„Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2025 19:31 Þorsteinn Halldórsson var ánægður með margt í leik íslenska liðsins í kvöld. Vísir/Anton Brink Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með leik liðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni í kvöld, þrátt fyrir að íslensku stelpunum hafi ekki tekist að sækja sigurinn. Íslenska liðið var í bílstjórasætinu stærstan hluta leiksins og skapaði sér nóg af færum í leik kvöldsins. Inn vildi boltinn þó ekki og niðurstaðan varð markalaust jafntefli. „Ég var ánægður með leikinn og ég var ánægður með margt sem við gerðum. Við sköpuðum okkur færi til að skora, en vissulega fengu þær einhver færi líka, en heilt yfir fannst mér við sterkari aðilinn í þessum leik,“ sagði Þorsteinn í leikslok. „Eins og ég segi þá sköpuðum við færi til að skora og auðvitað eru það ákveðin vonbrigði að skora ekki, en við verðum líka að horfa í frammistöðuna og heilt yfir fannst mér hún góð. Ég er að mörgu leyti sáttur við margt af því sem við vorum að gera.“ Þorsteinn gerði fimm breytingar á íslenska liðinu frá síðasta leik og neyddist til að hafa fyrirliðann Glódísi Perlu Viggósdóttur utan hóps í fyrsta skipti í fjölda ára. Hann segir liðið þó hafa náð að stilla strengi sína. „Mér fannst dýnamíkin bara góð. Leikmenn voru að stíga upp og gerðu margt af því sem var lagt fyrir þá. Við spiluðum þennan leik bara heilt yfir vel. Ég er sáttur við margt og ég er sáttur við hugrekkið og kraftinn í þeim. Við vorum að skapa okkur færi til að skora, en það datt ekki með okkur í dag. Ef við spilum af þessum krafti og áræðni á þriðjudaginn þá fáum við enn betri úrslit þar.“ Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi haft yfirhöndina stærstan hluta leiksins fékk norska liðið sín færi til að koma boltanum yfir línuna. Þau færi fengu Norðmenn þó yfirleitt eftir mistök íslenska liðsins, sem Þorsteinn vonar að leikmenn hafi náð að hrista af sér. „Ég ætla að vona það. Mér fannst við aldrei vera í vandræðum með þær. Þetta var meira þannig að við að gefa þeim möguleika á því að komast í dauðafæri og allt það, eða koma þeim í færi eftir smá mistök hjá okkur.“ „En mér fannst þær aldrei ná að spila okkur sundur og saman. Auðvitað lágu þær aðeins á okkur á kafla þarnar í seinni hálfleik þar sem við duttum aðeins niður, en við töluðum um það fyrir leik að það kemur alltaf kafli í fótboltaleik þar sem þú þarft að verjast og þú þarft bara að elska það. Mér fannst við bara gera það vel og ég var ekkert stressaður yfir því. Svo komum okkur bara inn í þetta hægt og rólega aftur og hefðum alveg getað skorað.“ Þá segir hann mikilvægt að hamra járnið á meðan það er heitt og taka jákvæða frammistöðu með sér í næsta leik, þó úrslitin hafi ekki dottið með íslenska liðinu í kvöld. „Ég held að við getum algjörlega horft á þetta þannig. Við þurfum bara að hrista þennan leik úr okkur og svo þurfum við bara að mæta klárar á þriðjudaginn og fá jafnvel enn betri frammistöðu. Það er allavega lágmark að fá sömu ákefð, sama kraft og sama þor í liðið og þá munum við vinna á þriðjuaginn,“ sagði Þorsteinn að lokum, en íslenska liðið tekur á móti Sviss næstkomandi þriðjudag. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Sjá meira
Íslenska liðið var í bílstjórasætinu stærstan hluta leiksins og skapaði sér nóg af færum í leik kvöldsins. Inn vildi boltinn þó ekki og niðurstaðan varð markalaust jafntefli. „Ég var ánægður með leikinn og ég var ánægður með margt sem við gerðum. Við sköpuðum okkur færi til að skora, en vissulega fengu þær einhver færi líka, en heilt yfir fannst mér við sterkari aðilinn í þessum leik,“ sagði Þorsteinn í leikslok. „Eins og ég segi þá sköpuðum við færi til að skora og auðvitað eru það ákveðin vonbrigði að skora ekki, en við verðum líka að horfa í frammistöðuna og heilt yfir fannst mér hún góð. Ég er að mörgu leyti sáttur við margt af því sem við vorum að gera.“ Þorsteinn gerði fimm breytingar á íslenska liðinu frá síðasta leik og neyddist til að hafa fyrirliðann Glódísi Perlu Viggósdóttur utan hóps í fyrsta skipti í fjölda ára. Hann segir liðið þó hafa náð að stilla strengi sína. „Mér fannst dýnamíkin bara góð. Leikmenn voru að stíga upp og gerðu margt af því sem var lagt fyrir þá. Við spiluðum þennan leik bara heilt yfir vel. Ég er sáttur við margt og ég er sáttur við hugrekkið og kraftinn í þeim. Við vorum að skapa okkur færi til að skora, en það datt ekki með okkur í dag. Ef við spilum af þessum krafti og áræðni á þriðjudaginn þá fáum við enn betri úrslit þar.“ Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi haft yfirhöndina stærstan hluta leiksins fékk norska liðið sín færi til að koma boltanum yfir línuna. Þau færi fengu Norðmenn þó yfirleitt eftir mistök íslenska liðsins, sem Þorsteinn vonar að leikmenn hafi náð að hrista af sér. „Ég ætla að vona það. Mér fannst við aldrei vera í vandræðum með þær. Þetta var meira þannig að við að gefa þeim möguleika á því að komast í dauðafæri og allt það, eða koma þeim í færi eftir smá mistök hjá okkur.“ „En mér fannst þær aldrei ná að spila okkur sundur og saman. Auðvitað lágu þær aðeins á okkur á kafla þarnar í seinni hálfleik þar sem við duttum aðeins niður, en við töluðum um það fyrir leik að það kemur alltaf kafli í fótboltaleik þar sem þú þarft að verjast og þú þarft bara að elska það. Mér fannst við bara gera það vel og ég var ekkert stressaður yfir því. Svo komum okkur bara inn í þetta hægt og rólega aftur og hefðum alveg getað skorað.“ Þá segir hann mikilvægt að hamra járnið á meðan það er heitt og taka jákvæða frammistöðu með sér í næsta leik, þó úrslitin hafi ekki dottið með íslenska liðinu í kvöld. „Ég held að við getum algjörlega horft á þetta þannig. Við þurfum bara að hrista þennan leik úr okkur og svo þurfum við bara að mæta klárar á þriðjudaginn og fá jafnvel enn betri frammistöðu. Það er allavega lágmark að fá sömu ákefð, sama kraft og sama þor í liðið og þá munum við vinna á þriðjuaginn,“ sagði Þorsteinn að lokum, en íslenska liðið tekur á móti Sviss næstkomandi þriðjudag.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Sjá meira