Fylkir vann þá 2-1 sigur á KR og mætir annað hvort Val eða ÍR í úrslitaleiknum.
Eyþór Aron lék með KR síðasta sumar og skoraði þá 2 mörk í 21 leik. Hann skipti yfir í Fylki í vetur.
Eyþór skoraði sigurmarkið á þriðju mínútu í uppbótatíma eftir stoðsendingu frá Theodór Inga Óskarssyni.
Fyrirliðinn Ragnar Bragi Sveinsson hafði komið Fylki í 1-0 strax á 8. mínútu leiksins en Eiður Gauti Sæbjörnsson jafnaði fyrir KR á 37. mínútu eftir sendingu frá Stefáni Árna Geirssyni.
Þetta var fyrsta tap KR-liðins í Lengjubikarnum en liðið vann alla fimm leiki sína í riðlinum og það með markatölunni 21-6.