Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni.
Hvenær vaknar þú á morgnana?
„Milli fimm og hálf átta, fer eftir stemmingu og verkefnastöðu, ég reyni reglulega að vera 5am club A týpa en er í raun bara B+ týpa.“
Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana?
Ég er mesta allt eða ekkert gellan og tek mismunandi rútínur yfir árið.
Þegar ég vakna klukkan fimm og byrja á því að eiga minnn heilaga tíma ísköldum Nocco og fer yfir plan dagsins, svara mikilvægum tölvupóstum og baka svo beyglur í nesti áður en ég vek krakkana og kem þeim í skólann, þá finnst mér ég flottust.
Maðurinn minn vaknar alltaf klukkan sex og fer í bílskúrinn í ræktina svo þá er notarlegt að ná smá tíma saman áður en hann fer í vinnu og ég að vekja krakkana.
Oftast er það því miður þannig að ég snooza aðeins of oft og enda á að taka minn tíma eftir að ég er búin að koma krökkunum í skólann.“
Hallærislegasta sjónvarpsefni sem þú hefur dottið í að fylgjast með?
„Ég held að það hljóti að vera Love is Blind. Það er í raun alveg steikt konsept en ég get ekki hætt að horfa!“

Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana?
„Það er mikið spennandi framundan en við erum dugleg að fara til Ítalíu og uppfæra efnin sem við bjóðum upp á í S. Helgason og á döfinni er ferð þangað að skoða fallegan náttúrustein og velja inn fyrir haustið. Eins höfum við verið að breyta til í versluninni okkar svo við höfum rými til að sýna betur okkar fallegu og fjölbreyttu efni.
Á SÓL eru alltaf einhverjar breytingar á matseðli sem er spennandi að fylgjast með og svo er framundan fyrsta sumarið okkar og við hlökkum til að taka á móti gestum á pallinn til okkar. Við erum einnig að vinna að nýjum kokteilaseðli en með hækkandi Sól er skemmtilegt að breyta aðeins til og nýta allt það ferska hráefni sem við höfum í húsinu.“
Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu?
Það er fátt sem ég elska meira en góða lista og er því með lista út um allt. Í tölvunni, símanum og dagbókinni, en þannig finnst mér ég hafa góða yfirsýn yfir það sem er framundan í vinnu og einkalífi.
Dagurinn hefst því alltaf kvöldið áður með góðum lista yfir verkefni dagsins.
Ef það fór ekki á listann þá er það sennilega ekki gert.“
Hvenær ferðu að sofa á kvöldin?
„Alltof seint. Ég vildi að ég gæti sagt hálf ellefu en það er því miður nær hálf eitt. Eftir því sem börnin eldast og fara seinna að sofa þá lengist sá tími alltaf þar sem ég tými ekki að fara sofa strax, þótt það sé ekki merkilegra en að skrolla á tiktok. Eins kenni ég miklu körfuboltaáhorfi um en það getur verið erfitt að ná sér niður eftir spennandi leiki; áfram Álftanes!“