Fótbolti

Glæsi­mark Rus­so full­komnaði endur­komu Arsenal

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alessia Russo var mögnuð í kvöld.
Alessia Russo var mögnuð í kvöld. Marc Atkins/Getty Images

Arsenal gerði sér lítið fyrir og vann 3-0 sigur á Real Madríd í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta. Real var 2-0 yfir eftir fyrri leikinn en Skytturnar sneru dæminu við.

Það sem gerir sigur Arsenal enn merkilegri er að staðan var markalaus í hálfleik og Real Madríd í toppmálum. Eitthvað hefur verið sagt í búningsklefa Arsenal því strax á fyrstu mínútu síðari hálfleik átti Chloe Kelly fyrirgjöf sem Alessia Russo svo gott sem tæklaði í netið og staðan orðin 1-0.

Aðeins þremur mínútum síðar hafði Arsenal jafnaði metin í einvíginu. Aftur var það Kelly sem átti stoðsendinguna en að þessu sinni var það hin spænska Mariona Caldentey sem setti boltann í netið. Henni hefur ekki leiðst það enda spilaði hún með Real Madríd frá 2014 til 2024.

Eftir aukaspyrnu utan að velli barst boltinn til Russo á 59. mínútu sem skoraði með þessari líka frábæru afgreiðslu. Staðan orðin 3-0 og Arsenal gjörsamlega búið að snúa einvíginu sér í hag.

Á 71. mínútu hélt Russo að hún hefði fullkomnað þrennu sína og gulltryggt sæti Arsenal í undanúrslitum. Myndbandsdómari leiksins dæmdi mark hennar hins vegar af og staðan því enn 3-0. Það reyndust lokatölur leiksins.

Arsenal og Lyon eru komin í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Á morgun kemur í ljós hvaða tvö lið fylgja þeim þangað.


Tengdar fréttir

Lyon örugg­lega áfram á kostnað Bayern

Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir kom ekki við sögu þegar Bayern München féll úr leik í Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu. Hún hefur verið að glíma við meiðsli og sat allan leikinn á varamannabekknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×