Innlent

Bjarni kveður, gervi­greind nýtt í barna­níð og bílastæðagjöld

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Sögulegur landsfundur Sjálfstæðisflokksins var settur í dag. Formannsslagurinn stendur í fyrsta sinn á milli tveggja kvenna og Bjarni Benediktsson flutti kveðjuræðu sína sem formaður flokksins nú síðdegis. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá Valhöll þar sem Sjálfstæðismenn í Reykjavík verða saman komnir, hittum landsfundargesti og athugum hvort þeir hafi gert upp hug sinn og heyrum í Bjarna Benediktssyni sem segist nú stiginn út af hinu pólitíska sviði.

Málum þar sem gervigreind kemur við sögu fer fjölgandi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Karlmaður var í vikunni handtekinn vegna gruns um vörslu á slíku efni. Við ræðum við yfirlögregluþjón um þessa óhugnalegu þróun.

Þá fáum við álit forsætisráðherra á nýgerðum kjarasamningum kennara, kíkjum í flugstöðina á Keflavík þar sem verið er að hækka gjöld fyrir skammtímastæði auk þess sem Magnús Hlynur kynnir sér nýja Náttúrufræðistofnun. Þá hittum við þjálfarann Þórir Hergeirsson sem liggur undir feldi varðandi framtíð sína í handboltanum.

ÞEtta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×