Króatía vann Tékkland með sex marka mun, 35-29, eftir að staðan var jöfn í hálfleik 18-18. Báðar þjóðir höfðu unnið tvo fyrstu leiki sína í undankeppninni en Belgía og Lúxemborg eru einnig í riðlinum.
Króatíska liðið er því að byggja ofan á góða frammistöðu sína á HM en Tékkarnir urðu í nítjánda sæti á heimsmeistaramótinu.
Þetta var greinilega frábær hálfleiksræða hjá Degi Sigurðssyni, landsliðsþjálfara Króatíu, í kvöld því hans menn skoruðu sjö fyrstu mörk seinni hálfleiksins.
Staðan var eins og áður sagði 18-18 í hálfleik en eftir sjö mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin 25-18 fyrir Króata. Eftir það voru Krótarnir með örugga forystu til leiksloka.
Krótar náðu mest níu marka forystu í þessum frábæra seinni hálfleik liðsins en Tékkarnir lögðuðu örlítið stöðuna undir lokin.
Tin Lucin, sem spilar með Nexe Nasice í Króatíu, átti frábæran leik og skoraði níu mörk úr ellefu skotum í leiknum.