kókaínsins hafi verið á bilinu 83 til 84 prósent sem samsvarar 92 til 94 prósent af kókaínklóríði. Þegar mennirnir sneru aftur í íbúðina voru þeir handteknir. Í úrskurðinum segir að í íbúðinni hafi einnig fundust 2,5 milljónir króna í reiðufé, sem var falið í náttborðsskúffu svefnherbergis íbúðarinnar. Jafnframt hafi verið lagt hald á stílabók í náttborðsskúffunni sem búið var að skrifa í ýmislegt sem er talið tengjast aðkomu mannanna að málinu. Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að mennirnir hafi haft efnin í vörslum sínum um nokkurra daga skeið í nóvember. Lögreglan lagði hald á efnin við húsleit á dvalarstað mannanna, sem eru báðir erlendir, í Reykjavík. Efnin eru sögð hafa verið til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Í gæsluvarðhaldsúrskurðum í málinu segir frá því að lögreglan hafi haft eftirlit með öðrum mannanna frá 9. nóvember síðastliðnum, eftir að hann kom hingað til lands. Nokkrum dögum seinna, þann 13. nóvember, hafi lögreglan séð manninn koma úr lyftu íbúðarhúsnæðisins þar sem hann hafði dvalið ásamt öðrum manni, þeim sem er líka ákærður. Tvímenningarnir hafi þá farið í verslunarferð og keypt bæði matvörur og nitril-plasthanska, en í úrskurðinum segir að þeir séu oft notaðir við meðhöndlun fíkniefna. Fullt af hvítum efnum blöstu við lögreglu Á meðan mennirnir voru að versla fór lögreglan inn í íbúð þeirra, en markmiðið var að koma fyrir eftirlitsbúnaði en hún var komin með heimild frá héraðsdómi til þess. Aðkoma lögreglunnar í íbúðinni er lýst þannig í úrskurðinum að þegar þeir hafi talsvert magn hvítra efna í duftformi blasað við þeim. Það eru efnin sem þeir eru ákærðir fyrir að hafa verið með í vörslum sínum. Samkvæmt matsgerð rannsóknarstofu í lyfja og eiturefnafræði við Háskóla Íslands reyndist styrkur amfetamínbasans vera á bilinu 11 til 14 prósent, sem samsvarar 15 til 19 prósent af amfetamínsúlfati. Styrkur kókaínsins hafi verið á bilinu 83 til 84 prósent sem samsvarar 92 til 94 prósent af kókaínklóríði. Þegar mennirnir sneru aftur í íbúðina voru þeir handteknir. Í úrskurðinum segir að í íbúðinni hafi einnig fundust 2,5 milljónir króna í reiðufé, sem var falið í náttborðsskúffu svefnherbergis íbúðarinnar. Jafnframt hafi verið lagt hald á stílabók í náttborðsskúffunni sem búið var að skrifa í ýmislegt sem er talið tengjast aðkomu mannanna að málinu.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira