Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. mars 2025 11:46 Alma Möller, heilbrigðisráðherra, segir að mikilvægt sé að stytta biðlista fyrir börn og þess vegna ákvað hún að veita Heilsuskólnum aukafjárveitingu. Með henni tókst að stytta fimmtán mánaða biðlista niður í tíu mánuði. Vísir/einar Heilbrigðisráðherra segir brýnt að stytta bið fyrir börn og því hún ákveðið að styðja við Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins sem styður við börn með offitu. Hún hyggst skipa starfshóp sem er falið að kortleggja nýjar áskoranir í lýðheilsu barna. Á dögunum hlaut Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins aukafjárveitingu upp á 36 milljónir króna. Heilsuskólinn býður börnum með offitu, og fjölskyldum þeirra, upp á þverfaglega þjónustu. Í kvöldfréttum Stöðva 2 var rætt við barnalækni sem starfar hjá Heilsuskólanum sem sagði okkur að um sjötíu börn væru á biðlista eftir þjónustunni. „Þeir hafa verið að lengjast og Heilsuskólinn er með fína þverfaglega meðferð fyrir þessi börn og við ætlumst líka til að þau séu bakhjarl fyrir teymi annars staðar á landinu. Það er til dæmis komin svona móttaka hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og það er mikilvægt að breiða út það sem gengur vel,“ segir Alma Möller, heilbrigðisráðherra. Hlutfall barna með offitu hefur verið að aukast mjög hin síðustu ár og nú er svo komið að 7,5 prósent þeirra eru með offitu. Fimmtíu börn sem eru í þjónustu hjá Heilsuskólanum hafa notað þyngdarstjórnunarlyf á borð við Ozempic sem hefur gefið góða raun hjá þeim börnum sem ekkert annað hefur virkað fyrir. „Við sjáum að börnin okkar eru að þyngjast og það er mjög brýnt að grípa inn í snemma því ofþyngd tengist margskonar heilsufarslegum vandamálum og þetta er auðvitað í góðu samræmi við stefnu ríkisstjórnar um að stytta bið fyrir börn, hvar sem á er litið,“ segir Alma um aukafjárveitinguna. Starfshópur mun kortleggja nýjar áskoranir í lýðheilsu Alma var spurð hvort ekki væri einnig rétt að efla forvarnir og grípa inn í á fyrri stigum. „Jú, það er alveg hárrétt og núna liggur fyrir skýrsla aum offituvandann og hvað þurfi að gera bæði varðandi forvarnir og meðferð. Það er nýkominn til starfa í heilbrigðisráðuneytið verkefnastjóri sem er að fara í gegnum þetta en forvarnir eru svo margt. Það er mikilvægt að fræða um mataræði, auka aðgengi að hollum mat, það eru forvarnir og nú eru orðnar ókeypis skólamáltíðir og lykilatriði að þær séu hollar og svo er það hreyfing og margt, margt fleira.“ „Ég er núna að skipa hóp sem á að kortleggja nýjar áskoranir í lýðheilsu barna og það verður fjallað um þetta sérstaklega, en til dæmis markaðssetning óhollustu gagnvart börnum er í mörgum löndum vandamál,“ segir Alma Möller, heilbrigðisráðherra. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum glíma við offitu sem er vaxandi vandamál hér á landi. Hlutfallið er hærra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Sjötíu börn bíða nú eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins en aukafjárveiting hefur orðið til þess að unnt er að stytta biðlista. 12. mars 2025 20:02 Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58 Kallar eftir aðgerðum vegna aukinnar offitu barna: „Hægt að snúa þróuninni við“ Barnalæknir, sem hefur sérhæft sig í offitu barna, segir nauðsynlegt að við förum að setjast niður og skoða það hvernig hægt sé að breyta lífsvenjum og lífsstíl til þess að snúa þeirri þróun við að sífellt fleiri börn séu með ofþyngd. Hann segir að málið sé flókið og tengist aukin ofþyngd barna ekki aðeins mataræði og hreyfingu. 15. mars 2021 17:51 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Á dögunum hlaut Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins aukafjárveitingu upp á 36 milljónir króna. Heilsuskólinn býður börnum með offitu, og fjölskyldum þeirra, upp á þverfaglega þjónustu. Í kvöldfréttum Stöðva 2 var rætt við barnalækni sem starfar hjá Heilsuskólanum sem sagði okkur að um sjötíu börn væru á biðlista eftir þjónustunni. „Þeir hafa verið að lengjast og Heilsuskólinn er með fína þverfaglega meðferð fyrir þessi börn og við ætlumst líka til að þau séu bakhjarl fyrir teymi annars staðar á landinu. Það er til dæmis komin svona móttaka hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og það er mikilvægt að breiða út það sem gengur vel,“ segir Alma Möller, heilbrigðisráðherra. Hlutfall barna með offitu hefur verið að aukast mjög hin síðustu ár og nú er svo komið að 7,5 prósent þeirra eru með offitu. Fimmtíu börn sem eru í þjónustu hjá Heilsuskólanum hafa notað þyngdarstjórnunarlyf á borð við Ozempic sem hefur gefið góða raun hjá þeim börnum sem ekkert annað hefur virkað fyrir. „Við sjáum að börnin okkar eru að þyngjast og það er mjög brýnt að grípa inn í snemma því ofþyngd tengist margskonar heilsufarslegum vandamálum og þetta er auðvitað í góðu samræmi við stefnu ríkisstjórnar um að stytta bið fyrir börn, hvar sem á er litið,“ segir Alma um aukafjárveitinguna. Starfshópur mun kortleggja nýjar áskoranir í lýðheilsu Alma var spurð hvort ekki væri einnig rétt að efla forvarnir og grípa inn í á fyrri stigum. „Jú, það er alveg hárrétt og núna liggur fyrir skýrsla aum offituvandann og hvað þurfi að gera bæði varðandi forvarnir og meðferð. Það er nýkominn til starfa í heilbrigðisráðuneytið verkefnastjóri sem er að fara í gegnum þetta en forvarnir eru svo margt. Það er mikilvægt að fræða um mataræði, auka aðgengi að hollum mat, það eru forvarnir og nú eru orðnar ókeypis skólamáltíðir og lykilatriði að þær séu hollar og svo er það hreyfing og margt, margt fleira.“ „Ég er núna að skipa hóp sem á að kortleggja nýjar áskoranir í lýðheilsu barna og það verður fjallað um þetta sérstaklega, en til dæmis markaðssetning óhollustu gagnvart börnum er í mörgum löndum vandamál,“ segir Alma Möller, heilbrigðisráðherra.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum glíma við offitu sem er vaxandi vandamál hér á landi. Hlutfallið er hærra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Sjötíu börn bíða nú eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins en aukafjárveiting hefur orðið til þess að unnt er að stytta biðlista. 12. mars 2025 20:02 Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58 Kallar eftir aðgerðum vegna aukinnar offitu barna: „Hægt að snúa þróuninni við“ Barnalæknir, sem hefur sérhæft sig í offitu barna, segir nauðsynlegt að við förum að setjast niður og skoða það hvernig hægt sé að breyta lífsvenjum og lífsstíl til þess að snúa þeirri þróun við að sífellt fleiri börn séu með ofþyngd. Hann segir að málið sé flókið og tengist aukin ofþyngd barna ekki aðeins mataræði og hreyfingu. 15. mars 2021 17:51 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum glíma við offitu sem er vaxandi vandamál hér á landi. Hlutfallið er hærra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Sjötíu börn bíða nú eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins en aukafjárveiting hefur orðið til þess að unnt er að stytta biðlista. 12. mars 2025 20:02
Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58
Kallar eftir aðgerðum vegna aukinnar offitu barna: „Hægt að snúa þróuninni við“ Barnalæknir, sem hefur sérhæft sig í offitu barna, segir nauðsynlegt að við förum að setjast niður og skoða það hvernig hægt sé að breyta lífsvenjum og lífsstíl til þess að snúa þeirri þróun við að sífellt fleiri börn séu með ofþyngd. Hann segir að málið sé flókið og tengist aukin ofþyngd barna ekki aðeins mataræði og hreyfingu. 15. mars 2021 17:51