Farið verður yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við utanríkisráðherra í beinni.
Fréttastofan leit einnig við á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag og fylgdist með framboðsræðum þeirra sem freista þess að taka við formennsku í flokknum. Óhætt er að segja að mikil spenna ríki fyrir úrslitunum sem munu liggja fyrir á morgun.
Ungt fólk nýtti tækifærið og kynnti sér það námsframboð sem er í boði á háskóladeginum sem haldinn var í þremur háskólum á höfuðborgarsvæðinu. Í fréttatímanum hittum við einnig mann á níræðisaldri sem Hann lætur hvorki aldur ná dapra sjón stoppa sig við að iðka áhugamál sín.