„Það erfiðasta er ennþá eftir“ Hjörvar Ólafsson skrifar 4. apríl 2025 21:57 Þorleifur Ólafsson er með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir að vera kominn 2-0 yfir. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindaavíkur, segir vandasamasta verkið vera eftir en liðið er komið 2-0 yfir í rimmu sinni við deildarmeistara Hauka í átta liða úrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta. Grindavík vann sannfærandi 14 stiga sigur þegar liðin leiddu saman hesta sína í öðrum leik sínum í Smáranum í kvöld. „Við spiluðum vel í þessum leik og það var frábær liðsheild sem skilaði þessum sigri. Við vorum sterkari í baráttunni um fráköst og Isabella Ósk var öflug á báðum endum vallarins. Við vorum smá tíma að átta okkur á svæðisvörninni sem þær spiluðu en þegar við gerðum það náðum við að búa til opin og góð færi,“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, kátur að leik loknum. „Ég tek það á mig að hafa ekki farið nógu vel yfir svæðisvörnina sem ég var nokkurn veginn viss um að þær myndu spila. Þær náðu svo að að loka á Isabellu Ósk á kafla og þá áttum við í erfiðleikum með að skora. Í smá tíma fórum við að verja forskotið sem kann aldrei góðri lukku að stýra. Við fundum hins vegar lausnir og það er jákvætt,“ sagði Þorleifur enn fremur. „Þó svo að við séum komnar í 2-0 þá megum við ekki fara fram úr okkur. Það erfiðast er eftir, það er að loka seríunni með þriðja sigrinum. Leikmenn voru eðilega mjög glaðar eftir þennan sigur en ég lét þær vita að við værum ekki búnar að landa neinu og yrðum að spila enn betur í leiknum á Ásvöllum á þriðjudaginn kemur,“ sagði hann um framhaldið. „Það er ýmislegt sem við þurfum að laga þrátt fyrir þennan góða sigur. Við þurfum að fínpússa nokkur atriði þegar kemur að sóknarleiknum. Liðsvörnin var heilt yfir mjög góð í þessum leik og við þurfum að ná henni upp enn sterkari og út allan leikinn ef við ætlum að klára dæmið í næsta leik,“ sagði Þorleifur. Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
„Við spiluðum vel í þessum leik og það var frábær liðsheild sem skilaði þessum sigri. Við vorum sterkari í baráttunni um fráköst og Isabella Ósk var öflug á báðum endum vallarins. Við vorum smá tíma að átta okkur á svæðisvörninni sem þær spiluðu en þegar við gerðum það náðum við að búa til opin og góð færi,“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, kátur að leik loknum. „Ég tek það á mig að hafa ekki farið nógu vel yfir svæðisvörnina sem ég var nokkurn veginn viss um að þær myndu spila. Þær náðu svo að að loka á Isabellu Ósk á kafla og þá áttum við í erfiðleikum með að skora. Í smá tíma fórum við að verja forskotið sem kann aldrei góðri lukku að stýra. Við fundum hins vegar lausnir og það er jákvætt,“ sagði Þorleifur enn fremur. „Þó svo að við séum komnar í 2-0 þá megum við ekki fara fram úr okkur. Það erfiðast er eftir, það er að loka seríunni með þriðja sigrinum. Leikmenn voru eðilega mjög glaðar eftir þennan sigur en ég lét þær vita að við værum ekki búnar að landa neinu og yrðum að spila enn betur í leiknum á Ásvöllum á þriðjudaginn kemur,“ sagði hann um framhaldið. „Það er ýmislegt sem við þurfum að laga þrátt fyrir þennan góða sigur. Við þurfum að fínpússa nokkur atriði þegar kemur að sóknarleiknum. Liðsvörnin var heilt yfir mjög góð í þessum leik og við þurfum að ná henni upp enn sterkari og út allan leikinn ef við ætlum að klára dæmið í næsta leik,“ sagði Þorleifur.
Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira