Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2025 11:38 Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings. Getty/Kayla Bartkowsk Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í gær að hann ætlaði sér að greiða atkvæði með tímabundnu fjárlagafrumvarpi Repúblikana í dag. Þannig dró hann verulega úr líkunum á því að rekstur alríkisins myndi stöðvast á miðnætti en Schumer sagðist telja það skárri kostinn af tveimur slæmum. „Svo það sé á hreinu er frumvarp Repúblikana hræðilegur kostur,“ sagði Schumer. „En ég tel það enn verri kost að leyfa Donald Trump að taka sér enn meiri völd með því að stöðva rekstur ríkisins.“ Til að samþykkja fjárlagafrumvarp þeirra munu Repúblikanar þurfa atkvæði frá átta Demókrötum í öldungadeildinni. Schumer er einungis annar tveggja sem hafa sagst ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu en samkvæmt Washington Post sagði hann fyrr í vikunni að ólíklegt væri að þessi átta atkvæði væru til staðar. Færa Trump vald þingsins á silfurfati Umrætt fjárlagafrumvarp er mjög umdeilt en orðlag í því er mjög loðið og myndi veita Trump umboð varðandi það hvernig fjármunum ríkisins yrði varið. Þingið á að stýra fjárútlátum úr ríkisbuddunni en þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lúffað mjög fyrir Trump á því sviði frá því hann tók við embætti forseta. Demókratar hafa lýst frumvarpinu sem óútfylltri ávísun sem Repúblikanar vilji gefa Trump. Það er að segja að Trump og ríkisstjórn hans myndu geta flutt peninga sem þingið vilji vera til sérstakra verkefna, í allt önnur verkefni sem Trump hefur meiri áhuga á. Gagnrýnendur segja að Repúblikanar séu í raun að færa Trump vald þingsins á silfurfati. Verði frumvarpið samþykkt yrði það í þriðja sinn á þessu fjárlagaári sem þingmenn samþykkja tímabundið fjárlagafrumvarp, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ekkert hefur gengið í að gera frumvarp til langs tíma vegna naums meirihluta Repúblikana í fulltrúadeildinni og deilna innan flokksins. Þetta nýja frumvarp myndi tryggja fjármagn til ríkisreksturs út september. Undir miklum þrýstingi Þó Repúblikanar séu í meirihluta í báðum deildum þingsins og Repúblikani sitji í Hvíta húsinu, hafa þingmenn flokksins og málpípur varið miklu púðri undanfarna daga í að kenna Demókrötum um, komi til þess að stöðva þurfi rekstur ríkisins. Schumher segir öldungadeildarþingmenn undir miklum þrýstingi frá Demókrötum í fulltrúadeildinni og kjósendum um að styðja ekki frumvarpið. Einungis einn þingmaður Demókrataflokksins greiddi atkvæði með frumvarpinu þegar það fór gegnum fulltrúadeildina. Þessi þrýstingur er meðal annars til kominn vegna aðgerða Trumps og Elons Musk þegar kemur að því að leggja niður opinberar stofnanir og segja opinberu starfsfólki upp í þúsunda tali. Schumer segir þó að komi til stöðvunar ríkisreksturs muni Trump geta farð í enn meira niðurrif stofnana og sagt upp enn fleira fólki. Schumer hefur varað Demókrata við því að Repúblikanar vilji stöðva rekstur ríkisins og telji sig geta kennt Demókrötum um það. Stöðvunin gæti staðið yfir í marga mánuði og gert Trump-liðum mun auðveldar að segja fólki upp og loka stofnunum. Í frétt Punchbowl News segir að líklegt sé að Demókratar muni að endingu hjálpa Repúblikönum að koma frumvarpinu gegnum þingið en umfangsmiklar deilur eigi sér stað innan flokksins. Demókratar höfðu krafist þess að þingið setti hömlur á Musk, Doge og Trump en svo virðist sem þeir hafi alfarið gefist upp. Nú eru þeir sagðir munnhöggvast sín á milli. Blaðamenn PN, sem sérhæfa sig í fréttaflutningi af þinginu vestanhafs, segja Demókrata hafa klúðrað málinu algerlega. Þeir hafi ekki beitt þeim vopnum sem þeir höfðu nægjanlega vel og á engum tímapunkti hafi þeim tekist að setja pressu á Repúblikana. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Sjá meira
„Svo það sé á hreinu er frumvarp Repúblikana hræðilegur kostur,“ sagði Schumer. „En ég tel það enn verri kost að leyfa Donald Trump að taka sér enn meiri völd með því að stöðva rekstur ríkisins.“ Til að samþykkja fjárlagafrumvarp þeirra munu Repúblikanar þurfa atkvæði frá átta Demókrötum í öldungadeildinni. Schumer er einungis annar tveggja sem hafa sagst ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu en samkvæmt Washington Post sagði hann fyrr í vikunni að ólíklegt væri að þessi átta atkvæði væru til staðar. Færa Trump vald þingsins á silfurfati Umrætt fjárlagafrumvarp er mjög umdeilt en orðlag í því er mjög loðið og myndi veita Trump umboð varðandi það hvernig fjármunum ríkisins yrði varið. Þingið á að stýra fjárútlátum úr ríkisbuddunni en þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lúffað mjög fyrir Trump á því sviði frá því hann tók við embætti forseta. Demókratar hafa lýst frumvarpinu sem óútfylltri ávísun sem Repúblikanar vilji gefa Trump. Það er að segja að Trump og ríkisstjórn hans myndu geta flutt peninga sem þingið vilji vera til sérstakra verkefna, í allt önnur verkefni sem Trump hefur meiri áhuga á. Gagnrýnendur segja að Repúblikanar séu í raun að færa Trump vald þingsins á silfurfati. Verði frumvarpið samþykkt yrði það í þriðja sinn á þessu fjárlagaári sem þingmenn samþykkja tímabundið fjárlagafrumvarp, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ekkert hefur gengið í að gera frumvarp til langs tíma vegna naums meirihluta Repúblikana í fulltrúadeildinni og deilna innan flokksins. Þetta nýja frumvarp myndi tryggja fjármagn til ríkisreksturs út september. Undir miklum þrýstingi Þó Repúblikanar séu í meirihluta í báðum deildum þingsins og Repúblikani sitji í Hvíta húsinu, hafa þingmenn flokksins og málpípur varið miklu púðri undanfarna daga í að kenna Demókrötum um, komi til þess að stöðva þurfi rekstur ríkisins. Schumher segir öldungadeildarþingmenn undir miklum þrýstingi frá Demókrötum í fulltrúadeildinni og kjósendum um að styðja ekki frumvarpið. Einungis einn þingmaður Demókrataflokksins greiddi atkvæði með frumvarpinu þegar það fór gegnum fulltrúadeildina. Þessi þrýstingur er meðal annars til kominn vegna aðgerða Trumps og Elons Musk þegar kemur að því að leggja niður opinberar stofnanir og segja opinberu starfsfólki upp í þúsunda tali. Schumer segir þó að komi til stöðvunar ríkisreksturs muni Trump geta farð í enn meira niðurrif stofnana og sagt upp enn fleira fólki. Schumer hefur varað Demókrata við því að Repúblikanar vilji stöðva rekstur ríkisins og telji sig geta kennt Demókrötum um það. Stöðvunin gæti staðið yfir í marga mánuði og gert Trump-liðum mun auðveldar að segja fólki upp og loka stofnunum. Í frétt Punchbowl News segir að líklegt sé að Demókratar muni að endingu hjálpa Repúblikönum að koma frumvarpinu gegnum þingið en umfangsmiklar deilur eigi sér stað innan flokksins. Demókratar höfðu krafist þess að þingið setti hömlur á Musk, Doge og Trump en svo virðist sem þeir hafi alfarið gefist upp. Nú eru þeir sagðir munnhöggvast sín á milli. Blaðamenn PN, sem sérhæfa sig í fréttaflutningi af þinginu vestanhafs, segja Demókrata hafa klúðrað málinu algerlega. Þeir hafi ekki beitt þeim vopnum sem þeir höfðu nægjanlega vel og á engum tímapunkti hafi þeim tekist að setja pressu á Repúblikana.
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Sjá meira