Fótbolti

„Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Enrique var mjög kátur eftir sigur sinna manna á Anfield í kvöld.
Luis Enrique var mjög kátur eftir sigur sinna manna á Anfield í kvöld. AP/Dave Thompson

Luis Enrique og lærisveinar hans í Paris Saint Germain eru komnir áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið Liverpool 4-1 í vítakeppni á Anfield í kvöld.

„Það skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna. Mér fannst bæði lið eiga skilið að fara áfram,“ sagði Luis Enrique eftir leikinn.

„Við vorum betri í París og þeir voru betri í þessum leik. Lið mitt sýndi mikinn persónuleika og karakter á Anfield. Andrúmsloftið var frábært og þetta var mjög erfitt fyrir okkur,“ sagði Enrique.

„Þegar það varð ljóst að Liverpool og PSG myndu mætast þá hugsuðu báðir stjórarnir það sama: Að þetta yrðu bestu leikirnir í boði í Evrópu,“ sagði Enrique.

„Meistaradeildin hefur ekkert með stöðugleika að gera. Þú verður að vera frábær á réttum tímapunktunum. Við þjáðumst mikið. Það er alltaf þannig að fótboltinn tekur frá þér en gefur þér líka eitthvað líka,“ sagði Enrique.


Tengdar fréttir

„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði sínu liði þrátt fyrir tap á móti Paris Saint Germain á Anfield í kvöld. Liverpool er úr leik eftir 1-0 tap í leiknum og 4-1 tap í vítaspyrnukeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×