Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2025 09:01 Gunnlaugur Árni Sveinsson og félagar í sigurliði LSU í Kaliforníu í gær. @lsumensgolf Gunnlaugur Árni Sveinsson fagnaði sigri með liði sínu LSU og hafnaði sjálfur í 3. sæti í einstaklingskeppninni á afar sterku móti í bandaríska háskólagolfinu í gær. Gunnlaugur Árni lék hringina þrjá á Pauma Valley Invitational í Kaliforníu á samtals sjö höggum undir pari. Hann lék fyrstu tvo hringina samtals á -3 höggum, eða 69 og 70 höggum, en var svo eini kylfingurinn til að leika lokahringinn án þess að fá skolla eða skramba og fór hann á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari. Gunnlaugur Árni endaði aðeins tveimur höggum á eftir sigurvegaranum Christian Maas úr Texas-háskólanum en félagi hans úr LSU, Algot Kleen, varð í 2. sæti á -8 höggum. Gunnlaugur Árni Sveinsson og félagar í sigurliði LSU í Kaliforníu í gær.@lsumensgolf Fram kemur á golf.is að mótið sé eitt allra sterkasta háskólamót ársins, með átta af tuttugu efstu kylfingum heimslista áhugakylfinga, og nánast í hæsta mögulega styrkleika áhugamóta (900+ stig af 1.000 mögulegum, samanborið við 111 stig sem Íslandsmótið í höggleik í fyrra hafði). Með sínum magnaða árangri á fyrsta ári í háskólagolfinu hefur Gunnlaugur Árni nú tryggt sér sæti á meðal fimmtíu bestu áhugakylfinga heims á næsta heimslista. Lið hans, LSU, vann afar öruggan sigur í liðakeppninni eða með tíu högga mun, þrátt fyrir að vera talið 7. besta háskólalið Bandaríkjanna og í keppni við liðin sem eru í 2.-6. sæti listans. Lokastöðuna á mótinu má finna hér. View this post on Instagram A post shared by LSU Men's Golf Team (@lsumensgolf) Golf Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Gunnlaugur Árni lék hringina þrjá á Pauma Valley Invitational í Kaliforníu á samtals sjö höggum undir pari. Hann lék fyrstu tvo hringina samtals á -3 höggum, eða 69 og 70 höggum, en var svo eini kylfingurinn til að leika lokahringinn án þess að fá skolla eða skramba og fór hann á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari. Gunnlaugur Árni endaði aðeins tveimur höggum á eftir sigurvegaranum Christian Maas úr Texas-háskólanum en félagi hans úr LSU, Algot Kleen, varð í 2. sæti á -8 höggum. Gunnlaugur Árni Sveinsson og félagar í sigurliði LSU í Kaliforníu í gær.@lsumensgolf Fram kemur á golf.is að mótið sé eitt allra sterkasta háskólamót ársins, með átta af tuttugu efstu kylfingum heimslista áhugakylfinga, og nánast í hæsta mögulega styrkleika áhugamóta (900+ stig af 1.000 mögulegum, samanborið við 111 stig sem Íslandsmótið í höggleik í fyrra hafði). Með sínum magnaða árangri á fyrsta ári í háskólagolfinu hefur Gunnlaugur Árni nú tryggt sér sæti á meðal fimmtíu bestu áhugakylfinga heims á næsta heimslista. Lið hans, LSU, vann afar öruggan sigur í liðakeppninni eða með tíu högga mun, þrátt fyrir að vera talið 7. besta háskólalið Bandaríkjanna og í keppni við liðin sem eru í 2.-6. sæti listans. Lokastöðuna á mótinu má finna hér. View this post on Instagram A post shared by LSU Men's Golf Team (@lsumensgolf)
Golf Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti