Maður á sjötugsaldri fannst þungt haldinn eftir barsmíðar í Gufunesi í gær. Hann lést af sárum sínum skömmu eftir komuna á sjúkrahús. Í fréttatímanum verður rætt við lögregluna á Suðurlandi sem fer með rannsókn málsins, en hinn látni var búsettur í Ölfusi.
Einnig fjöllum við um kosningarnar á Grænlandi sem fram fóru í gær en þar urðu úrslit nokkuð óvænt.
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að Íslendingar geti orðið fyrir óbeinum áhrifum af tollum Bandaríkjaforseta en í morgun tóku gildi flatur tollur á allt innflutt stál og ál til Bandaríkjanna.
Í íþróttafréttum er það landsleikur í handbolta gegn Grikkjum sem fær mesta plássið en við heyrum í landsliðsþjálfaranum í tímanum.