Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri Gunnar Gunnarsson skrifar 27. mars 2025 19:02 Stjarnan - Álftanes Bónus Deild Karla Vetur 2025 vísir/Diego Höttur kvaddi úrvalsdeild karla í körfuknattleik að sinni með 99-95 sigri á Álftanesi í kvöld en liðin mættust á Egilsstöðum. Með úrslitunum féll Álftanes niður í sjötta sæti deildarinnar en sæti í úrslitakeppninni var tryggt. Leikurinn var jafn allan tímann, liðin skiptust ellefu sinnum á forustu, 14 sinnum var jafnt og mesti munur var tíu stig um miðjan þriðja leikhluta og entist stutt. Þess vegna gaf það tóninn að Höttur skyldi vera yfir, 26-24 eftir fyrsta leikhluta. gunnar gunnarsson Margar villur voru helstu tíðindin úr þeim leikhluta. Liðin voru alls með sextán að honum loknum, þar af Höttur ellefu. Fjórar þeirra átti hinni ungi Óliver Árni Ólafsson sem fékk fjórar á innan við þremur mínútum í byrjun. Höttur fór síðan með helmingi meira forskot, 48-44 inn í leikhléið. Tvær þriggja stiga körfur undir lokin gerðu gæfumuninn, liðið náði 46-39 forkoti sem var mesti munurinn til þessa. gunnar gunnarsson Sveiflur voru í þriðja leikhluta, fyrst með Álftanesi, síðan Hetti sem komst tíu stigum yfir, 68-58. Álftanes tók þá leikhlé og skoraði tíu stig í röð úr fjórum sóknum. Höttur svaraði með leikhléi og tókst að ná yfirhöndinni á ný en það var Lukas Palyza sem átti lokaorðið, setti þrist úr vinstra horninu þannig gestirnir voru 67-68 yfir fyrir loka leikhlutann. Fjórar þriggja stiga körfur lögðu grunninn að sigrinum Það var síðan rétt undir lokin sem leikurinn sveiflaðist endanlega með Hetti. Eftir að staðan var 75-74 komu fjórar þriggja stiga körfur í röð frá Hetti þannig að liðið var komið með yfirhöndina, 87-83 þegar tvær og hálf mínúta var eftir. Við bættist fljótlega að Höttur var líka kominn í skotrétt og vítin nýttust ágætlega. Þegar staðan var orðin 97-88 og innan við mínúta eftir virtist sigurinn í höfn. En Álftanesi tókst að hleypa leiknum upp og koma muninum niður í 98-95 þegar níu sekúndur voru eftir. Gestirnir brutu þá á Nemanja Knezevic og sem betur fer setti hann niður seinna vítaskot sitt. Justin James var langstigahæstur hjá Álftanesi, sérstaklega framan af leik, skoraði 27 stig. Hjá Hetti skoraði Knezevic mest, 21 stig. Hvað gekk vel? Sigurinn byggði á liðsframmistöðu hjá Hetti. Stigaskorið dreifðist vel – og reyndar villurnar líka sem urðu 31. Adam Heede-Andersen átti trúlega sinn besta leik fyrir félagið, gaf 8 stoðsendingar og skoraði 18 stig, mörg á lokakaflanum. Hvað gekk illa? Það virtist vanta aðeins ákefð og hraða í Álftanesliðið, einkum sóknarlega. Það átti þó alltaf svör, þar til í blálokin, þegar Höttur tók af skarið. Dómararnir Davíð Hreiðarsson, Einar Valur Gunnarsson og Dominik Zielinski flautuðu fullmikið að mati heimamanna, sem er ekkert nýtt. Kastljósinu verður að beina að Zielinski sem dæmdi sinn fyrsta úrvalsdeildarleik og gerði það prýðilega, var rólegur og ákveðinn í sínum dómum. gunnar gunnarsson Hvað þýða úrslitin? Höttur var fallinn en nær aðeins að ýfa upp stoltið með sigrinum. Álftanes féll úr fimmta sæti niður í það sjötta þar sem Grindavík vann KR. Liðið mætir því Njarðvík í úrslitakeppninni. Bónus-deild karla Höttur UMF Álftanes
Höttur kvaddi úrvalsdeild karla í körfuknattleik að sinni með 99-95 sigri á Álftanesi í kvöld en liðin mættust á Egilsstöðum. Með úrslitunum féll Álftanes niður í sjötta sæti deildarinnar en sæti í úrslitakeppninni var tryggt. Leikurinn var jafn allan tímann, liðin skiptust ellefu sinnum á forustu, 14 sinnum var jafnt og mesti munur var tíu stig um miðjan þriðja leikhluta og entist stutt. Þess vegna gaf það tóninn að Höttur skyldi vera yfir, 26-24 eftir fyrsta leikhluta. gunnar gunnarsson Margar villur voru helstu tíðindin úr þeim leikhluta. Liðin voru alls með sextán að honum loknum, þar af Höttur ellefu. Fjórar þeirra átti hinni ungi Óliver Árni Ólafsson sem fékk fjórar á innan við þremur mínútum í byrjun. Höttur fór síðan með helmingi meira forskot, 48-44 inn í leikhléið. Tvær þriggja stiga körfur undir lokin gerðu gæfumuninn, liðið náði 46-39 forkoti sem var mesti munurinn til þessa. gunnar gunnarsson Sveiflur voru í þriðja leikhluta, fyrst með Álftanesi, síðan Hetti sem komst tíu stigum yfir, 68-58. Álftanes tók þá leikhlé og skoraði tíu stig í röð úr fjórum sóknum. Höttur svaraði með leikhléi og tókst að ná yfirhöndinni á ný en það var Lukas Palyza sem átti lokaorðið, setti þrist úr vinstra horninu þannig gestirnir voru 67-68 yfir fyrir loka leikhlutann. Fjórar þriggja stiga körfur lögðu grunninn að sigrinum Það var síðan rétt undir lokin sem leikurinn sveiflaðist endanlega með Hetti. Eftir að staðan var 75-74 komu fjórar þriggja stiga körfur í röð frá Hetti þannig að liðið var komið með yfirhöndina, 87-83 þegar tvær og hálf mínúta var eftir. Við bættist fljótlega að Höttur var líka kominn í skotrétt og vítin nýttust ágætlega. Þegar staðan var orðin 97-88 og innan við mínúta eftir virtist sigurinn í höfn. En Álftanesi tókst að hleypa leiknum upp og koma muninum niður í 98-95 þegar níu sekúndur voru eftir. Gestirnir brutu þá á Nemanja Knezevic og sem betur fer setti hann niður seinna vítaskot sitt. Justin James var langstigahæstur hjá Álftanesi, sérstaklega framan af leik, skoraði 27 stig. Hjá Hetti skoraði Knezevic mest, 21 stig. Hvað gekk vel? Sigurinn byggði á liðsframmistöðu hjá Hetti. Stigaskorið dreifðist vel – og reyndar villurnar líka sem urðu 31. Adam Heede-Andersen átti trúlega sinn besta leik fyrir félagið, gaf 8 stoðsendingar og skoraði 18 stig, mörg á lokakaflanum. Hvað gekk illa? Það virtist vanta aðeins ákefð og hraða í Álftanesliðið, einkum sóknarlega. Það átti þó alltaf svör, þar til í blálokin, þegar Höttur tók af skarið. Dómararnir Davíð Hreiðarsson, Einar Valur Gunnarsson og Dominik Zielinski flautuðu fullmikið að mati heimamanna, sem er ekkert nýtt. Kastljósinu verður að beina að Zielinski sem dæmdi sinn fyrsta úrvalsdeildarleik og gerði það prýðilega, var rólegur og ákveðinn í sínum dómum. gunnar gunnarsson Hvað þýða úrslitin? Höttur var fallinn en nær aðeins að ýfa upp stoltið með sigrinum. Álftanes féll úr fimmta sæti niður í það sjötta þar sem Grindavík vann KR. Liðið mætir því Njarðvík í úrslitakeppninni.
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti