Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar 26. mars 2025 12:31 Er loksins komið að því að þjóðin fái í sinn hlut það sem henni ber af raunverulegu aflaverðmæti fyrir afnot af fiskimiðunum? Við erum öll minnug þess að ríkisstjórnin sem fór frá sá ekki á sjö ára ferli sínum ástæðu til að krefja útgerðina um raunverulegt afnotagjald af fiskimiðunum. Þess í stað lagði hún á málamyndagjald sem gerði útgerðarfyrirtækjunum kleift að eyða umframfjármunum sínum í kaup á majónesverksmiðju, hjúkrunarþjónustu, skipafélagi, skyndibitastöðum, fjölmiðlum, smásöluverslun og lúxusíbúðum svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Allt eru þetta fjármunir sem hefðu getað gengið upp í þá „innviðaskuld“ í heilbrigðis-, samgöngu- og menntamálum sem fyrri ríkisstjórn skilur eftir sig. Skýr skilaboð Í stefnuskrám flokkanna þriggja sem nú sitja í ríkisstjórn er því lýst með afdráttarlausum hætti að sjávarútveginum beri að greiða hærra gjald fyrir nýtingu á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Hjá Viðreisn er það orðað svo að innheimt verði „fullt gjald og nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma. Gjaldið taki mið af því verði sem útgerðir leigja veiðileyfi sín á milli.“ Flokkur fólksins orðar það svo að „Sjávarútvegsfyrirtæki greiði fullt verð fyrir aðgang að auðlindunum með hærra gjaldi.“ Samfylkingin vill að „nýtingarréttur á náttúruauðlindum sé tímabundinn og úthlutað gegn fullu gjaldi. Tryggja þarf almenningi réttmæta hlutdeild í þeim umfram arði sem tilkominn er vegna auðlindarentu af eigum þjóðarinnar og koma um leið í veg fyrir að einstakir aðilar hagnist óeðlilega á því að taka megnið af auðlinda rentunnafdrái til sín. ....hagsmunir þjóðarinnar og almennings verði í forgrunni og að fullt gjald verði innheimt fyrir fiskveiðiauðlindina. Einfaldasta leiðin að því marki felst í árlegri innköllun hóflegs hluta aflaheimilda og útboði nýtingarleyfa til takmarkaðs tíma.“ Þetta eru afar skýr skilaboð núverandi ríkisstjórnarflokka til kjósenda í aðdraganda kosninganna. Aðilar sem bjóðast til að borga margfalt veiðigjald Útgerð á þorskveiðum sem telur sig ekki hafa nægan kvóta þarf að taka á leigu viðbótarkvóta. Hún þarf að finna aðra útgerð sem er aflögufær og greiða henni leigu fyrir hvert kg af þorski. Útgerðin sem hefur umráðarétt viðbótarkvótans greiðir 29 kr. til ríkisins fyrir umráðaréttinn sem hún svo leigir út fyrir 480 kr. ·Veiðigjald greitt í ríkissjóð: 29 kr. fyrir hvert kg af þorski ·Nýjasta verð á leigumarkaði: 480 kr. „ „ „ ·Landssamband smábátaeigenda býðst til að borga: 100 kr. „ „ „ ·Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda bjóðast til að borga: 150 kr. „ „ „ Í landinu eru a.m.k. tvenn samtök sem hafa boðist til að borga í ríkissjóð margfalt það veiðigjald sem nú er innheimt af útgerðinni. Landssamband smábátaeigenda og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda hafa boðist til að borga 100 og 150 kr. fyrir hvert kg af þorski ef þeim yrði úthlutuð 10 þús. tonnum. Í ljósi þess ætti að vera einfalt að efna til útboðs á hluta aflaheimildanna og hefja þar með þá vegferð að þjóðin fái smám saman fullt verð fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Ætla má að raunvirði aflaheimildar fyrir 1 kg af þorski liggi milli 150 kr., sem boðið hefur verið í aflaheimildirnar, og þeirra 480 kr. sem greitt er í leigu. Auðveldasta leiðin til að finna út „rétt“ verð væri árlegt útboð á t.d. 5-10% aflaheimildanna á meðan 90-95% þeirra sætu alltaf eftir hjá þeim sem nú hafa þær á leigu frá þjóðinni. Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Sjávarútvegur Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Er loksins komið að því að þjóðin fái í sinn hlut það sem henni ber af raunverulegu aflaverðmæti fyrir afnot af fiskimiðunum? Við erum öll minnug þess að ríkisstjórnin sem fór frá sá ekki á sjö ára ferli sínum ástæðu til að krefja útgerðina um raunverulegt afnotagjald af fiskimiðunum. Þess í stað lagði hún á málamyndagjald sem gerði útgerðarfyrirtækjunum kleift að eyða umframfjármunum sínum í kaup á majónesverksmiðju, hjúkrunarþjónustu, skipafélagi, skyndibitastöðum, fjölmiðlum, smásöluverslun og lúxusíbúðum svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Allt eru þetta fjármunir sem hefðu getað gengið upp í þá „innviðaskuld“ í heilbrigðis-, samgöngu- og menntamálum sem fyrri ríkisstjórn skilur eftir sig. Skýr skilaboð Í stefnuskrám flokkanna þriggja sem nú sitja í ríkisstjórn er því lýst með afdráttarlausum hætti að sjávarútveginum beri að greiða hærra gjald fyrir nýtingu á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Hjá Viðreisn er það orðað svo að innheimt verði „fullt gjald og nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma. Gjaldið taki mið af því verði sem útgerðir leigja veiðileyfi sín á milli.“ Flokkur fólksins orðar það svo að „Sjávarútvegsfyrirtæki greiði fullt verð fyrir aðgang að auðlindunum með hærra gjaldi.“ Samfylkingin vill að „nýtingarréttur á náttúruauðlindum sé tímabundinn og úthlutað gegn fullu gjaldi. Tryggja þarf almenningi réttmæta hlutdeild í þeim umfram arði sem tilkominn er vegna auðlindarentu af eigum þjóðarinnar og koma um leið í veg fyrir að einstakir aðilar hagnist óeðlilega á því að taka megnið af auðlinda rentunnafdrái til sín. ....hagsmunir þjóðarinnar og almennings verði í forgrunni og að fullt gjald verði innheimt fyrir fiskveiðiauðlindina. Einfaldasta leiðin að því marki felst í árlegri innköllun hóflegs hluta aflaheimilda og útboði nýtingarleyfa til takmarkaðs tíma.“ Þetta eru afar skýr skilaboð núverandi ríkisstjórnarflokka til kjósenda í aðdraganda kosninganna. Aðilar sem bjóðast til að borga margfalt veiðigjald Útgerð á þorskveiðum sem telur sig ekki hafa nægan kvóta þarf að taka á leigu viðbótarkvóta. Hún þarf að finna aðra útgerð sem er aflögufær og greiða henni leigu fyrir hvert kg af þorski. Útgerðin sem hefur umráðarétt viðbótarkvótans greiðir 29 kr. til ríkisins fyrir umráðaréttinn sem hún svo leigir út fyrir 480 kr. ·Veiðigjald greitt í ríkissjóð: 29 kr. fyrir hvert kg af þorski ·Nýjasta verð á leigumarkaði: 480 kr. „ „ „ ·Landssamband smábátaeigenda býðst til að borga: 100 kr. „ „ „ ·Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda bjóðast til að borga: 150 kr. „ „ „ Í landinu eru a.m.k. tvenn samtök sem hafa boðist til að borga í ríkissjóð margfalt það veiðigjald sem nú er innheimt af útgerðinni. Landssamband smábátaeigenda og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda hafa boðist til að borga 100 og 150 kr. fyrir hvert kg af þorski ef þeim yrði úthlutuð 10 þús. tonnum. Í ljósi þess ætti að vera einfalt að efna til útboðs á hluta aflaheimildanna og hefja þar með þá vegferð að þjóðin fái smám saman fullt verð fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Ætla má að raunvirði aflaheimildar fyrir 1 kg af þorski liggi milli 150 kr., sem boðið hefur verið í aflaheimildirnar, og þeirra 480 kr. sem greitt er í leigu. Auðveldasta leiðin til að finna út „rétt“ verð væri árlegt útboð á t.d. 5-10% aflaheimildanna á meðan 90-95% þeirra sætu alltaf eftir hjá þeim sem nú hafa þær á leigu frá þjóðinni. Höfundur er hagfræðingur
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun