Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. mars 2025 14:05 Um 200 skemmtiferðaskip komu á Ísafjörð sumarið 2024 en þau verða aðeins um 100 í sumar vegna nýja innviðagjaldsins á farþega. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimamenn á Ísafirði hafa miklar áhyggjur af fækkun skemmtiferðaskipa í bæjarfélagið í sumar vegna nýs innviðagjalds, sem hefur verið sett á farþega skipanna. Síðasta sumar komu um tvö hundruð skemmtiferðaskip á Ísafjörð en þau verða ekki nema um eitt hundrað í sumar. Innviðafélag Vestfjarða, sem er félag öflugra fyrirtækja á Vestfjörðum hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem áhyggjum af mikilli fækkun skemmtiferðaskipa á Ísafirði og næsta nágrenni í sumar er lýst en félagið segir að nýtt innviðagjald, sett á með skömmum fyrirvara og án fullnægjandi samráðs hafi skapað óvissu og leitt til verulegrar fækkunar skipakoma. Guðmundur Fertram Sigurjónsson á Ísafirði er talsmaður félagsins. „Hér voru um 200 skipakomur í fyrra en nú eru að koma um 100 áætlað í sumar. Á Patreksfirði voru 30 í fyrra en þau verða 8 núna í ár. Þetta mun hafa veruleg efnahagsleg áhrif á bæina hérna núna í sumar,” segir Guðmundur. Hann segir mikil umsvif tengd skipakomunum á svæðunum, sem felist í allskonar þjónustu, sem heimamenn sinna. „Það eru rútuferðir, gönguferðir, það eru skoðunarferðir hér með bátum. Það eru 20 rútur, sem koma og eru að þjónusta skipin og svo náttúrulega eru skipin að borga hafnargjöld líka og eru að kaupa gríðarlega mikið af þjónustu. Það eru líklega um 200 manns, sem tengjast skipakomunum hér þegar skipin eru til dæmis hér á Ísafirði,” segir Guðmundur. Guðmundur Fertram Sigurjónsson á Ísafirði, sem er talsmaður Innviðafélags Vestfjarða.Aðsend „Við sjáum til dæmis ef þetta er 10 daga sigling með kannski þúsund manns. Þá er það þúsund sinnum 10 dagar sinnum 2.500 krónur. Þetta verður bara til þess að kostnaður við siglinguna eykst því ekki taka skipafélögin þetta á sig,” segir Guðmundur enn fremur. „Ég bara skora á stjórnvöld að vera yfirveguð og greina hlutina áður en svona stórvægilegar ákvarðanir eru teknar,” segir Guðmundur að lokum. Fjölmörg störf skapst í kringum skemmtaferðaskipin á Vestfjörðum og því þykir heimamönnum súrt hvað skipunum er að fækka mikið.Aðsend Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Innlent Manni kastað fram af svölum fyrir norðan Innlent Svefnvana Gnarr varð var við grunsamlegan skemmdarvarg Innlent Skemmdi bíl og stakk svo eigandann meðan sonurinn var í næsta herbergi Innlent Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Innlent Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Erlent Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Innlent Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Innlent Vill að sveitarfélögum verði skylt að semja við einkarekna skóla Innlent Réttarhöld hafin yfir Depardieu Erlent Fleiri fréttir Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Hratt vaxandi skjálftavirkni Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Trén fallin Trjáfellingum lokið í Öskjuhlíð og enn er beðið eftir gosi Manni kastað fram af svölum fyrir norðan Svefnvana Gnarr varð var við grunsamlegan skemmdarvarg Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Skemmdi bíl og stakk svo eigandann meðan sonurinn var í næsta herbergi Vill að sveitarfélögum verði skylt að semja við einkarekna skóla Útköll vegna tveggja vélsleðamanna og stjórnlauss fiskibáts Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Leit ekki borið árangur Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Nýr menntamálaráðherra og flugvélaflaksbýtti Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Forseti Íslands kann að strokka smjör og búa til skyr Vilja breyta lögum um ökuskírteini Ekki endilega viss um að afsögn hafi verið nauðsynleg Sonurinn opnar sig um mál foreldranna „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Sjá meira
Innviðafélag Vestfjarða, sem er félag öflugra fyrirtækja á Vestfjörðum hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem áhyggjum af mikilli fækkun skemmtiferðaskipa á Ísafirði og næsta nágrenni í sumar er lýst en félagið segir að nýtt innviðagjald, sett á með skömmum fyrirvara og án fullnægjandi samráðs hafi skapað óvissu og leitt til verulegrar fækkunar skipakoma. Guðmundur Fertram Sigurjónsson á Ísafirði er talsmaður félagsins. „Hér voru um 200 skipakomur í fyrra en nú eru að koma um 100 áætlað í sumar. Á Patreksfirði voru 30 í fyrra en þau verða 8 núna í ár. Þetta mun hafa veruleg efnahagsleg áhrif á bæina hérna núna í sumar,” segir Guðmundur. Hann segir mikil umsvif tengd skipakomunum á svæðunum, sem felist í allskonar þjónustu, sem heimamenn sinna. „Það eru rútuferðir, gönguferðir, það eru skoðunarferðir hér með bátum. Það eru 20 rútur, sem koma og eru að þjónusta skipin og svo náttúrulega eru skipin að borga hafnargjöld líka og eru að kaupa gríðarlega mikið af þjónustu. Það eru líklega um 200 manns, sem tengjast skipakomunum hér þegar skipin eru til dæmis hér á Ísafirði,” segir Guðmundur. Guðmundur Fertram Sigurjónsson á Ísafirði, sem er talsmaður Innviðafélags Vestfjarða.Aðsend „Við sjáum til dæmis ef þetta er 10 daga sigling með kannski þúsund manns. Þá er það þúsund sinnum 10 dagar sinnum 2.500 krónur. Þetta verður bara til þess að kostnaður við siglinguna eykst því ekki taka skipafélögin þetta á sig,” segir Guðmundur enn fremur. „Ég bara skora á stjórnvöld að vera yfirveguð og greina hlutina áður en svona stórvægilegar ákvarðanir eru teknar,” segir Guðmundur að lokum. Fjölmörg störf skapst í kringum skemmtaferðaskipin á Vestfjörðum og því þykir heimamönnum súrt hvað skipunum er að fækka mikið.Aðsend
Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Innlent Manni kastað fram af svölum fyrir norðan Innlent Svefnvana Gnarr varð var við grunsamlegan skemmdarvarg Innlent Skemmdi bíl og stakk svo eigandann meðan sonurinn var í næsta herbergi Innlent Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Innlent Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Erlent Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Innlent Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Innlent Vill að sveitarfélögum verði skylt að semja við einkarekna skóla Innlent Réttarhöld hafin yfir Depardieu Erlent Fleiri fréttir Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Hratt vaxandi skjálftavirkni Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Trén fallin Trjáfellingum lokið í Öskjuhlíð og enn er beðið eftir gosi Manni kastað fram af svölum fyrir norðan Svefnvana Gnarr varð var við grunsamlegan skemmdarvarg Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Skemmdi bíl og stakk svo eigandann meðan sonurinn var í næsta herbergi Vill að sveitarfélögum verði skylt að semja við einkarekna skóla Útköll vegna tveggja vélsleðamanna og stjórnlauss fiskibáts Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Leit ekki borið árangur Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Nýr menntamálaráðherra og flugvélaflaksbýtti Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Forseti Íslands kann að strokka smjör og búa til skyr Vilja breyta lögum um ökuskírteini Ekki endilega viss um að afsögn hafi verið nauðsynleg Sonurinn opnar sig um mál foreldranna „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Sjá meira