Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2025 14:31 Bræðurnir skelltu upp úr þegar pabbi þeirra, Andrés Guðmundsson, fór yfir það með hressandi hætti hvernig honum leið á KR-leikjum í fyrra. Stöð 2 Sport „Þessi tími hjá KR var stuttur og erfiður,“ segir Axel Óskar Andrésson. Axel og pabbi hans, kraftajötuninn Andrés Guðmundsson, ræddu um KR-tímann í fyrsta þætti nýrrar seríu af Lengsta undirbúningstímabili í heimi. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: LUÍH - Feðgarnir fóru yfir KR-tímann Axel og Jökull bróðir hans munu spila saman með uppeldisfélagi sínu Aftureldingu þegar ný leiktíð hefst í Bestu deildinni eftir aðeins hálfan mánuð. Það verður fyrsta leiktíð liðsins í efstu deild karla í fótbolta. Axel sneri heim úr atvinnumennsku fyrir síðasta sumar og gekk þá í raðir KR, eftir að hafa spilað á Englandi, í Noregi, Lettlandi og Svíþjóð. Þrátt fyrir að hafa fengið góðan liðsstyrk áttu KR-ingar afar erfitt uppdráttar og Axel hlaut sjálfur sömuleiðis sinn skerf af gagnrýni. „Leiðinlegt ef það hefði ekki verið talað um mann“ „Þetta var mjög erfiður tími. Sérstaklega í svona klúbbi sem er með háan standard og vill alltaf vera í toppbaráttunni, að berjast um titla. Þegar ég skrifaði undir var bara eitt markmið og það var að vinna djöfulsins mótið,“ segir Axel í þættinum en hann var þrátt fyrir allt ánægður með að aðrir hefðu einnig búist við meira af honum og öðrum sem komu inn í KR-liðið: „Ég get sagt ykkur það að ef þessi umræða hefði ekki verið um okkur, þá hefði ég verið mikið pirraðri, því við vorum mennirnir sem áttum að koma inn og hækka standardinn. Ég lít því dálítið á þetta þannig: „Djöfull hefði verið leiðinlegt ef það hefði ekki verið talað um mann, að maður væri ekki að standa sig.“ Þetta er ekkert létt, að koma til baka [úr atvinnumennsku]. Ég var svo sannarlega ekki að vanmeta deildina eða neitt svoleiðis þegar ég kom inn. Ég vissi alveg að þetta væri ekkert „walk in the park“. Þessi tími hjá KR var stuttur og erfiður en það gerir íslenska knattspyrnu fallega að það hafa allir áhuga á þessu,“ segir Axel. „Gat bara ekki horft meira á“ Baldur spurði þá pabba Axels, Andrés, hvort að hann tæki það inn á sig þegar sonum hans gengi erfiðlega: „Ég gerði það rosalega í KR. Ég fór heim af þremur leikjum því ég gat bara ekki horft meira á. Það sauð á hausnum,“ sagði Andrés einlægur og hló. „Svona eru bara íþróttir, er það ekki?“ Þáttinn má finna í heild sinni í vefsjónvarpi Stöðvar 2 en þættirnir eru sýndir á Stöð 2 Sport á mánudagskvöldum. Besta deild karla Afturelding Lengsta undirbúningstímabil í heimi KR Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Sjá meira
Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: LUÍH - Feðgarnir fóru yfir KR-tímann Axel og Jökull bróðir hans munu spila saman með uppeldisfélagi sínu Aftureldingu þegar ný leiktíð hefst í Bestu deildinni eftir aðeins hálfan mánuð. Það verður fyrsta leiktíð liðsins í efstu deild karla í fótbolta. Axel sneri heim úr atvinnumennsku fyrir síðasta sumar og gekk þá í raðir KR, eftir að hafa spilað á Englandi, í Noregi, Lettlandi og Svíþjóð. Þrátt fyrir að hafa fengið góðan liðsstyrk áttu KR-ingar afar erfitt uppdráttar og Axel hlaut sjálfur sömuleiðis sinn skerf af gagnrýni. „Leiðinlegt ef það hefði ekki verið talað um mann“ „Þetta var mjög erfiður tími. Sérstaklega í svona klúbbi sem er með háan standard og vill alltaf vera í toppbaráttunni, að berjast um titla. Þegar ég skrifaði undir var bara eitt markmið og það var að vinna djöfulsins mótið,“ segir Axel í þættinum en hann var þrátt fyrir allt ánægður með að aðrir hefðu einnig búist við meira af honum og öðrum sem komu inn í KR-liðið: „Ég get sagt ykkur það að ef þessi umræða hefði ekki verið um okkur, þá hefði ég verið mikið pirraðri, því við vorum mennirnir sem áttum að koma inn og hækka standardinn. Ég lít því dálítið á þetta þannig: „Djöfull hefði verið leiðinlegt ef það hefði ekki verið talað um mann, að maður væri ekki að standa sig.“ Þetta er ekkert létt, að koma til baka [úr atvinnumennsku]. Ég var svo sannarlega ekki að vanmeta deildina eða neitt svoleiðis þegar ég kom inn. Ég vissi alveg að þetta væri ekkert „walk in the park“. Þessi tími hjá KR var stuttur og erfiður en það gerir íslenska knattspyrnu fallega að það hafa allir áhuga á þessu,“ segir Axel. „Gat bara ekki horft meira á“ Baldur spurði þá pabba Axels, Andrés, hvort að hann tæki það inn á sig þegar sonum hans gengi erfiðlega: „Ég gerði það rosalega í KR. Ég fór heim af þremur leikjum því ég gat bara ekki horft meira á. Það sauð á hausnum,“ sagði Andrés einlægur og hló. „Svona eru bara íþróttir, er það ekki?“ Þáttinn má finna í heild sinni í vefsjónvarpi Stöðvar 2 en þættirnir eru sýndir á Stöð 2 Sport á mánudagskvöldum.
Besta deild karla Afturelding Lengsta undirbúningstímabil í heimi KR Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Sjá meira