Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2025 11:38 Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings. Getty/Kayla Bartkowsk Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í gær að hann ætlaði sér að greiða atkvæði með tímabundnu fjárlagafrumvarpi Repúblikana í dag. Þannig dró hann verulega úr líkunum á því að rekstur alríkisins myndi stöðvast á miðnætti en Schumer sagðist telja það skárri kostinn af tveimur slæmum. „Svo það sé á hreinu er frumvarp Repúblikana hræðilegur kostur,“ sagði Schumer. „En ég tel það enn verri kost að leyfa Donald Trump að taka sér enn meiri völd með því að stöðva rekstur ríkisins.“ Til að samþykkja fjárlagafrumvarp þeirra munu Repúblikanar þurfa atkvæði frá átta Demókrötum í öldungadeildinni. Schumer er einungis annar tveggja sem hafa sagst ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu en samkvæmt Washington Post sagði hann fyrr í vikunni að ólíklegt væri að þessi átta atkvæði væru til staðar. Færa Trump vald þingsins á silfurfati Umrætt fjárlagafrumvarp er mjög umdeilt en orðlag í því er mjög loðið og myndi veita Trump umboð varðandi það hvernig fjármunum ríkisins yrði varið. Þingið á að stýra fjárútlátum úr ríkisbuddunni en þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lúffað mjög fyrir Trump á því sviði frá því hann tók við embætti forseta. Demókratar hafa lýst frumvarpinu sem óútfylltri ávísun sem Repúblikanar vilji gefa Trump. Það er að segja að Trump og ríkisstjórn hans myndu geta flutt peninga sem þingið vilji vera til sérstakra verkefna, í allt önnur verkefni sem Trump hefur meiri áhuga á. Gagnrýnendur segja að Repúblikanar séu í raun að færa Trump vald þingsins á silfurfati. Verði frumvarpið samþykkt yrði það í þriðja sinn á þessu fjárlagaári sem þingmenn samþykkja tímabundið fjárlagafrumvarp, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ekkert hefur gengið í að gera frumvarp til langs tíma vegna naums meirihluta Repúblikana í fulltrúadeildinni og deilna innan flokksins. Þetta nýja frumvarp myndi tryggja fjármagn til ríkisreksturs út september. Undir miklum þrýstingi Þó Repúblikanar séu í meirihluta í báðum deildum þingsins og Repúblikani sitji í Hvíta húsinu, hafa þingmenn flokksins og málpípur varið miklu púðri undanfarna daga í að kenna Demókrötum um, komi til þess að stöðva þurfi rekstur ríkisins. Schumher segir öldungadeildarþingmenn undir miklum þrýstingi frá Demókrötum í fulltrúadeildinni og kjósendum um að styðja ekki frumvarpið. Einungis einn þingmaður Demókrataflokksins greiddi atkvæði með frumvarpinu þegar það fór gegnum fulltrúadeildina. Þessi þrýstingur er meðal annars til kominn vegna aðgerða Trumps og Elons Musk þegar kemur að því að leggja niður opinberar stofnanir og segja opinberu starfsfólki upp í þúsunda tali. Schumer segir þó að komi til stöðvunar ríkisreksturs muni Trump geta farð í enn meira niðurrif stofnana og sagt upp enn fleira fólki. Schumer hefur varað Demókrata við því að Repúblikanar vilji stöðva rekstur ríkisins og telji sig geta kennt Demókrötum um það. Stöðvunin gæti staðið yfir í marga mánuði og gert Trump-liðum mun auðveldar að segja fólki upp og loka stofnunum. Í frétt Punchbowl News segir að líklegt sé að Demókratar muni að endingu hjálpa Repúblikönum að koma frumvarpinu gegnum þingið en umfangsmiklar deilur eigi sér stað innan flokksins. Demókratar höfðu krafist þess að þingið setti hömlur á Musk, Doge og Trump en svo virðist sem þeir hafi alfarið gefist upp. Nú eru þeir sagðir munnhöggvast sín á milli. Blaðamenn PN, sem sérhæfa sig í fréttaflutningi af þinginu vestanhafs, segja Demókrata hafa klúðrað málinu algerlega. Þeir hafi ekki beitt þeim vopnum sem þeir höfðu nægjanlega vel og á engum tímapunkti hafi þeim tekist að setja pressu á Repúblikana. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Sjá meira
„Svo það sé á hreinu er frumvarp Repúblikana hræðilegur kostur,“ sagði Schumer. „En ég tel það enn verri kost að leyfa Donald Trump að taka sér enn meiri völd með því að stöðva rekstur ríkisins.“ Til að samþykkja fjárlagafrumvarp þeirra munu Repúblikanar þurfa atkvæði frá átta Demókrötum í öldungadeildinni. Schumer er einungis annar tveggja sem hafa sagst ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu en samkvæmt Washington Post sagði hann fyrr í vikunni að ólíklegt væri að þessi átta atkvæði væru til staðar. Færa Trump vald þingsins á silfurfati Umrætt fjárlagafrumvarp er mjög umdeilt en orðlag í því er mjög loðið og myndi veita Trump umboð varðandi það hvernig fjármunum ríkisins yrði varið. Þingið á að stýra fjárútlátum úr ríkisbuddunni en þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lúffað mjög fyrir Trump á því sviði frá því hann tók við embætti forseta. Demókratar hafa lýst frumvarpinu sem óútfylltri ávísun sem Repúblikanar vilji gefa Trump. Það er að segja að Trump og ríkisstjórn hans myndu geta flutt peninga sem þingið vilji vera til sérstakra verkefna, í allt önnur verkefni sem Trump hefur meiri áhuga á. Gagnrýnendur segja að Repúblikanar séu í raun að færa Trump vald þingsins á silfurfati. Verði frumvarpið samþykkt yrði það í þriðja sinn á þessu fjárlagaári sem þingmenn samþykkja tímabundið fjárlagafrumvarp, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ekkert hefur gengið í að gera frumvarp til langs tíma vegna naums meirihluta Repúblikana í fulltrúadeildinni og deilna innan flokksins. Þetta nýja frumvarp myndi tryggja fjármagn til ríkisreksturs út september. Undir miklum þrýstingi Þó Repúblikanar séu í meirihluta í báðum deildum þingsins og Repúblikani sitji í Hvíta húsinu, hafa þingmenn flokksins og málpípur varið miklu púðri undanfarna daga í að kenna Demókrötum um, komi til þess að stöðva þurfi rekstur ríkisins. Schumher segir öldungadeildarþingmenn undir miklum þrýstingi frá Demókrötum í fulltrúadeildinni og kjósendum um að styðja ekki frumvarpið. Einungis einn þingmaður Demókrataflokksins greiddi atkvæði með frumvarpinu þegar það fór gegnum fulltrúadeildina. Þessi þrýstingur er meðal annars til kominn vegna aðgerða Trumps og Elons Musk þegar kemur að því að leggja niður opinberar stofnanir og segja opinberu starfsfólki upp í þúsunda tali. Schumer segir þó að komi til stöðvunar ríkisreksturs muni Trump geta farð í enn meira niðurrif stofnana og sagt upp enn fleira fólki. Schumer hefur varað Demókrata við því að Repúblikanar vilji stöðva rekstur ríkisins og telji sig geta kennt Demókrötum um það. Stöðvunin gæti staðið yfir í marga mánuði og gert Trump-liðum mun auðveldar að segja fólki upp og loka stofnunum. Í frétt Punchbowl News segir að líklegt sé að Demókratar muni að endingu hjálpa Repúblikönum að koma frumvarpinu gegnum þingið en umfangsmiklar deilur eigi sér stað innan flokksins. Demókratar höfðu krafist þess að þingið setti hömlur á Musk, Doge og Trump en svo virðist sem þeir hafi alfarið gefist upp. Nú eru þeir sagðir munnhöggvast sín á milli. Blaðamenn PN, sem sérhæfa sig í fréttaflutningi af þinginu vestanhafs, segja Demókrata hafa klúðrað málinu algerlega. Þeir hafi ekki beitt þeim vopnum sem þeir höfðu nægjanlega vel og á engum tímapunkti hafi þeim tekist að setja pressu á Repúblikana.
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Sjá meira