„Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. mars 2025 20:02 „Gamla Þingborg“, húsið, sem stendur við þjóðveg 1 en það var byggt 1927, sem samkomuhús en húsið er sunnan þjóðvegar gegnt bænum Skeggjastöðum. Félagslíf sveitarinnar fór fram í „Gömlu Þingborg“ þar voru sett upp leikrit, þetta var ballhús, Ungmennafélagið og Kvenfélagið höfðu aðstöðu þar. Í Gömlu Þingborg var heimavist fyrir krakka sveitarinnar sem höfðu um lengri veg að fara. Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra skynjar miklar tilfinningar hjá íbúum Flóahrepps vegna þeirrar ákvörðun Vegagerðarinnar að kaupa „Gömlu Þingborg“, sem er hús byggt 1927 og var samkomuhús sveitarinnar til fjölda ára. Vegagerðin hefur húsið á 72,5 milljónir króna, en rífa á húsið til að koma tveir plús einn vegi fram hjá því. Flóahreppur átti húsið, sem er alltaf kallað “Gamla Þingborg”, en það hefur verið til sölu í nokkurn tíma. Húsið á að víkja fyrir nýjum tveir plús einn vegi. Í húsinu er Þingborgarhópurinn svonefndi, sem er hópur prjónakvenna meðal annars með verslun og miðstöð íslensku ullarinnar en hvað verður um þá starfsemi er óvíst. Stofnaður hefur verið sérstakur hópur á Facebook með yfirskriftinni „Björgum gömlu Þingborg”. Guðni Ágústsson, sem ólst upp í 16 systkinahópi á Brúnastöðum í Flóahreppi segist sjá eftir húsinu en afi Margrétar Hauksdóttur, sem er kona Guðna, Gísli á Stóru - Reykjum í sömu sveit var oddviti á byggingartíma hússins og aðalhvatamaður að byggingu þess en húsið er frá 1927 eða 98 ára gamalt. „Þetta er eitt fyrsta fundar- og samkomuhús í Árnessýslu. Þarna var stofnað Mjólkurbúa Flóamanna, þarna voru haldnir hinir stóru baráttufundir í pólitík. Þetta var miðstöð samskipta hér eftir 1930 og fram yfir miðja öld,” segir Guðni. Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra úr Flóanum, sem hefði viljað að „Gamla Þingborg“ fengi eitthvað í hlutverk í framtíðinni í staðin fyrir að rífa húsið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni segir húsið sögufrægt, enda hafi verið byggt við það og þar hafi verið barnaskóli til fjölda ára, sem hann og Margrét voru meðal annars í. Hann segir að það sé draugur í húsinu og biður menn að vara sig á honum. Stofnaður hefur verið sérstakur hópur á Facebook með yfirskriftinni “Björgum gömlu Þingborg”.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú á að fara að rífa húsið, hvað finnst þér um það? „Þetta er tilfinningamál. Ég má enga skoðun hafa sjálfum sér á því en auðvitað hefði það verið skemmtilegra ef það hefði fengið hlutverk húsið og geta staðið þarna til framtíðar,” segir Guðni og bætir við. „Þarna fór ég fyrst á svið, var stórleikari á sviðinu í Þingborg á þorrablótum og í barnaskóla. Þannig að minningarnar eru náttúrulega kærar og við erum sjálfsagt þúsund börnin, sem fórum í gegnum þennan skóla, stórir hópar kynslóða." Flóahreppur átti húsið, sem Vegagerðin hefur nú keypt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða hópsins Flóahreppur Vegagerð Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Flóahreppur átti húsið, sem er alltaf kallað “Gamla Þingborg”, en það hefur verið til sölu í nokkurn tíma. Húsið á að víkja fyrir nýjum tveir plús einn vegi. Í húsinu er Þingborgarhópurinn svonefndi, sem er hópur prjónakvenna meðal annars með verslun og miðstöð íslensku ullarinnar en hvað verður um þá starfsemi er óvíst. Stofnaður hefur verið sérstakur hópur á Facebook með yfirskriftinni „Björgum gömlu Þingborg”. Guðni Ágústsson, sem ólst upp í 16 systkinahópi á Brúnastöðum í Flóahreppi segist sjá eftir húsinu en afi Margrétar Hauksdóttur, sem er kona Guðna, Gísli á Stóru - Reykjum í sömu sveit var oddviti á byggingartíma hússins og aðalhvatamaður að byggingu þess en húsið er frá 1927 eða 98 ára gamalt. „Þetta er eitt fyrsta fundar- og samkomuhús í Árnessýslu. Þarna var stofnað Mjólkurbúa Flóamanna, þarna voru haldnir hinir stóru baráttufundir í pólitík. Þetta var miðstöð samskipta hér eftir 1930 og fram yfir miðja öld,” segir Guðni. Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra úr Flóanum, sem hefði viljað að „Gamla Þingborg“ fengi eitthvað í hlutverk í framtíðinni í staðin fyrir að rífa húsið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni segir húsið sögufrægt, enda hafi verið byggt við það og þar hafi verið barnaskóli til fjölda ára, sem hann og Margrét voru meðal annars í. Hann segir að það sé draugur í húsinu og biður menn að vara sig á honum. Stofnaður hefur verið sérstakur hópur á Facebook með yfirskriftinni “Björgum gömlu Þingborg”.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú á að fara að rífa húsið, hvað finnst þér um það? „Þetta er tilfinningamál. Ég má enga skoðun hafa sjálfum sér á því en auðvitað hefði það verið skemmtilegra ef það hefði fengið hlutverk húsið og geta staðið þarna til framtíðar,” segir Guðni og bætir við. „Þarna fór ég fyrst á svið, var stórleikari á sviðinu í Þingborg á þorrablótum og í barnaskóla. Þannig að minningarnar eru náttúrulega kærar og við erum sjálfsagt þúsund börnin, sem fórum í gegnum þennan skóla, stórir hópar kynslóða." Flóahreppur átti húsið, sem Vegagerðin hefur nú keypt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða hópsins
Flóahreppur Vegagerð Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent