Skanderborg leiddi leikinn allan fyrri hálfleikinn en lenti síðan fjórum mörkum undir í seinni hálfleik. Liðinu tókst svo að klóra sig til baka og jafna leikinn, að miklu leiti þökk sé Donna sem fór mikinn í sóknarleiknum og skoraði jöfnunarmarkið. Fredrik Olson fékk svo tækifæri til að setja sigurmarkið í lokasókninni en skotið frá honum var varið.
Sigur Bjerringbro-Silkeborg varð tæpur á endanum, en útlit var fyrir að hann yrði stærri. Heimamenn leiddu mest með fimm mörkum í fyrri hálfleik en voru lentir undir um miðjan seinni hálfleikur. Lokamínúturnar urðu síðan æsispennandi en eins marks sigur skilaði sér á endanum fyrir Bjerringbro-Silkeborg.

Skanderborg er í fjórða sæti deildarinnar með 28 stig, einu meira en Bjerringbro-Silkeborg. Ribe-Esbjerg er í tólfta sæti, fjórum stigum frá fallsæti.