Innlent

Suður­lands­vegi lokað vegna al­var­legs slyss

Árni Sæberg skrifar
Viðbragðsaðilar eru á vettvangi. Myndin er úr safni.
Viðbragðsaðilar eru á vettvangi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum laust fyrir klukkan 13 í dag.

Í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi segir að viðbragðsaðilar séu á vettvangi og Suðurlandsvegur verði lokaður á meðan vettvangsvinna stendur yfir.

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að um einn bíl hafi verið að ræða með þrjá innanborðs. Einn þeirra sé alvarlega slasaður en hinir tveir aðeins með minniháttar skrámur. Allir séu þeir erlendir ferðamenn.

Í uppfærðri tilkynnningu segir að engin hjáleið sé fær fram hjá slysstað og reikna megi með því að vegurinn verði lokaður að minnsta kosti til klukkan 15:40.

Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á slysinu með aðstoð tæknideildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×