Lífið

Eiður Smári og Halla Vil­hjálms í skíðaævintýri

Jón Þór Stefánsson skrifar
Halla og Eiður eiga það sameiginlegt að hafa  búið lengi í Bretlandi.
Halla og Eiður eiga það sameiginlegt að hafa búið lengi í Bretlandi.

Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti knattspyrnumaður Íslandssögunnar, er í skíðaferð í Sviss ásamt Höllu Vilhjálmsdóttur Koppel, leikkonu og verðbréfamiðlara. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þau verið að hittast undanfarið.

Vinur þeirra, Gunnlaugur Elsuson, deildi mynd á Instagram af skíðahóp þar sem að sjá mátti í bæði Eið og Höllu.

Skíðaævintýrið fer fram skammt frá bænum Zermatt. Frá skíðasvæðinu má sjá eitt frægasta fjall Evrópu, Matterhorn, sem margir þekkja sem Toblerone-fjallið.

Eiður og Halla eiga það sameiginlegt að hafa bæði búið um árabil í Bretlandi. Á ferli sínum í knattspyrnunni spilaði Eiður með þónokkrum enskum liðum, en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Chelsea frá aldamótum til ársins 2006.

Halla bjó lengi ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum í Bretlandi, en þar störfuðu þau hjónin bæði í bankageiranum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.