Innlent

Trjám úr Öskju­hlíð skipað frá Hafnar­firði

Jakob Bjarnar skrifar
Valdimar Víðisson bæjarstjóri stillir sér sposkur á svip upp við timburstaflann. Hafnfirðingar já í þessu tækifæri.
Valdimar Víðisson bæjarstjóri stillir sér sposkur á svip upp við timburstaflann. Hafnfirðingar já í þessu tækifæri.

Margir Hafnfirðingar ráku upp stór augu þegar þeir litu myndarlegan stafla af innlendum skógarvið á kæjanum þar í bæ augum. Timbrið bíður þess að vera lestað í skip sem siglt verður til Eskifjarðar. Þar verður timbrið sagað niður í borðvið.

Um er að ræða timbur sem til féll eftir skógarhögg í Öskjuhlíð sem staðið hefur yfir í Öskjuhlíð undanfarnar vikur. En eftir talsverðar deilur borgaryfirvalda í Reykjavík var loks farið í að fella tré til að tryggja aðflug að austur-vesturbraut Reykjavíkurflugvallar.

Þar sem hér er um nokkur tímamót að ræða, líklega í fyrsta skipti sem timbri er skipað frá Hafnarfirði, stillti Valdimar Víðisson bæjarstjóri sér upp við timburstaflann, sposkur á svip.

Í tilkynningu sem finna má vef Hafnarfjarðarbæjar segir að aldrei sé að vita nema framhald verði á lestun á skógarafurðum þaðan. Fullyrt er að kröftugur og mikill skógarviður sé víða í nágrenninu. Heimamenn hafi margir séð í því möguleika; nýjan atvinnuvegur og „kjörið tækifæri sé að fara í næstu grisjun hér í næsta nágrenni í hlíðum Hamarskotshamars.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×