Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2025 10:24 Það er oft erfitt fyrir ljósmyndara að ná íslenskum leikmanni á mynd þegar þeir mynda leiki í Bónus deild karla. Bragi Hinrik Magnússon hefur miklar áhyggjur af stöðu mála í íslenska körfuboltanum. Vísir/Hulda Margrét Í dag fer fram ársþing Körfuknattleikssambands Íslands og þar verður meðal annars kosið um nýjan formann sambandsins. Reynslubolti úr körfuboltahreyfingunni segir að þetta sé mikilvægasta þingið í langan tíma. Bragi Hinrik Magnússon hefur komið að körfuboltanum sem leikmaður í fremstu röð, sem þjálfari og sem formaður. Hann þekkir því íslenska körfuboltann út og inn og hefur upplifað hann frá mörgum hliðum. Sumir hafa kallað mig rasista Bragi skrifaði langa og ýtarlega grein á samfélagsmiðilin Facebook þar sem hann fer á athyglisverðan hátt yfir útlendingamál íslenska körfuboltans sem verða enn á ný tekin fyrir á þinginu. „Ég er lengi búinn að vera talsmaður þess að það þurfi að vera einhverjar takmarkanir á fjölda leikmanna til verndar þeim leikmönnum sem alast hér upp. Sumir hafa kallað mig rasista vegna þessarar skoðunar, sem mér finnst pínu harkalegt. Raunveruleikinn er hins vegar sá að fjöldi íslenskra leikmanna í efstu deildum, sérstaklega karla megin, hefur minnkað óhugnanlega mikið og það virðist vera þónokkur fjöldi af fólki sem finnst það bara allt í lagi,“ skrifar Bragi. Leikmönnum í deildunum hefur þegar fækkað mikið „Ég hef áður sett fram þá skoðun mína að körfuknattleikshreyfingin þrífst á fyrrum leikmönnum, þ.e. lang flestir sjálfboðaliðar eru fyrrum leikmenn eða foreldrar núverandi leikmanna. Stjórnarfólk og nánast öll þjálfaraflóra landsins, sérstaklega yngri flokka þjálfarar, eru flestir fyrrum leikmenn. Leikmönnum í deildunum hefur nú þegar fækkað það mikið að ég stórefast um að körfuboltahreyfingin verði eitthvað til að hrópa húrra fyrir eftir 10-15 ár,“ skrifar Bragi. „Ekki nema að hægt sé að hringja í alla þessa fjölmörgu tugi af erlendu leikmönnum sem hér spila þessa dagana og biðja þá um að koma aftur hingað eftir 5-10 ár til að þjálfa og sitja í stjórnum, setja upp falleg LED skilti og selja auglýsingar og klósettpappír. Ef ekki, þá vona ég að allir þeir sem virðist vera sama um þessa þróun í dag taki þetta til sín og gangi í þessi verk í komandi framtíð. Það verða allavega miklu miklu færri fyrrum íslenskir leikmenn sem munu gera það,“ skrifar Bragi. Hér fyrir neðan er síðan hægt að lesa alla þennan pistil Braga þar sem hann svarar eftirfarandi fullyrðingum á upplýstan og fróðlegan hátt. Punktar til að svara: 1. Deildin hefur aldrei verið skemmtilegri en núna. 2. Deildin hefur aldrei verið betri en hún er núna. 3. Íslenska landsliðið hefur aldrei verið betra en núna og leikmennirnir þar aldrei verið betri. 4. Áhorf á úrslitakeppni í körfu hefur aldrei verið meira. 5. Umfjöllun um körfu hefur aldrei verið meiri. 6. Sumir leikmenn hafa verið hér lengi og eiga ekki skilið að vera sendir heim. 7. Það er erfitt að halda úti liði á landsbyggðinni – erfitt að fá leikmenn af höfuðborgarsvæðinu. 8. Íslenskir leikmenn sem eiga það skilið munu ná að fá mínútur. 9. Endalaus forræðishyggja, félög eiga að ráða sér sjálf. Ef félög eiga ekki pening fyrir útlendingum þá eiga þau bara ekkert að ráða þá. 10. Við erum bundin af Evrópulögum um frjálst flæði vinnuafls. Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Sjá meira
Bragi Hinrik Magnússon hefur komið að körfuboltanum sem leikmaður í fremstu röð, sem þjálfari og sem formaður. Hann þekkir því íslenska körfuboltann út og inn og hefur upplifað hann frá mörgum hliðum. Sumir hafa kallað mig rasista Bragi skrifaði langa og ýtarlega grein á samfélagsmiðilin Facebook þar sem hann fer á athyglisverðan hátt yfir útlendingamál íslenska körfuboltans sem verða enn á ný tekin fyrir á þinginu. „Ég er lengi búinn að vera talsmaður þess að það þurfi að vera einhverjar takmarkanir á fjölda leikmanna til verndar þeim leikmönnum sem alast hér upp. Sumir hafa kallað mig rasista vegna þessarar skoðunar, sem mér finnst pínu harkalegt. Raunveruleikinn er hins vegar sá að fjöldi íslenskra leikmanna í efstu deildum, sérstaklega karla megin, hefur minnkað óhugnanlega mikið og það virðist vera þónokkur fjöldi af fólki sem finnst það bara allt í lagi,“ skrifar Bragi. Leikmönnum í deildunum hefur þegar fækkað mikið „Ég hef áður sett fram þá skoðun mína að körfuknattleikshreyfingin þrífst á fyrrum leikmönnum, þ.e. lang flestir sjálfboðaliðar eru fyrrum leikmenn eða foreldrar núverandi leikmanna. Stjórnarfólk og nánast öll þjálfaraflóra landsins, sérstaklega yngri flokka þjálfarar, eru flestir fyrrum leikmenn. Leikmönnum í deildunum hefur nú þegar fækkað það mikið að ég stórefast um að körfuboltahreyfingin verði eitthvað til að hrópa húrra fyrir eftir 10-15 ár,“ skrifar Bragi. „Ekki nema að hægt sé að hringja í alla þessa fjölmörgu tugi af erlendu leikmönnum sem hér spila þessa dagana og biðja þá um að koma aftur hingað eftir 5-10 ár til að þjálfa og sitja í stjórnum, setja upp falleg LED skilti og selja auglýsingar og klósettpappír. Ef ekki, þá vona ég að allir þeir sem virðist vera sama um þessa þróun í dag taki þetta til sín og gangi í þessi verk í komandi framtíð. Það verða allavega miklu miklu færri fyrrum íslenskir leikmenn sem munu gera það,“ skrifar Bragi. Hér fyrir neðan er síðan hægt að lesa alla þennan pistil Braga þar sem hann svarar eftirfarandi fullyrðingum á upplýstan og fróðlegan hátt. Punktar til að svara: 1. Deildin hefur aldrei verið skemmtilegri en núna. 2. Deildin hefur aldrei verið betri en hún er núna. 3. Íslenska landsliðið hefur aldrei verið betra en núna og leikmennirnir þar aldrei verið betri. 4. Áhorf á úrslitakeppni í körfu hefur aldrei verið meira. 5. Umfjöllun um körfu hefur aldrei verið meiri. 6. Sumir leikmenn hafa verið hér lengi og eiga ekki skilið að vera sendir heim. 7. Það er erfitt að halda úti liði á landsbyggðinni – erfitt að fá leikmenn af höfuðborgarsvæðinu. 8. Íslenskir leikmenn sem eiga það skilið munu ná að fá mínútur. 9. Endalaus forræðishyggja, félög eiga að ráða sér sjálf. Ef félög eiga ekki pening fyrir útlendingum þá eiga þau bara ekkert að ráða þá. 10. Við erum bundin af Evrópulögum um frjálst flæði vinnuafls.
Punktar til að svara: 1. Deildin hefur aldrei verið skemmtilegri en núna. 2. Deildin hefur aldrei verið betri en hún er núna. 3. Íslenska landsliðið hefur aldrei verið betra en núna og leikmennirnir þar aldrei verið betri. 4. Áhorf á úrslitakeppni í körfu hefur aldrei verið meira. 5. Umfjöllun um körfu hefur aldrei verið meiri. 6. Sumir leikmenn hafa verið hér lengi og eiga ekki skilið að vera sendir heim. 7. Það er erfitt að halda úti liði á landsbyggðinni – erfitt að fá leikmenn af höfuðborgarsvæðinu. 8. Íslenskir leikmenn sem eiga það skilið munu ná að fá mínútur. 9. Endalaus forræðishyggja, félög eiga að ráða sér sjálf. Ef félög eiga ekki pening fyrir útlendingum þá eiga þau bara ekkert að ráða þá. 10. Við erum bundin af Evrópulögum um frjálst flæði vinnuafls.
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik