Íslenski boltinn

Gísli Lax­dal snýr heim á Skagann

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Gísli er snúinn aftur til ÍA eftir rúmlega eins árs viðveru hjá Val.
Gísli er snúinn aftur til ÍA eftir rúmlega eins árs viðveru hjá Val.

Gísli Laxdal Unnarsson hefur yfirgefið Hlíðarenda og heldur heim á Skagann, þar sem hann skrifar undir þriggja ára samning við uppeldisfélagið ÍA.

Gísli fór til Vals eftir tímabilið 2023, þar sem hann hafði verið í stóru hlutverki með ÍA í Lengjudeildinni. Á síðasta tímabilið með Val kom hann við sögu í þrettán deildarleikjum og skoraði tvö mörk.

„Gísli er uppalinn á Skaganum og æfði upp yngri flokkana hjá ÍA. Nú snýr hann aftur heim – tilbúinn að berjast í gulu treyjunni fyrir félagið sitt og bæinn sinn.

Við fögnum Gísla hjartanlega og hlökkum til að sjá hann skína á Akranesvelli á næstu árum!“ segir í tilkynningu Skagamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×