Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar 5. mars 2025 21:02 Til umræðu á Alþingi er nýtt tekjuöflunarfyrirkomulag ríkisins til að standa undir vegakerfinu. Þetta er stórt skref í átt að sjálfbærri, sanngjarnri og gagnsærri skattlagningu ökutækja og umferðar á Íslandi. Nýja kerfið sem er í daglegu talið kallað kílómetragjald er mikilvægt svar við þeirri áskorun að tryggja stöðugar tekjur til vegakerfisins í ljósi hraðrar þróunar í orkuskiptum og breyttra samgangna. Það kemur ekki í stað nýrra skatta heldur endurskipuleggur tekjuöflun ríkissjóðs af ökutækjum á sanngjarnari og gegnsærri hátt. Síðasta ríkisstjórn hóf þessa vegferð árið 2021 til að bregðast við þeirri staðreynd að tekjur ríkissjóðs af ökutækjum og eldsneyti hafa rýrnað umtalsvert og munu halda áfram að fjara út. Ástæðurnar eru góðar. Fjölgun rafbíla og sparneytnari bifreiða á vegunum krefjast þess að við endurskoðum hvernig við fjármögnun vegakerfið. Þrátt fyrir breytingar á samsetningu ökutækjaflota þjóðarinnar breytist ekki sú staðreynd að við þurfum áfram að fjármagna viðhald og uppbyggingu vega. Fjármálaáætlun ríkisins gerir ráð fyrir að 1,7% af öllum tekjum ríkissjóðs komi af ökutækjum og umferð. Á nýlegu þingi Samtaka iðnaðarins kom fram að viðhaldsskuldin í vegakerfinu er 200 milljarðar króna, og þar eru ótaldar allar nauðsynlegu nýframkvæmdirnar sem ráðast þarf í. Kílómetragjaldið er leið til að tryggja áframhaldandi fjármögnun á sanngjarnan hátt.Ef það verður samþykkt á Alþingi þá verðjur gjaldið lagt á öll ökutæki með svipuðu fyrirkomulagi og hefur þegar verið tekið upp fyrir rafbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla frá janúar 2024. Frá 1. júlí 2025 munu öll ökutæki greiða kílómetragjald sem byggist á eknum kílómetrum. Bílar undir 3,5 tonnum munu greiða 6,7 krónur á hvern ekinn kílómetra. Jafnframt verður öllum öðrum gjöldum á jarðefnaeldsneyti, nema kolefnisgjaldinu, aflétt, sem leiðir til þess að bensín og dísilolía lækka umtalsvert í verði. Samhliða þessari breytingu er þó lögð til hækkun á kolefnisgjaldi um 25%, sem áður hækkaði um 60% undir lok síðasta árs. Markmiðið með því er að viðhalda fjárhagslegum hvötum til að skipta yfir í vistvænni orkugjafa. Umræða og gagnrýni Kílómetragjaldið, eins og vænta mátti, hefur vakið töluverða umræðu. Það er eðlilegt því bíllinn er þarfur þjónn landsmanna, og allir hafa skoðun á gjaldtöku af umferð. Hér er tæpt á nokkrum atriðum sem hafa verið í umræðunni og svör við þeim. Áhyggjur af verðhækkunum á eldsneyti. Sumir hafa haft áhyggjur af því að olíufélögin nýti tækifærið til að auka framlegð sína. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur átt í samtali við ASÍ um eftirlit með verðlagningu jarðefnaeldsneytis, og ráðherra mun veita frekari innsýn í þau mál í umræðum um frumvarpið. Rafbílar missa skattalegt forskot. Bent hefur verið á að rafbílar muni nú greiða sama kílómetragjald og bílar sem brenna jarðefnaeldsneyti. Áfram verður þó hagstæðara að aka rafbíl, bæði vegna lægri rekstrarkostnaðar og vegna hækkunar kolefnisgjalds, sem gerir notkun jarðefnaeldsneytis dýrari. Reikningar ráðuneytisins sýna að grunnrekstrarkostnaður rafmagnsbíls verður áfram 14.000 krónum lægri á mánuði en sambærilegs bensínbíls. Af hverju greiða allir bílar undir 3,5 tonnum sama gjald? Útreikningar sýna að munurinn á vegsliti bíla sem vega 2 tonn og 3,5 tonn er hverfandi. Þess vegna þótti ekki rétt að gera gjaldamun á þessum flokkum, enda hefði slíkur munur verið óverulegur og getað leitt til ósanngjarnra afleiðinga, m.a. fyrir rafbíla. Kílómetragjaldið sem landsbyggðarskattur. Sumir hafa gagnrýnt að nýtt gjaldkerfi muni sérstaklega hækka flutningskostnað um landið. Það er hins vegar rangt að allir vörubílar muni hækka í gjöldum. Aðeins allra stærstu vörubílarnir með aftanívagna munu greiða meira, en þar er verið að leiðrétta óeðlilega lága skattlagningu á þyngstu tengivagnana. Hingað til hefur t.d. 18 tonna eftirvagn greitt nánast það sama og venjulegur rafbíll. Mun þetta hækka rekstrarkostnað meðalbílsins? Ekki almennt. Breytingarnar hafa verið stilltar þannig af að áhrifin á meðal-fólksbílinn verða lítil. Bílar sem eyða um 7,5 lítrum á 100 km munu greiða svipað í nýja kerfinu og í því gamla. Á ársgrundvelli munu breytingarnar skipta fólki aðeins nokkrum þúsund krónum, ýmist til hækkunar eða lækkunar, eftir eyðslu. Af hverju erum við að breyta kerfinu? Á árunum 2006 til 2023 lækkuðu tekjur ríkisins af olíu- og bensíngjöldum um 43%. Þessi þróun er óumflýjanleg og áframhaldandi. Með innleiðingu þessa kerfis er verið að ljúka við þá vegferð sem fyrri ríkisstjórn hóf um breytta gjaldtöku af umferð. Kerfið sem verið er að innleiða hefur reynst vel fyrir rafbíla, þar sem 55.000 bílar eru nú þegar skráðir í það. Það er óumflýjanlegt að breyta tekjuöflunarkerfinu, en það hefur verið gert með varfærnum hætti þar sem jafnvægi er haldið milli skattlagningar og hagrænna hvata til orkuskipta. Að lokum Framkvæmd gjaldtöku og skráningar á rafbílum hefur gengið vel, og með þessari breytingu tryggjum við áframhaldandi fjármögnun vegakerfisins á sanngjarnan og sjálfbæran hátt. Kerfið er ekki skattahækkun, heldur einföldun og leiðrétting á núverandi ósamræmi. Það verður alltaf hægt að finna einhvern hóp sem kemur verr út úr nýja kerfinu en gamla kerfinu, en núverandi kerfi er líka langt frá því að vera fullkomið. Það er réttlætismál að allir greiði í samræmi við notkun sína á vegakerfinu. Með þessu kerfi tryggjum við framtíðartekjur til vegagerðar á Íslandi á gagnsæjan og réttlátan hátt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Bílar Vegtollar Kílómetragjald Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Arna Lára Jónsdóttir Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Til umræðu á Alþingi er nýtt tekjuöflunarfyrirkomulag ríkisins til að standa undir vegakerfinu. Þetta er stórt skref í átt að sjálfbærri, sanngjarnri og gagnsærri skattlagningu ökutækja og umferðar á Íslandi. Nýja kerfið sem er í daglegu talið kallað kílómetragjald er mikilvægt svar við þeirri áskorun að tryggja stöðugar tekjur til vegakerfisins í ljósi hraðrar þróunar í orkuskiptum og breyttra samgangna. Það kemur ekki í stað nýrra skatta heldur endurskipuleggur tekjuöflun ríkissjóðs af ökutækjum á sanngjarnari og gegnsærri hátt. Síðasta ríkisstjórn hóf þessa vegferð árið 2021 til að bregðast við þeirri staðreynd að tekjur ríkissjóðs af ökutækjum og eldsneyti hafa rýrnað umtalsvert og munu halda áfram að fjara út. Ástæðurnar eru góðar. Fjölgun rafbíla og sparneytnari bifreiða á vegunum krefjast þess að við endurskoðum hvernig við fjármögnun vegakerfið. Þrátt fyrir breytingar á samsetningu ökutækjaflota þjóðarinnar breytist ekki sú staðreynd að við þurfum áfram að fjármagna viðhald og uppbyggingu vega. Fjármálaáætlun ríkisins gerir ráð fyrir að 1,7% af öllum tekjum ríkissjóðs komi af ökutækjum og umferð. Á nýlegu þingi Samtaka iðnaðarins kom fram að viðhaldsskuldin í vegakerfinu er 200 milljarðar króna, og þar eru ótaldar allar nauðsynlegu nýframkvæmdirnar sem ráðast þarf í. Kílómetragjaldið er leið til að tryggja áframhaldandi fjármögnun á sanngjarnan hátt.Ef það verður samþykkt á Alþingi þá verðjur gjaldið lagt á öll ökutæki með svipuðu fyrirkomulagi og hefur þegar verið tekið upp fyrir rafbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla frá janúar 2024. Frá 1. júlí 2025 munu öll ökutæki greiða kílómetragjald sem byggist á eknum kílómetrum. Bílar undir 3,5 tonnum munu greiða 6,7 krónur á hvern ekinn kílómetra. Jafnframt verður öllum öðrum gjöldum á jarðefnaeldsneyti, nema kolefnisgjaldinu, aflétt, sem leiðir til þess að bensín og dísilolía lækka umtalsvert í verði. Samhliða þessari breytingu er þó lögð til hækkun á kolefnisgjaldi um 25%, sem áður hækkaði um 60% undir lok síðasta árs. Markmiðið með því er að viðhalda fjárhagslegum hvötum til að skipta yfir í vistvænni orkugjafa. Umræða og gagnrýni Kílómetragjaldið, eins og vænta mátti, hefur vakið töluverða umræðu. Það er eðlilegt því bíllinn er þarfur þjónn landsmanna, og allir hafa skoðun á gjaldtöku af umferð. Hér er tæpt á nokkrum atriðum sem hafa verið í umræðunni og svör við þeim. Áhyggjur af verðhækkunum á eldsneyti. Sumir hafa haft áhyggjur af því að olíufélögin nýti tækifærið til að auka framlegð sína. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur átt í samtali við ASÍ um eftirlit með verðlagningu jarðefnaeldsneytis, og ráðherra mun veita frekari innsýn í þau mál í umræðum um frumvarpið. Rafbílar missa skattalegt forskot. Bent hefur verið á að rafbílar muni nú greiða sama kílómetragjald og bílar sem brenna jarðefnaeldsneyti. Áfram verður þó hagstæðara að aka rafbíl, bæði vegna lægri rekstrarkostnaðar og vegna hækkunar kolefnisgjalds, sem gerir notkun jarðefnaeldsneytis dýrari. Reikningar ráðuneytisins sýna að grunnrekstrarkostnaður rafmagnsbíls verður áfram 14.000 krónum lægri á mánuði en sambærilegs bensínbíls. Af hverju greiða allir bílar undir 3,5 tonnum sama gjald? Útreikningar sýna að munurinn á vegsliti bíla sem vega 2 tonn og 3,5 tonn er hverfandi. Þess vegna þótti ekki rétt að gera gjaldamun á þessum flokkum, enda hefði slíkur munur verið óverulegur og getað leitt til ósanngjarnra afleiðinga, m.a. fyrir rafbíla. Kílómetragjaldið sem landsbyggðarskattur. Sumir hafa gagnrýnt að nýtt gjaldkerfi muni sérstaklega hækka flutningskostnað um landið. Það er hins vegar rangt að allir vörubílar muni hækka í gjöldum. Aðeins allra stærstu vörubílarnir með aftanívagna munu greiða meira, en þar er verið að leiðrétta óeðlilega lága skattlagningu á þyngstu tengivagnana. Hingað til hefur t.d. 18 tonna eftirvagn greitt nánast það sama og venjulegur rafbíll. Mun þetta hækka rekstrarkostnað meðalbílsins? Ekki almennt. Breytingarnar hafa verið stilltar þannig af að áhrifin á meðal-fólksbílinn verða lítil. Bílar sem eyða um 7,5 lítrum á 100 km munu greiða svipað í nýja kerfinu og í því gamla. Á ársgrundvelli munu breytingarnar skipta fólki aðeins nokkrum þúsund krónum, ýmist til hækkunar eða lækkunar, eftir eyðslu. Af hverju erum við að breyta kerfinu? Á árunum 2006 til 2023 lækkuðu tekjur ríkisins af olíu- og bensíngjöldum um 43%. Þessi þróun er óumflýjanleg og áframhaldandi. Með innleiðingu þessa kerfis er verið að ljúka við þá vegferð sem fyrri ríkisstjórn hóf um breytta gjaldtöku af umferð. Kerfið sem verið er að innleiða hefur reynst vel fyrir rafbíla, þar sem 55.000 bílar eru nú þegar skráðir í það. Það er óumflýjanlegt að breyta tekjuöflunarkerfinu, en það hefur verið gert með varfærnum hætti þar sem jafnvægi er haldið milli skattlagningar og hagrænna hvata til orkuskipta. Að lokum Framkvæmd gjaldtöku og skráningar á rafbílum hefur gengið vel, og með þessari breytingu tryggjum við áframhaldandi fjármögnun vegakerfisins á sanngjarnan og sjálfbæran hátt. Kerfið er ekki skattahækkun, heldur einföldun og leiðrétting á núverandi ósamræmi. Það verður alltaf hægt að finna einhvern hóp sem kemur verr út úr nýja kerfinu en gamla kerfinu, en núverandi kerfi er líka langt frá því að vera fullkomið. Það er réttlætismál að allir greiði í samræmi við notkun sína á vegakerfinu. Með þessu kerfi tryggjum við framtíðartekjur til vegagerðar á Íslandi á gagnsæjan og réttlátan hátt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar