„Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. apríl 2025 16:00 Alexandra Jóhannsdóttir er klár í slaginn. Vísir/Einar Alexandra Jóhannsdóttir mætir í góðu formi til liðs við íslenska landsliðið fyrir komandi leiki við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni. Hún hefur byrjað vel á nýjum stað í Svíþjóð. Alexandra gekk í raðir Kristianstad í Svíþjóð frá Fiorentina á Ítalíu fyrir nýhafna leiktíð. Hún hefur farið vel af stað í upphafi leiktíðar. Alexandra lagði upp í fyrsta leik og skoraði í þeim næsta en Kristianstad er með þrjú stig eftir þá fyrstu tvo leiki í deildinni. Hún hefði þó fremur kosið sigur í fyrsta leiknum. Klippa: Alexandra vel stemmd „Þetta hefur byrjað ágætlega, hjá mér persónulega. En stoðsending í fyrsta leik gerir kannski ekki mikið ef þú vinnur ekki leikinn. Ég hefði frekar tekið sigurinn en stoðsendingu,“ segir Alexandra. Hún er liðsfélagi þeirra Kötlu Tryggvadóttur og Guðnýjar Árnadóttur hjá sænska liðinu og kann vel við að hafa aðra íslenska leikmenn með sér. „Mér líður ótrúlega vel. Það hafa allir komið mér rosalega vel inn í þetta og halda voðalega vel utan um mig. Íslendingarnir eru búnir að taka mig inn í fjölskylduna, þetta er rosalega gott. Þetta er svolítið fjölskylduumhverfi og maður finnur hvað Íslendingarnir standa vel saman og þétt við bakið á hvorum öðrum,“ segir Alexandra, sem hefur ekki haft íslenska liðsfélaga áður á tíma sínum í Þýskalandi og á Ítalíu. „Þetta er frábrugðið lífinu á Ítalíu og í Þýskalandi. Ég er ekki vön þessu. Ég er vön því að vera eini Íslendingurinn, með enga aðra í kringum mig, svo mér líður svolítið eins og ég sé heima,“ segir Alexandra. Ekkert vandamál að spila á Valbjarnarvelli Einhverjir leikmenn æfðu í gær á meðan aðrir fóru í ræktina eftir átök með félagsliði um helgina. Þá æfði allur hópurinn saman á Þróttarvelli í dag. „Hópurinn kom saman í gær og þeir sem voru kannski að spila minna æfðu í gær og svo fyrsta alvöru æfingin í dag. Það er flott æfing í dag, ég held að allir geti verið sammála um það, góð ákefð og góður fókus,“ segir Alexandra. Hún segir þá rótið á liðinu, sem spilar á heimavelli Þróttar í komandi leikjum, ekki hafa áhrif. „Nei, nei. Við höfum allar spilað á Íslandi og spilað á öllum þessum völlum hérna heima. Svo sjáum við Laugardalsvöllinn þarna hinu megin, okkur líður bara vel,“ segir Alexandra. Missir af Glódísi Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir mun ekki spila komandi leiki. Hún hefur aldrei misst úr landsleik vegna meiðsla og því eilítið sérstakt að mæta til leiks með landsliðinu og hún fjarverandi. „Jú, auðvitað. Það er svakalegur missir fyrir okkur, fyrirliðinn okkar og leiðtogi liðsins. Það bara gefur öðrum tækifæri til að stíga upp og taka við keflinu,“ segir Alexandra. Ísland er með eitt stig í Þjóðadeildinni eftir fyrstu tvo leikina við Sviss og Frakkland ytra í síðasta mánuði. Stefnan er að fjölga stigunum í komandi heimaleikjum við Noreg og Sviss. „Við hefðum viljað hafa náð í fleiri stig í síðasta glugga. En ef og hefði. Auðvitað förum við inn í leikinn á föstudaginn til að sækja þrjú stig. Við byrjum þar og sjáum svo með þriðjudaginn,“ segir Alexandra. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Sjá meira
Alexandra gekk í raðir Kristianstad í Svíþjóð frá Fiorentina á Ítalíu fyrir nýhafna leiktíð. Hún hefur farið vel af stað í upphafi leiktíðar. Alexandra lagði upp í fyrsta leik og skoraði í þeim næsta en Kristianstad er með þrjú stig eftir þá fyrstu tvo leiki í deildinni. Hún hefði þó fremur kosið sigur í fyrsta leiknum. Klippa: Alexandra vel stemmd „Þetta hefur byrjað ágætlega, hjá mér persónulega. En stoðsending í fyrsta leik gerir kannski ekki mikið ef þú vinnur ekki leikinn. Ég hefði frekar tekið sigurinn en stoðsendingu,“ segir Alexandra. Hún er liðsfélagi þeirra Kötlu Tryggvadóttur og Guðnýjar Árnadóttur hjá sænska liðinu og kann vel við að hafa aðra íslenska leikmenn með sér. „Mér líður ótrúlega vel. Það hafa allir komið mér rosalega vel inn í þetta og halda voðalega vel utan um mig. Íslendingarnir eru búnir að taka mig inn í fjölskylduna, þetta er rosalega gott. Þetta er svolítið fjölskylduumhverfi og maður finnur hvað Íslendingarnir standa vel saman og þétt við bakið á hvorum öðrum,“ segir Alexandra, sem hefur ekki haft íslenska liðsfélaga áður á tíma sínum í Þýskalandi og á Ítalíu. „Þetta er frábrugðið lífinu á Ítalíu og í Þýskalandi. Ég er ekki vön þessu. Ég er vön því að vera eini Íslendingurinn, með enga aðra í kringum mig, svo mér líður svolítið eins og ég sé heima,“ segir Alexandra. Ekkert vandamál að spila á Valbjarnarvelli Einhverjir leikmenn æfðu í gær á meðan aðrir fóru í ræktina eftir átök með félagsliði um helgina. Þá æfði allur hópurinn saman á Þróttarvelli í dag. „Hópurinn kom saman í gær og þeir sem voru kannski að spila minna æfðu í gær og svo fyrsta alvöru æfingin í dag. Það er flott æfing í dag, ég held að allir geti verið sammála um það, góð ákefð og góður fókus,“ segir Alexandra. Hún segir þá rótið á liðinu, sem spilar á heimavelli Þróttar í komandi leikjum, ekki hafa áhrif. „Nei, nei. Við höfum allar spilað á Íslandi og spilað á öllum þessum völlum hérna heima. Svo sjáum við Laugardalsvöllinn þarna hinu megin, okkur líður bara vel,“ segir Alexandra. Missir af Glódísi Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir mun ekki spila komandi leiki. Hún hefur aldrei misst úr landsleik vegna meiðsla og því eilítið sérstakt að mæta til leiks með landsliðinu og hún fjarverandi. „Jú, auðvitað. Það er svakalegur missir fyrir okkur, fyrirliðinn okkar og leiðtogi liðsins. Það bara gefur öðrum tækifæri til að stíga upp og taka við keflinu,“ segir Alexandra. Ísland er með eitt stig í Þjóðadeildinni eftir fyrstu tvo leikina við Sviss og Frakkland ytra í síðasta mánuði. Stefnan er að fjölga stigunum í komandi heimaleikjum við Noreg og Sviss. „Við hefðum viljað hafa náð í fleiri stig í síðasta glugga. En ef og hefði. Auðvitað förum við inn í leikinn á föstudaginn til að sækja þrjú stig. Við byrjum þar og sjáum svo með þriðjudaginn,“ segir Alexandra. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Sjá meira