Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2025 20:02 Tryggvi Helgason er barnalæknir við Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins. Vísir/Bjarni Rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum glíma við offitu sem er vaxandi vandamál hér á landi. Hlutfallið er hærra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Sjötíu börn bíða nú eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins en aukafjárveiting hefur orðið til þess að unnt er að stytta biðlista. Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins aðstoðar fjölskyldur barna með offitu með þverfaglegum leiðum. Sem stendur eru sjötíu börn á biðlista en á dögunum tryggði heilbrigðisráðherra Heilsuskólanum aukalega þrjátíu og sex milljónir til að stytta biðlistann. Tryggvi Helgason, barnalæknir í Heilsuskólanum fagnar stuðningnum ákaft. „Heilsuskólinn var kominn í þá stöðu að það voru allt of margir sem biðu eftir meðferð og það var orðinn fimmtán mánaða bið sem núna er búið að stytta niður í tíu mánuði.“ Tryggvi segir algengi offitu hjá börnum hafa aukist ár frá ári og jafnframt að hún sé meiri en á hinum Norðurlöndunum. „Við erum nær Bretum, Bandaríkjunum og Suður-Evrópu heldur en Norður-Evrópu og Norðurlöndunum. Það hefur verið nokkuð stöðugt, um það bil fimm prósent barna með offitu en undanfarin sex ár hefur þetta aukist upp í sjö og hálft prósent barna þannig að fjöldinn er um það bil fimm þúsund sem er með offitu, myndi maður áætla,“ segir Tryggvi. Um það bil fimmtíu börn í Heilsuskólanum nota þyngdarstjórnunarlyf á borð við Ozempic. „Lyfið hefur hjálpað mörgum sem hefur ekki tekist með öðrum hætti að snúa þróuninni við, það eru börnin sem við höfum notað lyfin á. Stundum eru þau notuð til stuðnings ef komnir eru alvarlegir fylgisjúkdómar, en í flestum tilvikum reynum við annað fyrst og svo eru lyfin viðbótarmöguleiki.“ Tryggvi segir fjöldann allan af mýtum um offitu og of mikið um einfaldanir. Það sem virki fyrir einn þurfi alls ekki að virka fyrir annan. Orsakir offitu séu fjölmargar og lausnir til að vinna á offitu séu það líka. „Það er seddustjórnunarkerfi líkamans sem sér um að við borðum passlega, þau geta verið biluð hjá sumum og öðrum ekki. Þetta er ekkert í almannaþekkingu og þá verða til mýtur.“ Tryggvi segir íslenskt samfélag þurfa á stórtækum breytingum að halda til að snúa þróuninni við. „Það eru komnir snjallsímar, tölvur og það eru komnar lausnir sem einfalda okkur lífið og auka kyrrsetuna. Það er grunnatriðið sem er búið að breytast. Við erum farin að borða meira af iðnaðarmat, framleiddum mat og svo framvegis. En svo eru hlutir eins og að það er of lítill svefn, það er of lítil samvera með fjölskyldu og líka stórfjölskyldu og svo framvegis.“ Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02 Meira en milljarður manna þjáist af offitu Meira en milljarður manna út um allan heim þjáist af offitu og tíðnin meðal barna hefur fjórfaldast á síðustu 32 árum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem skoðað var hvernig BMI-stuðullinn í 190 ríkjum hefur breyst frá árinu 1990. 1. mars 2024 07:13 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira
Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins aðstoðar fjölskyldur barna með offitu með þverfaglegum leiðum. Sem stendur eru sjötíu börn á biðlista en á dögunum tryggði heilbrigðisráðherra Heilsuskólanum aukalega þrjátíu og sex milljónir til að stytta biðlistann. Tryggvi Helgason, barnalæknir í Heilsuskólanum fagnar stuðningnum ákaft. „Heilsuskólinn var kominn í þá stöðu að það voru allt of margir sem biðu eftir meðferð og það var orðinn fimmtán mánaða bið sem núna er búið að stytta niður í tíu mánuði.“ Tryggvi segir algengi offitu hjá börnum hafa aukist ár frá ári og jafnframt að hún sé meiri en á hinum Norðurlöndunum. „Við erum nær Bretum, Bandaríkjunum og Suður-Evrópu heldur en Norður-Evrópu og Norðurlöndunum. Það hefur verið nokkuð stöðugt, um það bil fimm prósent barna með offitu en undanfarin sex ár hefur þetta aukist upp í sjö og hálft prósent barna þannig að fjöldinn er um það bil fimm þúsund sem er með offitu, myndi maður áætla,“ segir Tryggvi. Um það bil fimmtíu börn í Heilsuskólanum nota þyngdarstjórnunarlyf á borð við Ozempic. „Lyfið hefur hjálpað mörgum sem hefur ekki tekist með öðrum hætti að snúa þróuninni við, það eru börnin sem við höfum notað lyfin á. Stundum eru þau notuð til stuðnings ef komnir eru alvarlegir fylgisjúkdómar, en í flestum tilvikum reynum við annað fyrst og svo eru lyfin viðbótarmöguleiki.“ Tryggvi segir fjöldann allan af mýtum um offitu og of mikið um einfaldanir. Það sem virki fyrir einn þurfi alls ekki að virka fyrir annan. Orsakir offitu séu fjölmargar og lausnir til að vinna á offitu séu það líka. „Það er seddustjórnunarkerfi líkamans sem sér um að við borðum passlega, þau geta verið biluð hjá sumum og öðrum ekki. Þetta er ekkert í almannaþekkingu og þá verða til mýtur.“ Tryggvi segir íslenskt samfélag þurfa á stórtækum breytingum að halda til að snúa þróuninni við. „Það eru komnir snjallsímar, tölvur og það eru komnar lausnir sem einfalda okkur lífið og auka kyrrsetuna. Það er grunnatriðið sem er búið að breytast. Við erum farin að borða meira af iðnaðarmat, framleiddum mat og svo framvegis. En svo eru hlutir eins og að það er of lítill svefn, það er of lítil samvera með fjölskyldu og líka stórfjölskyldu og svo framvegis.“
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02 Meira en milljarður manna þjáist af offitu Meira en milljarður manna út um allan heim þjáist af offitu og tíðnin meðal barna hefur fjórfaldast á síðustu 32 árum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem skoðað var hvernig BMI-stuðullinn í 190 ríkjum hefur breyst frá árinu 1990. 1. mars 2024 07:13 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira
Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02
Meira en milljarður manna þjáist af offitu Meira en milljarður manna út um allan heim þjáist af offitu og tíðnin meðal barna hefur fjórfaldast á síðustu 32 árum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem skoðað var hvernig BMI-stuðullinn í 190 ríkjum hefur breyst frá árinu 1990. 1. mars 2024 07:13