Lokaæfing fyrir almyrkva Auðun Georg Ólafsson skrifar 28. mars 2025 13:11 Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir spána vera þokkalega á landinu til að sjá deildarmyrkva í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason Deildarmyrkvi á sólu mun sjást vel um allt land í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir undirbúning vera að hefjast fyrir almyrkvann sem verður í ágúst á næsta ári. Þá muni landið væntanlega fyllast af túristum og álag aukast á innviði. Sólmyrkvar verða þegar tunglið gengur fyrir sólina og varpar skugga á jörðina. Síðasti deildarmyrkvi á sólu varð 8. apríl í fyrra en hann var aðeins minni heldur en sá sem verður á morgun, að sögn Sævars Helga. Deildarmyrkvinn hefst skömmu eftir klukkan tíu í fyrramálið og á að ná hámarki klukkustund síðar en þá mun tunglið hylja um 67,6 prósent af sólinni, séð frá Reykjavík. Frá Vesturbyggð á sunnanverðum Vestfjörðum mun tunglið hylja 75,3 prósent sólar. Þetta mun ekki aðeins sjást frá Íslandi, heldur líka á norðausturhluta Bandaríkjanna, austurhluta Kanada, Grænlandi, Evrópu, norðvestur Afríku og norðvestur Rússlandi. Deildarmyrkvinn verður mestur yfir Quebec þar sem 93% skífu sólar verður hulin, að því er fram kemur á vefnum Icelandatnight.is. Ágætis spá Spáin í fyrramálið er þokkaleg fyrir marga staði á landinu, sérstaklega á vestanverðu landinu en spáin austan til er þungbúin. Sævar segir ágætt að hafa í huga að í deildarmyrkvum og í sólmyrkvum þá er hið fullkomna veður ekki nauðsynlegt. Hægt sé að sjá þetta náttúrufyrirbæri ef sólin sést í gegnum skýjahulu. Best sé að nota sólmyrkvagleraugu. „Venjuleg sólgleraugu virka því miður ekki. Sólin er svo ægibjört að nota þarf gleraugu sem hleypa bara tíu þúsundasta hluta af ljósinu sem fer í gegn. Í gegnum slík gleraugu sést ekki neitt annað en svart og bara sólin þegar horft er í átt að henni.“ Undirbúningur fyrir almyrka Sævar segist líta á deilarmyrkvann á morgun sem loka æfinguna fyrir stóra atburðinn sem verður 12. ágúst á næsta ári þegar almyrkvi verður. „Það er full ástæða fyrir því að sveitarfélög og yfirvöld eins og vegagerð, almannavarnir og lögregla hugi að undirbúningi vegna þess að það má búast við ótrúlega miklum fjölda ferðafólks sem kemur hingað sérstaklega til að fylgjast með myrkvanum. Svo er það líka áhugi heimafólks sem kviknar yfirleitt ekki nema bara rétt fyrir myrkvann. Það má búast við mikilli umferð á vegum úti á næsta ári, 12. ágúst 2026 og miklum áhuga. Það er full ástæða til að byrja að undirbúa það vel og sem betur fer er undirbúningur að hefjast.“ Sólin Tunglið Geimurinn Almyrkvi 12. ágúst 2026 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Sólmyrkvar verða þegar tunglið gengur fyrir sólina og varpar skugga á jörðina. Síðasti deildarmyrkvi á sólu varð 8. apríl í fyrra en hann var aðeins minni heldur en sá sem verður á morgun, að sögn Sævars Helga. Deildarmyrkvinn hefst skömmu eftir klukkan tíu í fyrramálið og á að ná hámarki klukkustund síðar en þá mun tunglið hylja um 67,6 prósent af sólinni, séð frá Reykjavík. Frá Vesturbyggð á sunnanverðum Vestfjörðum mun tunglið hylja 75,3 prósent sólar. Þetta mun ekki aðeins sjást frá Íslandi, heldur líka á norðausturhluta Bandaríkjanna, austurhluta Kanada, Grænlandi, Evrópu, norðvestur Afríku og norðvestur Rússlandi. Deildarmyrkvinn verður mestur yfir Quebec þar sem 93% skífu sólar verður hulin, að því er fram kemur á vefnum Icelandatnight.is. Ágætis spá Spáin í fyrramálið er þokkaleg fyrir marga staði á landinu, sérstaklega á vestanverðu landinu en spáin austan til er þungbúin. Sævar segir ágætt að hafa í huga að í deildarmyrkvum og í sólmyrkvum þá er hið fullkomna veður ekki nauðsynlegt. Hægt sé að sjá þetta náttúrufyrirbæri ef sólin sést í gegnum skýjahulu. Best sé að nota sólmyrkvagleraugu. „Venjuleg sólgleraugu virka því miður ekki. Sólin er svo ægibjört að nota þarf gleraugu sem hleypa bara tíu þúsundasta hluta af ljósinu sem fer í gegn. Í gegnum slík gleraugu sést ekki neitt annað en svart og bara sólin þegar horft er í átt að henni.“ Undirbúningur fyrir almyrka Sævar segist líta á deilarmyrkvann á morgun sem loka æfinguna fyrir stóra atburðinn sem verður 12. ágúst á næsta ári þegar almyrkvi verður. „Það er full ástæða fyrir því að sveitarfélög og yfirvöld eins og vegagerð, almannavarnir og lögregla hugi að undirbúningi vegna þess að það má búast við ótrúlega miklum fjölda ferðafólks sem kemur hingað sérstaklega til að fylgjast með myrkvanum. Svo er það líka áhugi heimafólks sem kviknar yfirleitt ekki nema bara rétt fyrir myrkvann. Það má búast við mikilli umferð á vegum úti á næsta ári, 12. ágúst 2026 og miklum áhuga. Það er full ástæða til að byrja að undirbúa það vel og sem betur fer er undirbúningur að hefjast.“
Sólin Tunglið Geimurinn Almyrkvi 12. ágúst 2026 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira