Fótbolti

Lyon örugg­lega á­fram á kostnað Bayern

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kadidiatou Diani og Tabitha Chawinga spiluðu virkilega vel í kvöld.
Kadidiatou Diani og Tabitha Chawinga spiluðu virkilega vel í kvöld. Catherine Steenkeste/Getty Images

Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir kom ekki við sögu þegar Bayern München féll úr leik í Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu. Hún hefur verið að glíma við meiðsli og sat allan leikinn á varamannabekknum.

Bayern tapaði í kvöld 3-1 á útivelli gegn franska stórliðinu Lyon. Brekkan var brött þar sem Lyon vann fyrri leikinn 2-0 en mark Klöru Bühl í fyrri hálfleik gaf gestunum frá Bæjaralandi von. Staðan var 0-1 í hálfleik en í þeim síðari sýndu heimakonur mátt sinn og megin.

Melchie Dumornay jafnaði metin eftir undirbúning Kadidiatou Diani. Það var svo Diani sem kom Lyon yfir áður en hún lagði upp þriðja mark liðsins. Það skoraði Tabitha Chawinga.

Þegar komið var vel inn í uppbótartíma bætti markadrottningin Ada Hegerberg við fjórða marki Lyon eftir sendingu Dumornay. Staðan orðin 4-1 og reyndust að lokatölur. Lyon vinnur því einvígið 6-1 samanlagt og er til alls líklegt í Meistaradeildinni í ár.


Tengdar fréttir

Glódís Perla aftur á bekknum

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern München, er aftur á bekknum í leik kvöldsins gegn Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×