Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. mars 2025 16:57 Hundruð þúsunda mótmæltu í Istanbúl í dag. EPA Yfir 1900 manns hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í Tyrklandi eftir að borgarstjóri Istanbúl var handtekinn. Mótmælin hafa staðið í tíu daga og mættu hundruð þúsunda í dag. Mótmælin hófust eftir að Ekrem İmamoğlu, borgarstjóri Istanbúl, var handtekinn og sakaður um svik og spillingu. İmamoğlu er sagður vera einn helsti andstæðingur Recep Tayyip Erdoğan, forseta Tyrklands. Þau hafa staðið nú í tíu daga en hundruðir þúsunda mættu á mótmæli í miðborg Istanbúl í dag. Özgur Özel, leiðtogi minnihlutaflokksins Þjóðarflokk Repúblikana (CHP), stóð að mótmælunum og taldi að yfir tvær milljónir manna hafi mætti. „Þeir hafa handtekið hundruð barna, þúsundir ungmenna,“ sagði Özel við mótmælendurna samkvæmt umfjöllun The Guardian. „Þeir höfðu aðeins eitt markmið í huga, að hræða þau þau, skelfa þau, tryggja að þau færu aldrei út aftur.“ Özgur Özel ávarpaði mótmælendur.EPA Hann kallaði einnig eftir því að bæði İmamoğlu og Selahattin Demirtaş, fyrrum forsetaframbjóðandi sem var í fangelsi á meðan framboðinu stóð, yrðu látnir lausir. Demirtaş hafði verið í fangelsi í níu ár fyrir hryðjuverk þegar hann bauð sig fram. Özel sagði við fréttamenn að hann væri tilbúinn að taka þá áhættu að halda mótmælunum áfram þrátt fyrir að hann yrði vistaður í fangelsi fyrir. „Ef við stoppum ekki þessa tilraun til valdaráns mun það þýða endalok kjörkassans,“ sagði hann. Meðal þeirra sem hafa verið handteknir voru þrettán blaðamenn, þar af einn sænskur blaðamaður. Tíu fréttaljósmyndarar voru handteknir fyrir að fjalla um mótmælin en þeir hafa verið látnir lausir. Tyrkland Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Sjá meira
Mótmælin hófust eftir að Ekrem İmamoğlu, borgarstjóri Istanbúl, var handtekinn og sakaður um svik og spillingu. İmamoğlu er sagður vera einn helsti andstæðingur Recep Tayyip Erdoğan, forseta Tyrklands. Þau hafa staðið nú í tíu daga en hundruðir þúsunda mættu á mótmæli í miðborg Istanbúl í dag. Özgur Özel, leiðtogi minnihlutaflokksins Þjóðarflokk Repúblikana (CHP), stóð að mótmælunum og taldi að yfir tvær milljónir manna hafi mætti. „Þeir hafa handtekið hundruð barna, þúsundir ungmenna,“ sagði Özel við mótmælendurna samkvæmt umfjöllun The Guardian. „Þeir höfðu aðeins eitt markmið í huga, að hræða þau þau, skelfa þau, tryggja að þau færu aldrei út aftur.“ Özgur Özel ávarpaði mótmælendur.EPA Hann kallaði einnig eftir því að bæði İmamoğlu og Selahattin Demirtaş, fyrrum forsetaframbjóðandi sem var í fangelsi á meðan framboðinu stóð, yrðu látnir lausir. Demirtaş hafði verið í fangelsi í níu ár fyrir hryðjuverk þegar hann bauð sig fram. Özel sagði við fréttamenn að hann væri tilbúinn að taka þá áhættu að halda mótmælunum áfram þrátt fyrir að hann yrði vistaður í fangelsi fyrir. „Ef við stoppum ekki þessa tilraun til valdaráns mun það þýða endalok kjörkassans,“ sagði hann. Meðal þeirra sem hafa verið handteknir voru þrettán blaðamenn, þar af einn sænskur blaðamaður. Tíu fréttaljósmyndarar voru handteknir fyrir að fjalla um mótmælin en þeir hafa verið látnir lausir.
Tyrkland Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Sjá meira