Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 24. mars 2025 21:45 Bergþór Ólason er þingflokssformaður Miðflokksins. Vísir/Einar Formaður Sjálfstæðisflokksins krafðist skýringar á aðkomu forsætisráðherra í máli fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra en sagðist ekki hafa fengið nein svör. Þingflokksformaður Miðflokksins segir skýrt að ráðherrann hafi verið beittur þrýstingi til að segja af sér. „Nei ég fékk því miður ekki svör,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, um fyrirspurn hennar til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra á þingi í dag. Guðrún spurði um aðra valkosti sem stóðu Ásthildi Lóu Þórsdóttur til boða sem áttu að hafa verið ræddir á fundir formanna stjórnarflokkanna á fimmtudag. Ásthildur Lóa Þórsdóttir bað forseta Íslands lausnar í gær sem ráðherra eftir að fjallað var um að hún hefði átt barn með sextán ára pilti þegar hún sjálf var rétt rúmlega tvítug. Að sögn Guðrúnar hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins eingöngu lagt áherslu á aðkomu forsætisráðuneytisins í málinu. Beiðni barst ráðuneytinu um einkafund með forsætisráðherra sex dögum áður en fjallað var um málið í fjölmiðlum. Fyrst var fjallað um trúnaðarbrest innan ráðuneytisins en Kristrún hefur þvertekið fyrir það. „Það gerði ég í dag, krafði forsætisráðherra svara um aðkomu ráðuneytisins að málinu, það var lítið um svör,“ sagði Guðrún. „Þegar við hugsum svo til þess að forsætisráðherra vissi af þessu í heila viku og gerði ekki neitt fyrr en sama daga og spyrst út að málið sé að fara í fjölmiðla. Þá er boðað til fundar og þá virðist ekkert hafa verið gert annað en að ýta ráðherranum í farveg afsagnar. Á þessari viku voru engin viðtöl, engin athugun, engin greining. Það var ekkert gret til þess að komast að málið fjallaði um í raun. Við viljum fá að vita það og ég tel að þjóðin eigi að fá að vita það hvernig að koma forsætisráðherra var að þessu máli.“ Ráðherra hent undir rútuna Bergþór Ólasson, þingflokksformaður Miðflokksins, var einnig með fyrirspurn á fundinum sem hann beindi til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar og utanríkisráðherra. Hann vildi vita hvernig samvinna formannanna þriggja hefði verið „Það stenst enga skynsemisskoðun að halda því fram að Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafi ekki verið beitt þrýstingi hvað afsögn varðar. Þarna er afsögnin komin til áður en að fyrsta frétt birtist þannig það ætti nú að duga til þess að gera lýðnum ljóst að það hafi verið lagst af fullum þunga á hana,“ segir Bergþór. Hann sagði skoðanaskiptin sem áttu sér stað í liðnum óundirbúnar fyrirspurnir hafa verði sérstakar. Forsætisráðherra hafi verið með tilbúna punkta sem hún hafi lesið upp jafnvel hvað spurt hafi verið um. „Þannig að það var nú fátt um svör í raun og það virðist vera býsna mikill flótti frá því til að mynda að ræða hvaða aðrir valkostir voru í stöðunni sem að Valkyrjurnar lögðu mikla áherslu á blaðamannafundinum á föstudegi og síðan auðvitað það að ákvörðun hafi einvörðungu verið Ásthildar Lóu þegar liggur fyrir að hún lýsti því yfir að henni þætti þetta ósanngjörn niðurstaða,“ segir Bergþór. Hann segir það skipta máli hversu mikið formennirnir hafi lagt áherslu á samstöðu innan stjórnarinnar. Furðulegt sé að þegar einn ráðherra finni sig í snúinni stöðu sé honum hent undir rútuna. Barnamálaráðherra segir af sér Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
„Nei ég fékk því miður ekki svör,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, um fyrirspurn hennar til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra á þingi í dag. Guðrún spurði um aðra valkosti sem stóðu Ásthildi Lóu Þórsdóttur til boða sem áttu að hafa verið ræddir á fundir formanna stjórnarflokkanna á fimmtudag. Ásthildur Lóa Þórsdóttir bað forseta Íslands lausnar í gær sem ráðherra eftir að fjallað var um að hún hefði átt barn með sextán ára pilti þegar hún sjálf var rétt rúmlega tvítug. Að sögn Guðrúnar hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins eingöngu lagt áherslu á aðkomu forsætisráðuneytisins í málinu. Beiðni barst ráðuneytinu um einkafund með forsætisráðherra sex dögum áður en fjallað var um málið í fjölmiðlum. Fyrst var fjallað um trúnaðarbrest innan ráðuneytisins en Kristrún hefur þvertekið fyrir það. „Það gerði ég í dag, krafði forsætisráðherra svara um aðkomu ráðuneytisins að málinu, það var lítið um svör,“ sagði Guðrún. „Þegar við hugsum svo til þess að forsætisráðherra vissi af þessu í heila viku og gerði ekki neitt fyrr en sama daga og spyrst út að málið sé að fara í fjölmiðla. Þá er boðað til fundar og þá virðist ekkert hafa verið gert annað en að ýta ráðherranum í farveg afsagnar. Á þessari viku voru engin viðtöl, engin athugun, engin greining. Það var ekkert gret til þess að komast að málið fjallaði um í raun. Við viljum fá að vita það og ég tel að þjóðin eigi að fá að vita það hvernig að koma forsætisráðherra var að þessu máli.“ Ráðherra hent undir rútuna Bergþór Ólasson, þingflokksformaður Miðflokksins, var einnig með fyrirspurn á fundinum sem hann beindi til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar og utanríkisráðherra. Hann vildi vita hvernig samvinna formannanna þriggja hefði verið „Það stenst enga skynsemisskoðun að halda því fram að Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafi ekki verið beitt þrýstingi hvað afsögn varðar. Þarna er afsögnin komin til áður en að fyrsta frétt birtist þannig það ætti nú að duga til þess að gera lýðnum ljóst að það hafi verið lagst af fullum þunga á hana,“ segir Bergþór. Hann sagði skoðanaskiptin sem áttu sér stað í liðnum óundirbúnar fyrirspurnir hafa verði sérstakar. Forsætisráðherra hafi verið með tilbúna punkta sem hún hafi lesið upp jafnvel hvað spurt hafi verið um. „Þannig að það var nú fátt um svör í raun og það virðist vera býsna mikill flótti frá því til að mynda að ræða hvaða aðrir valkostir voru í stöðunni sem að Valkyrjurnar lögðu mikla áherslu á blaðamannafundinum á föstudegi og síðan auðvitað það að ákvörðun hafi einvörðungu verið Ásthildar Lóu þegar liggur fyrir að hún lýsti því yfir að henni þætti þetta ósanngjörn niðurstaða,“ segir Bergþór. Hann segir það skipta máli hversu mikið formennirnir hafi lagt áherslu á samstöðu innan stjórnarinnar. Furðulegt sé að þegar einn ráðherra finni sig í snúinni stöðu sé honum hent undir rútuna.
Barnamálaráðherra segir af sér Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira