Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2025 23:32 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill einnig ráða yfir Grænlandi. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að Bandaríkin eignist Grænland. Þetta hefur hann ítrekað sagt á undanförnum mánuðum og hefur hann meðal annars neitað að útiloka beitingu hervalds og sagt að þeir muni eignast Grænland með einum hætti eða öðrum. „Við þörfnumst Grænlands vegna alþjóðaöryggis og varna. Við þurfum það. Við verðum að eignast það,“ sagði Trump í nýju hlaðvarpi, samkvæmt AFP fréttaveitunni. „Mér er illa við að orða það þannig, en við munum þarfnast þess að eiga það.“ Þessi orðræða Trumps hefur farið verulega fyrir brjóstið á Grænlendingum og Dönum. Kannanir hafa sýnt að Grænlendingar hafi lítinn áhuga á að tilheyra Bandaríkjunum, þó þeir hafi áhuga á auknu samstarfi við Bandaríkjamenn. Grænlendingar eru að vinna að því að öðlast sjálfstæði frá Danmörku. Grænlendingar vonast til þess að tekjur af námuvinnslu geti auðveldað þeim að standa á eigin fótum. Talið er að á Grænlandi megi mögulega finna mikið magn góðmálma og annarra mikilvægra málma. Sjá einnig: Af hverju langar Trump í Grænland? Erfiðlega hefur þó gengið að fá fyrirtæki til að hefja námuvinnslu og hefur það að miklu leyti verið rakið til skorts á innviðum. Sjá einnig: Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Grænland er einnig vel staðsett, ef svo má segja. Undanhald íssins á norðurslóðum mun opna nýjar siglingaleiðir og hafa hernaðarleg umsvif ríkja eins og Rússlands aukist þar á undanförnum árum. Ráðamenn í Rússlandi og Kína hafa til að mynda tekið höndum saman og heitið samvinnu varðandi þróun nýrra siglingaleiða um norðurslóðir. Það eru leiðir sem stytt geta siglingar milli heimshafa umtalsvert og dregið úr mikilvægi skipaskurða í Panama og Egyptalandi og vilja Bandaríkjamenn ólmir auka umsvif sín og varnir á þessum slóðum. Í áðurnefndu hlaðvarpi sagðist Trump ekki viss um það hvort Grænlendingar hefðu áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin. Kannanir hafa bersýnilega sýnt að svo er ekki. Meirihluti Grænlendinga vill sjálfstæði frá Danmörku en ekki vera innlimaðir af Bandaríkjunum. Mótmælin sem áttu sér stað vegna væntanlegrar heimsóknar JD Vance og eiginkonu hans til Grænlands gefa einnig til kynna að Grænlendingar séu ósáttir við framgöngu Bandaríkjamanna. „Við verðum að sannfæra þá,“ sagði Trump um Grænlendinga. „Við verðum að eignast þetta land, því það er ekki hægt að verja stóran hluta jarðarinnar, ekki bara Bandaríkin, án þess.“ Grænland Bandaríkin Donald Trump Danmörk Tengdar fréttir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34 „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku. 14. mars 2025 06:36 Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Donald Trump Bandaríkjaforseti segist halda að Bandaríkin muni innlima Grænland. Fráfarandi formaður landstjórnar Grænlands, Múte B. Egede, hefur ítrekað undirstrikað það í viðtölum að Grænlendingar hafi engan áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin. 13. mars 2025 18:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
„Við þörfnumst Grænlands vegna alþjóðaöryggis og varna. Við þurfum það. Við verðum að eignast það,“ sagði Trump í nýju hlaðvarpi, samkvæmt AFP fréttaveitunni. „Mér er illa við að orða það þannig, en við munum þarfnast þess að eiga það.“ Þessi orðræða Trumps hefur farið verulega fyrir brjóstið á Grænlendingum og Dönum. Kannanir hafa sýnt að Grænlendingar hafi lítinn áhuga á að tilheyra Bandaríkjunum, þó þeir hafi áhuga á auknu samstarfi við Bandaríkjamenn. Grænlendingar eru að vinna að því að öðlast sjálfstæði frá Danmörku. Grænlendingar vonast til þess að tekjur af námuvinnslu geti auðveldað þeim að standa á eigin fótum. Talið er að á Grænlandi megi mögulega finna mikið magn góðmálma og annarra mikilvægra málma. Sjá einnig: Af hverju langar Trump í Grænland? Erfiðlega hefur þó gengið að fá fyrirtæki til að hefja námuvinnslu og hefur það að miklu leyti verið rakið til skorts á innviðum. Sjá einnig: Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Grænland er einnig vel staðsett, ef svo má segja. Undanhald íssins á norðurslóðum mun opna nýjar siglingaleiðir og hafa hernaðarleg umsvif ríkja eins og Rússlands aukist þar á undanförnum árum. Ráðamenn í Rússlandi og Kína hafa til að mynda tekið höndum saman og heitið samvinnu varðandi þróun nýrra siglingaleiða um norðurslóðir. Það eru leiðir sem stytt geta siglingar milli heimshafa umtalsvert og dregið úr mikilvægi skipaskurða í Panama og Egyptalandi og vilja Bandaríkjamenn ólmir auka umsvif sín og varnir á þessum slóðum. Í áðurnefndu hlaðvarpi sagðist Trump ekki viss um það hvort Grænlendingar hefðu áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin. Kannanir hafa bersýnilega sýnt að svo er ekki. Meirihluti Grænlendinga vill sjálfstæði frá Danmörku en ekki vera innlimaðir af Bandaríkjunum. Mótmælin sem áttu sér stað vegna væntanlegrar heimsóknar JD Vance og eiginkonu hans til Grænlands gefa einnig til kynna að Grænlendingar séu ósáttir við framgöngu Bandaríkjamanna. „Við verðum að sannfæra þá,“ sagði Trump um Grænlendinga. „Við verðum að eignast þetta land, því það er ekki hægt að verja stóran hluta jarðarinnar, ekki bara Bandaríkin, án þess.“
Grænland Bandaríkin Donald Trump Danmörk Tengdar fréttir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34 „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku. 14. mars 2025 06:36 Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Donald Trump Bandaríkjaforseti segist halda að Bandaríkin muni innlima Grænland. Fráfarandi formaður landstjórnar Grænlands, Múte B. Egede, hefur ítrekað undirstrikað það í viðtölum að Grænlendingar hafi engan áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin. 13. mars 2025 18:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34
„Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku. 14. mars 2025 06:36
Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Donald Trump Bandaríkjaforseti segist halda að Bandaríkin muni innlima Grænland. Fráfarandi formaður landstjórnar Grænlands, Múte B. Egede, hefur ítrekað undirstrikað það í viðtölum að Grænlendingar hafi engan áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin. 13. mars 2025 18:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent