Innlent

Eld­gosið séð úr lofti

Árni Sæberg skrifar
Eldgosið nær inn fyrir varnargarðinn við Grindavík.
Eldgosið nær inn fyrir varnargarðinn við Grindavík. Vísir

Þyrlu Landhelgisgæslunnar er nú flogið yfir Grindavík og nágrenni, þar sem eldgos hófst í morgun. Beina útsendingu úr þyrlunni má sjá í spilaranum hér að neðan.

Sprunga opnaðist rétt suðaustur af Þorbirni um klukkan 09:45 í morgun. Skömmu síðar hafði sprungan teygt sig inn fyrir varnargarðinn við Grindavík. Hún hefur enn sem komið er ekki stækkað innan garðsins. 

Fylgjast má vel með þróuninni í spilaranum hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×