Brynjólfur Bjarnason er látinn Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2025 08:29 Brynjólfur Bjarnason lést á heimili sínu síðastliðinn sunnudag. Brynjólfur Bjarnason forstjóri er látinn, 78 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu að Nýhöfn í Garðabæ síðastliðinn sunnudag. Brynjólfur átti langan feril í viðskiptalífinu á Íslandi og gegndi meðal annars stöðu framkvæmdastjóra Granda, forstjóra Símans og stjórnarformanns Arion banka. Brynjólfur fæddist í Reykjavík 18. júlí 1946. Foreldrar hans voru Kristjana Brynjólfsdóttir húsfreyja í Reykjavík (f. 1923, d. 2000) og Bjarni Björnsson forstjóri í Reykjavík (f. 1920, d. 2001). Í tilkynningu frá fjölskyldu Brynjólfs segir að hann hafi alist upp í Hlíðunum í góðu atlæti foreldra sinna á fallegu menningarheimili ásamt þremur fjörugum bræðrum. „Brynjólfur gekk í Austurbæjarskóla og í Verslunarskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist sem stúdent árið 1967. Hann útskrifaðist með cand.oecon.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1971 og MBA-gráðu frá University of Minnesota árið 1973. Á árunum 1973–1976 var hann forstöðumaður hagdeildar Vinnuveitendasambands Íslands (nú Samtök atvinnulífsins). Hann var framkvæmdastjóri Almenna Bókafélagsins AB frá 1976–1983, og árið 1984 tók hann við starfi framkvæmdastjóra sjávarútvegsfyrirtækisins Granda og gegndi því til ársins 2002. Þar leiddi hann umbreytingu fyrirtækisins og einkavæðingu. Á árunum 2002–2010 var hann forstjóri fjarskiptafélagsinna Símans/Skipta, og stýrði þar einkavæðingu Landsíma Íslands í Símann árið 2005. Árið 2012 tók hann við starfi framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands og gegndi því til ársins 2014. Hann var í stjórn Arion banka frá 2014-2024 og var stjórnarformaður bankans á árunum 2019-2024. Brynjólfur sat í gegnum árin í stjórnum fjölmargra fyrirtækja í sjávarútvegi s.s Icelandic, Coldwater seafood, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, LÍÚ, Hraðfrystihúss Eskifjarðar/Eskju, Hraðfrystihúsið Gunnvör Ísafirði, Ísfélags Vestmannaeyja, Þormóðs-Ramma Siglufirði, Faxamjöli, Faxmarkaðarins, stjórnarformaður Hafrannsóknastofnunar, Friosur S.A. Chile, Pesquera Siglo Mexico, og Bakkavör Group o.fl. Hann hefur einnig setið í stjórnum fjarskipafélaga s.s Símans, Mílu, Skjá Miðla og Farice, - í stjórnum félaga á fjármálamarkaði s.s. Arion banka, Íslandsbanka, Iðnaðarbanka, Almenna lífeyrissjóðsins, Þróunarfélagi Íslands, Valitor og MarInvest, - sem og í stjórnum ýmissa fyrirtækja í iðnaðarstarfsemi s.s ISAL/Rio Tinto, Invent Farma, Promens, Sindra Stál, Álafoss og verksmiðjunnar Dúks sem var fyrirtæki föður hans. Auk þessa hefur Brynjólfur setið í stjórnum margra menningarstofnana og félagasamtaka s.s. Reykjavík Menningarborg Evrópu árið 2000, AB bókaútgáfu, í launasjóði rithöfunda, Leikritunarsjóði Leikfélags Reykjavíkur, Menningarsjóði útvarpsstöðvanna, Félags íslenskra bókaútgefanda o.fl. Brynjólfur var um árabil ræðismaður Chile á Íslandi og hlaut árið 2008 heiðursorðu „Chilean Order al Merito.“ Hann var sæmdur riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar RÍF árið 1994 Eftirlifandi eiginkona Brynjólfs er Þorbjörg Kristín Jónsdóttir rekstrarhagfræðingur, f. 1962, þau giftu sig 1993. Börn þeirra eru Brynjólfur Jón og Helena Kristín. Börn Brynjólfs með fyrri eiginkonu, Kristínu Thors, (þau skildu 1990), og stjúpbörn Þorbjargar, eru Birgir Örn, Kristjana, Helga Birna og Bjarni. Uppeldisdóttir Brynjólfs og Þorbjargar er Sandra Yildiz Castillo Calle. Barnabörnin eru 11 og barnabarnabörnin 2.“ Andlát Síminn Arion banki Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Brynjólfur fæddist í Reykjavík 18. júlí 1946. Foreldrar hans voru Kristjana Brynjólfsdóttir húsfreyja í Reykjavík (f. 1923, d. 2000) og Bjarni Björnsson forstjóri í Reykjavík (f. 1920, d. 2001). Í tilkynningu frá fjölskyldu Brynjólfs segir að hann hafi alist upp í Hlíðunum í góðu atlæti foreldra sinna á fallegu menningarheimili ásamt þremur fjörugum bræðrum. „Brynjólfur gekk í Austurbæjarskóla og í Verslunarskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist sem stúdent árið 1967. Hann útskrifaðist með cand.oecon.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1971 og MBA-gráðu frá University of Minnesota árið 1973. Á árunum 1973–1976 var hann forstöðumaður hagdeildar Vinnuveitendasambands Íslands (nú Samtök atvinnulífsins). Hann var framkvæmdastjóri Almenna Bókafélagsins AB frá 1976–1983, og árið 1984 tók hann við starfi framkvæmdastjóra sjávarútvegsfyrirtækisins Granda og gegndi því til ársins 2002. Þar leiddi hann umbreytingu fyrirtækisins og einkavæðingu. Á árunum 2002–2010 var hann forstjóri fjarskiptafélagsinna Símans/Skipta, og stýrði þar einkavæðingu Landsíma Íslands í Símann árið 2005. Árið 2012 tók hann við starfi framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands og gegndi því til ársins 2014. Hann var í stjórn Arion banka frá 2014-2024 og var stjórnarformaður bankans á árunum 2019-2024. Brynjólfur sat í gegnum árin í stjórnum fjölmargra fyrirtækja í sjávarútvegi s.s Icelandic, Coldwater seafood, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, LÍÚ, Hraðfrystihúss Eskifjarðar/Eskju, Hraðfrystihúsið Gunnvör Ísafirði, Ísfélags Vestmannaeyja, Þormóðs-Ramma Siglufirði, Faxamjöli, Faxmarkaðarins, stjórnarformaður Hafrannsóknastofnunar, Friosur S.A. Chile, Pesquera Siglo Mexico, og Bakkavör Group o.fl. Hann hefur einnig setið í stjórnum fjarskipafélaga s.s Símans, Mílu, Skjá Miðla og Farice, - í stjórnum félaga á fjármálamarkaði s.s. Arion banka, Íslandsbanka, Iðnaðarbanka, Almenna lífeyrissjóðsins, Þróunarfélagi Íslands, Valitor og MarInvest, - sem og í stjórnum ýmissa fyrirtækja í iðnaðarstarfsemi s.s ISAL/Rio Tinto, Invent Farma, Promens, Sindra Stál, Álafoss og verksmiðjunnar Dúks sem var fyrirtæki föður hans. Auk þessa hefur Brynjólfur setið í stjórnum margra menningarstofnana og félagasamtaka s.s. Reykjavík Menningarborg Evrópu árið 2000, AB bókaútgáfu, í launasjóði rithöfunda, Leikritunarsjóði Leikfélags Reykjavíkur, Menningarsjóði útvarpsstöðvanna, Félags íslenskra bókaútgefanda o.fl. Brynjólfur var um árabil ræðismaður Chile á Íslandi og hlaut árið 2008 heiðursorðu „Chilean Order al Merito.“ Hann var sæmdur riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar RÍF árið 1994 Eftirlifandi eiginkona Brynjólfs er Þorbjörg Kristín Jónsdóttir rekstrarhagfræðingur, f. 1962, þau giftu sig 1993. Börn þeirra eru Brynjólfur Jón og Helena Kristín. Börn Brynjólfs með fyrri eiginkonu, Kristínu Thors, (þau skildu 1990), og stjúpbörn Þorbjargar, eru Birgir Örn, Kristjana, Helga Birna og Bjarni. Uppeldisdóttir Brynjólfs og Þorbjargar er Sandra Yildiz Castillo Calle. Barnabörnin eru 11 og barnabarnabörnin 2.“
Andlát Síminn Arion banki Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira