Innlent

Fordæmalaus staða milli banda­lags­ríkja og spennan magnast á lands­fundi

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vilhelm

Fordæmalaus staða er komin upp í samskiptum Bandaríkjanna og Evrópu eftir hitafund í Hvíta húsinu í gær. Leiðtogar Evrópuríkja hittast á fundi í Lundúnum á morgun til að þétta raðirnar í öryggis- og varnarmálum.

Farið verður yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við utanríkisráðherra í beinni. 

Fréttastofan leit einnig við á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag og fylgdist með framboðsræðum þeirra sem freista þess að taka við formennsku í flokknum. Óhætt er að segja að mikil spenna ríki fyrir úrslitunum sem munu liggja fyrir á morgun. 

Ungt fólk nýtti tækifærið og kynnti sér það námsframboð sem er í boði á háskóladeginum sem haldinn var í þremur háskólum á höfuðborgarsvæðinu. Í fréttatímanum hittum við einnig mann á níræðisaldri sem Hann lætur hvorki aldur ná dapra sjón stoppa sig við að iðka áhugamál sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×