Handbolti

Grótta í umspil eftir tap gegn Aftur­eldingu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Blær Hinriksson átti góðan leik fyrir Aftureldingu sem sendi Gróttu í umspil.
Blær Hinriksson átti góðan leik fyrir Aftureldingu sem sendi Gróttu í umspil. vísir/Anton

Lokaumferð Olís deildar karla í handbolta fór fram í kvöld. FH er deildarmeistari annað árið í röð á meðan Grótta fer í umspil eftir tap gegn Aftureldingu á heimavelli.

Grótta mætti Aftureldingu í leik þar sem sigur hefði tryggt áframhaldandi sæti í deildinni vegna taps ÍR gegn FH. Allt kom fyrir ekki og unnu gestirnir úr Mosfellsbæ þriggja marka sigur, lokatölur 25-28 á Seltjarnarnesi.

Jón Ómar Gíslason var markahæstur í liði Gróttu með 8 mörk á meðan Ágúst Ingi Óskarsson skoraði 6 mörk. Hjá Aftureldingu skoruðu Kristján Ottó Hjálmsson og Hallur Arason 7 mörk hvor á meðan Blær Hinriksson skoraði 6 mörk.

Á Hlíðarenda voru Haukar í heimsókn og unnu gestirnir úr Hafnafirði tveggja marka sigur í hörkuleik, lokatölur 33-35. Í liði heimamanna var það Magnús Óli Magnússon sem var markahæstur með 6 mörk. Þá varði Björgvin Páll Gústavsson 11 skot í markinu. Hjá Haukum skoraði Skarphéðinn Ívar Einarsson 8 mörk og Össur Haraldsson kom þar á eftir með 6 mörk.

Önnur úrslit

  • Fjölnir 29-33 KA
  • ÍBV 34-28 HK
  • Stjarnan 31-29 Fram
  • FH 33-29 ÍR

Lokastöðuna í deildinni má sjá hér að neðan

  1. FH 35 stig
  2. Valur 32 stig
  3. Afturelding 31 stig
  4. Fram 31 stig
  5. Haukar 27 stig
  6. ÍBV 23 stig
  7. Stjarnan 22 stig
  8. HK 16 stig
  9. KA 15 stig
  10. ÍR 13 stig
  11. Grótta 11 stig
  12. Fjölnir 8 stig

Efstu átta liðin fara í úrslitakeppni, Grótta fer í umspil en Fjölnir er fallinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×