„Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. febrúar 2025 21:41 DeAndre Kane í baráttunni gegn Remu Raitanen. Vísir/Hulda Margrét DeAndre Kane átti frábæran leik fyrir Grindvíkinga í 101-91 sigri á Keflavík í Smáranum í kvöld. Kane var magnaður á báðum endum vallarins og hann viðurkenndi í viðtali eftir leik að leikir gegn Keflavík skiptu meira máli en aðrir leikir. „Þriggja vikna frí og leikir gegn Keflavík eru alltaf skemmtilegir leikir og þeir mæta með mikinn karakter. Við vissum að við þyrftum að verja heimavöllinn eftir að hafa tapað síðasta leik,“ sagði Kane í viðtali eftir leik. „Við ætluðum að mæta til leiks og vera öflugir frá byrjun til enda. Setja skotin, spila vörn og gefa allt í leikinn. Við gerðum það og unnum.“ Kane fór þó ekkert fram úr sér þrátt fyrir sigurinn enda leikur Grindavíkur langt frá því að vera gallalaus í kvöld. „Við tökum bara einn leik í einu. Við erum ekki að horfa á þriðja leikinn eða leikinn þar á undan. Við tökum næsta leik og höldum áfram þaðan. Við erum ekki að horfa á úrslitakeppnina, við viljum enda deildina vel. Byggja upp liðsanda og stilla okkur vel saman.“ Kane mætti í viðtalið með blóðuga vör eftir harða baráttu í leiknum. „Algjörlega, þetta er ekki neitt. Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður. Þetta er ekki neitt.“ Kane skoraði 27 stig í leiknum í kvöld. Hann tók þar að auki 10 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 4 boltum. Fimm stjörnu frammistaða og þar að auki setti hann tvö stór þriggja stiga skot á gríðarlega mikilvægu augnabliki í fjórða leikhluta. „Það var mjög mikilvægt eftir að hafa klúðrað fjórum vítum og skotið tveimur loftboltum. Þeir voru að skipta mikið og hann bakkaði niður. Ég þurfti að skjóta með sjálfstrausti og setti nokkur niður.“ DeAndre Kane spilaði best allra í Smáranum.Vísir/Hulda Margrét Kane tók nokkra unga Grindvíkinga með sér í viðtalið og vildi með því borga til baka fyrir góðan stuðning í kvöld. „Þetta eru strákarnir mínir, þeir styðja okkur alltaf. Við getum ekki unnið án þeirra og þess vegna tók ég þá með mér.“ Bónus-deild karla Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Sjá meira
„Þriggja vikna frí og leikir gegn Keflavík eru alltaf skemmtilegir leikir og þeir mæta með mikinn karakter. Við vissum að við þyrftum að verja heimavöllinn eftir að hafa tapað síðasta leik,“ sagði Kane í viðtali eftir leik. „Við ætluðum að mæta til leiks og vera öflugir frá byrjun til enda. Setja skotin, spila vörn og gefa allt í leikinn. Við gerðum það og unnum.“ Kane fór þó ekkert fram úr sér þrátt fyrir sigurinn enda leikur Grindavíkur langt frá því að vera gallalaus í kvöld. „Við tökum bara einn leik í einu. Við erum ekki að horfa á þriðja leikinn eða leikinn þar á undan. Við tökum næsta leik og höldum áfram þaðan. Við erum ekki að horfa á úrslitakeppnina, við viljum enda deildina vel. Byggja upp liðsanda og stilla okkur vel saman.“ Kane mætti í viðtalið með blóðuga vör eftir harða baráttu í leiknum. „Algjörlega, þetta er ekki neitt. Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður. Þetta er ekki neitt.“ Kane skoraði 27 stig í leiknum í kvöld. Hann tók þar að auki 10 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 4 boltum. Fimm stjörnu frammistaða og þar að auki setti hann tvö stór þriggja stiga skot á gríðarlega mikilvægu augnabliki í fjórða leikhluta. „Það var mjög mikilvægt eftir að hafa klúðrað fjórum vítum og skotið tveimur loftboltum. Þeir voru að skipta mikið og hann bakkaði niður. Ég þurfti að skjóta með sjálfstrausti og setti nokkur niður.“ DeAndre Kane spilaði best allra í Smáranum.Vísir/Hulda Margrét Kane tók nokkra unga Grindvíkinga með sér í viðtalið og vildi með því borga til baka fyrir góðan stuðning í kvöld. „Þetta eru strákarnir mínir, þeir styðja okkur alltaf. Við getum ekki unnið án þeirra og þess vegna tók ég þá með mér.“
Bónus-deild karla Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli