Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2025 13:54 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heilsar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB fyrr í þessum mánuði. Frederiksen hefur leitað til evrópskra bandamanna um stuðning gagnvart ásælni Bandaríkjastjórnar í Grænland. Vísir/EPA Forsætisráðherra Danmerkur segir að fyrirhuguð heimsókn óboðinnar bandarískrar sendinefndar til Grænlands setji óásættanlegan þrýsting á bæði Danmörku og Grænland. Þau ætli sér hins vegar að standast þann þrýsting. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar, orkumálaráðherra hennar og eiginkona bandaríska varaforsetans ætla að leiða sendinefnd til Grænlands síðar í vikunni. Heimsóknin er í óþökk bæði grænlensku landsstjórnarinnar og danskra stjórnvalda og tengist síendurteknum yfirlýsingum ríkisstjórnar repúblikana um að hún vilji innlima Grænland. Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði í dag að heimsóknin snerist hvorki um hvað Grænland vildi eða þyrfti. Ekki væri hægt að líta á hana í öðru ljósi en því að Bandaríkin ásælist Grænland. „Ég verð að segja að þetta er óásættanlegur þrýstingur sem er settur á Grænland og Danmörku í þessum aðstæðum. Það er þrýstingur sem við munum standast,“ sagði Frederiksen við danska fjölmiðla í dag. Múte Egede, starfandi formaður grænlensku landsstjórnarinnar, lýsti hugmyndinni sem ögrun í gær þar sem stjórnarmyndunarviðræður standi enn yfir eftir þingkosningar fyrr í þessum mánuði og kosið verði til sveitarstjórna í næstu viku. Talsmaður Hvíta hússins segir að tilgangur sendinefndarinnar sé að fræðast um Grænland, menningu þess, sögu og þjóð, að því er segir í frétt Reuters. Danmörk Bandaríkin Grænland Donald Trump Tengdar fréttir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar, orkumálaráðherra hennar og eiginkona bandaríska varaforsetans ætla að leiða sendinefnd til Grænlands síðar í vikunni. Heimsóknin er í óþökk bæði grænlensku landsstjórnarinnar og danskra stjórnvalda og tengist síendurteknum yfirlýsingum ríkisstjórnar repúblikana um að hún vilji innlima Grænland. Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði í dag að heimsóknin snerist hvorki um hvað Grænland vildi eða þyrfti. Ekki væri hægt að líta á hana í öðru ljósi en því að Bandaríkin ásælist Grænland. „Ég verð að segja að þetta er óásættanlegur þrýstingur sem er settur á Grænland og Danmörku í þessum aðstæðum. Það er þrýstingur sem við munum standast,“ sagði Frederiksen við danska fjölmiðla í dag. Múte Egede, starfandi formaður grænlensku landsstjórnarinnar, lýsti hugmyndinni sem ögrun í gær þar sem stjórnarmyndunarviðræður standi enn yfir eftir þingkosningar fyrr í þessum mánuði og kosið verði til sveitarstjórna í næstu viku. Talsmaður Hvíta hússins segir að tilgangur sendinefndarinnar sé að fræðast um Grænland, menningu þess, sögu og þjóð, að því er segir í frétt Reuters.
Danmörk Bandaríkin Grænland Donald Trump Tengdar fréttir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34