Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. mars 2025 14:31 Mikill reykur var á svæðinu. EPA Lofther Ísraelsher gerði fyrstu loftárásina í Beirút, höfuðborg Líbanon, síðan vopnahlé var samþykkt milli Ísrales og Hezbollah samtakanna undir lok síðasta árs. Eldflaugum var miðað á hús í suðurhluta Beirút og er talið að í húsinu hafi verið stór bíll og drónar í eigu Hezbollah sem eru samtök í Líbanon sem studd eru af Íran. Ísraelsher varaði við árásinni með færslu á samfélagsmiðlinum X og tveimur minni dróna árásum samkvæmt umfjöllun The Guardian. Íbúum var sagt að vera í að minnsta kosti þrjú hundruð metra fjarlægð frá tilgreindu húsi í færslunni. Þá voru einhverjir íbúar á svæðinu sem skutu byssum upp í loftið til að vara aðra við. Fyrr í morgun tilkynnti Ísrael að þeir hefðu stöðvað tvær eldflaugar frá Líbanon og væri það annað skipti í þessari viku. Enginn hefur tekið ábyrgð á því að hafa sent eldflaugarnar. Átök milli Ísraelshers og Hezbollah hófust degi eftir árás Hamas í Ísrael þann 7. október 2023 þegar Hezbollah-liðar skutu eldflaugum að Ísrael. Um ári seinna, 1. október 2024, réðust Ísraelsmenn inn í Líbanon. Vopnahlé náðist á milli ríkjanna 27. nóvember það sama ár. Tæplega fjögur þúsund manns létust í átökunum og um milljón manns þurfti að flýja heimili sín í Lebanon. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels mun leggja fram tillögu um vopnahlé milli Ísraels og Líbanon fyrir ríkisstjórn sína til samþykktar. Þetta tilkynnti ráðherrann í kvöld en ítrekaði að vopnahlé í Líbanon hafi engin áhrif á stríðið á Gasa. 26. nóvember 2024 20:10 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Eldflaugum var miðað á hús í suðurhluta Beirút og er talið að í húsinu hafi verið stór bíll og drónar í eigu Hezbollah sem eru samtök í Líbanon sem studd eru af Íran. Ísraelsher varaði við árásinni með færslu á samfélagsmiðlinum X og tveimur minni dróna árásum samkvæmt umfjöllun The Guardian. Íbúum var sagt að vera í að minnsta kosti þrjú hundruð metra fjarlægð frá tilgreindu húsi í færslunni. Þá voru einhverjir íbúar á svæðinu sem skutu byssum upp í loftið til að vara aðra við. Fyrr í morgun tilkynnti Ísrael að þeir hefðu stöðvað tvær eldflaugar frá Líbanon og væri það annað skipti í þessari viku. Enginn hefur tekið ábyrgð á því að hafa sent eldflaugarnar. Átök milli Ísraelshers og Hezbollah hófust degi eftir árás Hamas í Ísrael þann 7. október 2023 þegar Hezbollah-liðar skutu eldflaugum að Ísrael. Um ári seinna, 1. október 2024, réðust Ísraelsmenn inn í Líbanon. Vopnahlé náðist á milli ríkjanna 27. nóvember það sama ár. Tæplega fjögur þúsund manns létust í átökunum og um milljón manns þurfti að flýja heimili sín í Lebanon.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels mun leggja fram tillögu um vopnahlé milli Ísraels og Líbanon fyrir ríkisstjórn sína til samþykktar. Þetta tilkynnti ráðherrann í kvöld en ítrekaði að vopnahlé í Líbanon hafi engin áhrif á stríðið á Gasa. 26. nóvember 2024 20:10 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels mun leggja fram tillögu um vopnahlé milli Ísraels og Líbanon fyrir ríkisstjórn sína til samþykktar. Þetta tilkynnti ráðherrann í kvöld en ítrekaði að vopnahlé í Líbanon hafi engin áhrif á stríðið á Gasa. 26. nóvember 2024 20:10