Alþjóðaútrás íslensku flugfélaganna er efni sjöunda þáttar Flugþjóðarinnar á Stöð 2, sem jafnframt er fyrsti þáttur í þáttaröð númer tvö.
Kaup íslensku flugfélaganna á stórum millilandaflugvélum, fjörkunum, skömmu eftir stríð leiddu til þess að þau hófu að sækja á erlenda flugmarkaði. Það voru svo Loftleiðamenn sem hófu fyrstu alvöruútrás Íslendinga í fluginu, með áætlunarflugi yfir Norður-Atlantshafið milli Evrópu og Bandaríkjanna með millilendingu á Íslandi.

Við gamla Lofteiðahótelið rifja tvö af börnum Alfreðs Elíassonar, forstjóra Loftleiða, þau Geirþrúður og Haukur, upp þessa sögu. Einnig hvernig þörf Loftleiðamanna til að losna við gömlu flugvélarnar, fyrst sexurnar og síðan monsana, neyddi þá til að finna þeim ný verkefni. Í samstarfi við aðra stofnuðu þeir Flughjálp og Cargolux.
Í þessu tíu mínútna myndskeiði er fjallað um Atlantshafsflug Loftleiða og hjálparflugið í Biafra-stríðinu:
Í næsta þætti Flugþjóðarinnar næstkomandi þriðjudagskvöld 25. mars verður fjallað um Boeing 757-þotuna í þjónustu Íslendinga. Hér má sjá kynningarstiklu þáttaraðarinnar: